19. desember 1943
ELDSVOÐI
Svínabúið "Lyngholt" brann til kaldra kola sl. fimmtudagsnótt. Sextíu svín fórust í eldinum.
Um kl. 4 aðfararnótt fimmtudags urðu verkamenn að Hóli, sem voru að koma á fætur til mjalta, varir við, að eldur var kominn upp í svínabúinu "Lyngholt" á Saurbæjarásnum.
Þar sem enginn næturvakt er við símann hér, urðu verkamennirnir að fara til bæjarins til að gera slökkviliðinu aðvart.
Þegar slökkviliðið kom á vettvang var húsið alelda, og reyndist ekki auðið að bjarga þeim svínum, er í húsinu voru og fórust sextíu í eldinum.
Húsið, sem brann var vátryggt hjá Brunabótafélagi Íslands fyrir 24 þúsund. kr. en svínin er fórust voru vátryggð hjá Sjóvátryggingarfélagi Íslands fyrir 35 þúsund. kr.
Ekkert fólk bjó nálægt húsinu. Upptök eldsins eru með öllu ókunn.
|