Síldarverksmiðjumálið | Betri þrær ofl. | Borðeyradeilan | Sólbakkadeilan | Æsingamoldveður | Lygum hnekkt | Síldveiðin | Fleiri þrær ... | Karfaveiðarnar | SR og knattspyrna | Karfavinnslan | Karfaveiðar og ... | Aflaskýsrsla ofl. | Tóm síða | Brendu skeytin | Stjórnarbreytingar | Síldveiðin | Þorkell Clementz | Opið bréf til Kolka | Menningarbær ! | Lýsis-skaði

>>>>>>>>>>> Síldveiðin

 

Til forsíðu
Til baka




Ljósmyndasafn Steingríms
á netinu.

Steingrímur Kristinsson Siglufirði
G-892-1569
S-467-1569

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Einherji, 23. júlí 1936

Síldveiðin.

Búið er að salta hér á sumum söltunarstöðvum eins mikið og saltað var hér í allt fyrrasumar.

Um síðustu helgi var hér landburður af síld svo að á sumum söltunarstöðvum var unnið samfleytt dag og nótt en 2 undanferna sólarhringa hefir aftur á móti mjög lítið af síld borist að.

Virðist nú eins og sakir stands frekar vera að dofna yfir veiðinni í bili.

Í gærkvöldi var heildersöltun hér a Siglufirði orðin sem hér segir:

Matjesíld  9.517  tunnur
Grófsöltuð 13.557  tunnur
Magadregin saltsíld 3.992  tunnur
Hreinsuð síld 87  tunnur
Kryddsíld 5.744  tunnur
Hausskorin & magadregin 3.161  tunnur
Sykursöltuð 1.132  tunnur
Flött síld 907  tunnur
Samtals : 38.197  tunnur

Á mánudaginn var höfðu Síldarverksmiðjur ríkisins framleitt mjöl og lýsi sem hér segir:

  Tonn lýsi Tonn mjöl
S. R. 30 1.200 1.565,2
S. R. N. 921 948 ½
S. R. P. 750 745.7
Raufarhöfn 720 400

Lýsi og mjöl sem ríkisverksmiðjurnar hér á Siglufirði fengu úr þeirri síld sem þær höfðu unnið fram að s.l. mánudag, skiptist þannig niður:

S.R.30 16,5 % mjöl 14,6 % lýsi
S. R. N. 15,5 % mjöl 14,9 % lýsi
S.R.P. 15,67 % mjöl 15,2 % lýsi

Í gærkveldi höfðu Ríkisverksmiðjurnar tekið á móti síld sem hér segir:

  (1936)   (1935)
S. R. 30 64.520 mál   56.900 mál
S. R. P. 41.140 mál   37.300 mál
S. R. N. 56,560 mál   46,720 mál

Samtals:

162.220 mál   140.920
Raufarhöfn 20.985    

Þrjú hæstu skip hjá Síldarverksmiðjum ríkisins eru:

M.s. Eldborg 4.737 mál
E.s. Fróði 4.529 mál
E.s. Ólafur Bjarnason 4.443 mál

Nokkur skip hafa komið inn í nótt og morgun með sæmilegan afla, en lítið af þeirri síld mun hæf til söltunar.