Að gefnu tilefni vil ég leiðrétta þann misskilning að ég sé því andvígur, að verkamenn á Siglufirði bindist samtókum innan Alþýðusambandsins.
Verksmiðjustjórnin er réttur aðili t því máli sem hér er um að ræða og óska ég því að mér verði haldið utan við þær deilur, er um það kunna að verða.
Gísli Halldórsson.
Neisti, 3. júní 1936
Kolaskip er nú að losa hér til Ríkisverksmiðjunar, en losar ekki nema lítið af farminum hér. Héðan fer skipið til Raufarhafnar með það sem eftir verður af kolunum.
Neisti, 3. júní 1936
Flestir togaranna eru nú hættir veiðum og er verið að útbúa suma þeirra á síldveiðar.
Neisti, 24. júní 1936
Mörg skip eru nú komin hingað til síldveiða og hafa nokkur þeirra legið hér inni undanfarið vegna storms. En nú eru þau flest farinn út aftur og hafa nokkur komið með síld nú síðustu daga. Þessi skip hafa nú komið með síld:
Til ríkisverksmiðjanna (S.R.P.) : Samtals 1.813 mál
Vébjörn
251 mál.
Björninn
35 mál
Fróði
121 mál
Þorgeir goði
40 mál
Frigg
21 mál
Ægir
30 mál
Alden
457 mál
Hrönn
20 mál
Birkir
560 mál
Raufarhöfn Samtals 1.258 mál
Ágústa
490 mál
Geir goði
435 mál
Reynir
333 mál
Til Gránuverksmiðjunnar: Samtals 1.645 mál
Gullfoss
107 mál
Bragi
89 mál
Draupnir
90 mál
Villi
44 mál
Freyja
466 mál
Björgvin
78 mál
Hringur
734 mál
Einar Þveræringur
37 mál
Til Rauðku: Samtals 460 mál
Huginn I
425 mál
Huginn II
36 mál
Neisti, 24. júní 1936
Síðastliðinn mánudag komu hingað þrír karfatogarar: Þorfinnur með 148 tonn, Sindri með 137 tonn og Hafsteinn með 170 tonn.
Áður höfðu þeir Þorfinnur, Sindri og Hávarður Ísfirðingur komið með ca. 375 tonn af karfa hingað.
Alls, mun því vera kominn hingað um 830 tonn af karfa og hefur það skapað töluverða vinnuaukningu í bæinn, sem mun nema alt að 8-10 þúsund krónum.
Neisti, 24. júní 1936
Nýjustu síldarfréttir.
Í dag komu til ríkisverksmiðjanna (S. R. P.) Ólafur Bjarnason með ca. 1.100 mál og Skagfirðingur með ca. 700 mál, báðir austan frá Langanesi.
Sögðu skipverjar þar mjög mikla síld og mörg skip búin að fá meiri eða minni síld þar, þegar þeir fóru af stað hingað.
Siglfirðingur, 12 júlí 1936
Síldveiðin hefir fram að þessu gengið ágætlega, Skipin hafa verið fljót að fylla sig, en erfiðlegar hefir gengið að losna við síldina, enda þótt allt hafi verið gert er hægt var til að greiða sem mest fyrir því. Það vantar stórar geymsluþrær við verksmiðjurnar.
Neisti, 15. júlí 1936
Ríkisverksmiðjurnar hér á Siglufirði höfðu tekið á móti síld í málum talið, í gær um hádegi sem hér segir:
Verksmiðja
Nú 1936
Á sama tíma 1935
Allt árið 1935
S. R. 30:
60.606
46.129 mál
67.515
S. R. N :
49.106
39.722
48.806
S. R. P:
36.500
30.499
40.022
Raufarhöfn:
20.985
22.588
Rauðka:
20.025
Grána:
14,364
Nú nokkra undanfarna daga hefir vent bræla úti fyrir og þar af leiðandi lítil síld komið.
Siglfirðingur, 20. júlí 1936
Síldveiðin hefir gengið með besta móti þegar á allt er litið. Síðastliðna viku varð þó nokkurt hlé á veiðunum vegna norðaustangarra, en í fyrrinótt hlýnaði og birti og varð þá þegar mikillar síldar vart á Grímseyjarsundi.
Söltun yfir sunnudagssólarhringinn er sem hér segir:
1.211 heilar og 725 hálfar tunnur matjessíld, 2.725 tunnur, venjuleg saltsíld, 268 tunnur, magadregin saltsíld, 1.118 tunnur, hausskorin kryddsíld, 100 tunnur, hausskorin og magadregin, 342 tunnur sykursöltuð. Hér af aðeins 9 tunnur reknetasíld.
Hefir þá alls verið saltað hér í Siglufirði til kl. 12 sl. nótt 18.048 tunnur.
Siglfirðingur, 1. ágúst 1936
Síldveiðin
Undanfarna viku hefir verið tregt um síld nema austur við Langanes og þaðan vestur að Sléttu. Hefir því lítið borist að of söltunarsíld, og bræðslusíldin lögð upp á Raufarhöfn meðan hægt var að taka á móti þar.
