Ráðhústorg 1 | Svínabú | Börnin og brunaliðið | Hlíðarvegur 3c | Sjö brunaútköll | Eldur & Hugleiðing | Þrjár brunasögur | Fimm brunar | Netastöð / Hótel Höfn | Eldur-Myndir (1) | Tunnuverksmiðju-myndir | Eldur Haugasund | Fleiri myndir | Eldur tunnuverksm. | Eldur Vélaverkstæði | Aðalgata 9 | Ýmsar brunasögur

>>>>>>>>>>> Aðalgata 9

 

Til forsíðu
Til baka




Ljósmyndasafn Steingríms
á netinu.

Steingrímur Kristinsson Siglufirði
G-892-1569
S-467-1569

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Úr Morgunblaðinu 2. apríl 1946

Tjón af eldi á

Siglufirði

Siglufirði, sunnudag.

Frá fréttaritara vorum.

UM sexleytið í morgun kom upp eldur í húsinu Aðalgata 9, hjer í bænum Austurendi hússins er gamalt timburhús og var þar verslun Gunnar Bíldals, og hafa eldsupptökin verið í skrifstofu í suðausturhorninu. Vesturhluti hússins er úr steinsteypu Er þar mjólkurbúð KEA niðri, en íbúð Þorsteins Pjeturssonar, húseiganda uppi. – Steinúsið sakaði ekki.

Suður af austurendanum er vörugeymsla úr timbri og járni, og hafði verslunin hana á leigu. Slökkviliðið kom þegar á vettvang og tókst bráðlega að slökkva. Allar vörubirgðir verslunarinnar eyðilögðust af eldi og vatni, og timburhluti hússins, austurendinn einnig. Húseigandi hafði geymslu uppi í austurendanum og eyðilögðust þar matvæli og fatnaður.

Versluninni var lokað kl. 1 í gærdag og ekkert komið þar eftir dag. Eldsorsakir eru því ókunnar. Eigandi verslunarinnar var ekki í bænum. Húsið og verslunarvörurnar var vátrygt. – Jón.

 (stafsetningin eins og var í blaðinu)

.