Á fimmtudag voru þrærnar þar fullar. Hefir mest allur veiðiflotinn verið þarna austurfrá síðustu daga og flest skipin fengið góða veiði. Hér voru þrær verk smiðjanna sama sem tæmdar á fimmtudag og tvær Ríkisverksmiðjurnar stöðvaðar vegna síldarleysis. En á fimmtudag og föstudagsnótt stefndi flotinn hingað með veiði sína austan að og hafa þessi skip komið til Ríkisverksmiðjanna frá því á föstudagskvöld til hádegis í dag:
Til Snorra og Hjaltalin: Huginn I 600 má1, Huginn II 600 – Huginn III 600 - Freyja Rvk 700 - Bjarki 1100 – Hringur 900 -
Enda þótt sumt af tölunum sé áætlað, munu þær láta svo nærri sanni, að litlu eða engu muni á heildarupphæðinni.
Síld hefir verið hér á Grímseyjarsundi, og eigi alllítil, því skip er þangað hafa sótt nú síðustu daga hafa fengið ágæta veiði, en flotinn hefir haldið sig austurfrá, enda hefir þar verið miklu meiri síldargengd. t.d. hefir Huginn frá Hafnarfirði fengið á Sundinu um 2.000 tunnur af söltunarsíld á þremdægrum.
Veður hefir ekki verið sem hagstæðast, en þó betra austar. Söltun hefir ekki mátt kallast mikil.
Á fimmtudagskvöld var söltun á landinu öllu sem hér segir:
Í gær var saltað hér á Siglufirði 1.001 tunna herpinótasíld og 133 tunnur reknetasíld. Hefir reknetaveiði heldur glæðst síðustu daga.
Fitumagn síldar er síðast var mælt frá Rauðunúpum var 19 %. en mesta fitumagn er mælt hefir verið var úr síld frá Kálfshamarsvík 24. júlí og reyndist rúm 24 %
Siglfirðingur 1. ágúst 1936
Vegna þess hve mikið berst nú að af síld. Verður unnið i Ríkisverksmiðjunum allan sunnudagssólarhringinn. Nú um klukkan 8 er blaðið er að fara í pressuna munu vera komin að bryggjum verksmiðjanna yfir 20 þúsund mál síðan í gærkvöldi.
Einherji, 6. ágúst 1936
Síldveiðin.
Landburður af síld hefir verið undanfarna sólarhringa í bræðslu og salt.
Undanfarandi dægur hefir geysimikil síld borist hingað, svo að á flestum söltunarstöðvum hefir verið unnið svo að segja dag og nótt.
Auk þess hefir mikið borist að í hræðslu.
Í gærkvöldi höfðu Síldarverksmiðjur ríkisins tekið á móti síld sem há, sagir:
(nú árið 1936)
(st. í fyrra, 1935)
S. R. 30
101.550 mál
58.120 mái
S. R. N.
83.200 -
48.615 -
S. R. P.
59.250 -
38.815 -
Alls:
244.000 mál
145.550 mál
Raufarhöfn 38.300 mál
Þrjú hæstu skip hjá S.R.:
Es. Ólafur Bjarnason 9.550 mál
M.s. Eldborg- 9.350 --
E.s. Alden 7.050 --
Í fyrrakvöld höfðu verksmiðjur Steindórs Hjaltalíns tekið í móti:
Rauðka 34.591 mál
Grána 18.271 -
Í gærkvöldi var heildarsöltun á öllu landinu orðnar 113.195 tunnur. Af því hafa verið saltaðar hér á Siglufirði 61,839 tunnur.
Siglfirðingur, 8. ágúst 1936
Síldveiðin
A fimmtudagskvöld hafði verið saltað alls á landinu sem hér segir:
Nú i langan tíma hefir ekkert verið lagt upp af síld í verksmiðjurnar og hafa þær fengið síld í bræðslu á þessu sumri sem hér segir: (Til samanburðar er hér sagt frá aflanum til jafnlengdar í fyrra). Magn í málum talið.
Verksmiðja
Landað 1936
Árið 1935
S.R.-30
118.447
67.515
S.R.N.
87,242
48,806
S.R.P.
66.661
40.o22
Raufarhöfn
55.581
22 588
Rauðka
46.637
27.273
Grána
18.330
9.046
Siglfirðingur, 31. október 1936
Gísli Halldórsson framkvæmdarstjóri, fór utan með "Íslandinu" í erindum Ríkisverksmiðjanna. Mun hann verða í þessu ferðalagi fram undir áramót.
Einherji, 26. nóvember 1936
Það óhapp vildi nýlega til hér við Ríkisverksmiðjurnar að allmikið af lýsi var af vangá dælt í sjóinn.
Átti upphaflega að dæla lýsið á milli tanka, en leiðslur þær sem liggja frá verksmiðjunni og fram á bryggjurnar höfðu, þá nýlega verið notaðar og láðst að skrúfa fyrir þær, rann því alimikið af lýsinu í sjóinn.
Réttarhöld hafa staðið yfir í málinu, en enn sem komið er hefir blaðið ekkert af þeim frétt.