ÚR BÆNUM (umræðudálkur / fréttir, í blaðinu Siglfirðingur)
Húsbruni.
Mánudaginn þann 19. janúar sl. varð eldur laus í húsinu Aðalgötu 7,(1) hér í bæ. Húsið er eign frú Önnu Vilhjálmsdóttur, sem bjó þar ásamt syni sínum og tveimur dótturbörnum. - Húsið brann algjörlega.
Engu var bjargað af innbúi. Á neðri hæð hússins var bókaverslun Hannesar Jónassonar, og geymsla fyrir verslunin Sveinn Hjartarson. Þar brann ekki mjög mikið, en skemmdist allt af vatni og reyk. Tjónið var mjög tilfinnanlegt.
Í sambandi við bruna þennan finnst oss rétt, að minna á hversu bíræfin bæjarstjórnin okkar er, að leyfa sér að hafa öll hin verðmætu og óbætanlegu skjöl bæjarins með öllu óvarin fyrir eldi í hinu gamla timburhúsi, "Hvíta húsinu." Þarna sást, hvað eldurinn er fljótur að eyðileggja og engu var bjargað.
Hvernig færi, ef kviknaði í "Hvíta húsinu", ætli. yrði miklu bjargað af hinum verðmætu skjölum, sem myndi þýða mikið tjón fyrir Siglfirðinga í heild. Bæjarbúar munu, ábyggilega fylgjast vel með því, hvort bæjarstjórnin ætlar sér enn lengur að gera ekki skyldu sína í þessu máli, en það er að koma skrifstofum bæjarins og skjölum hans á óhultan stað.
Mjölnir 21 janúar 1948, frétt
Húsbruni.
Aðalgata 7 brennur, Hús Önnu Vilhjálmsdóttur, Aðalgata 7 hér í bæ, brann svo að segja til kaldra kola í fyrradag.
Innanstokksmunum og vörulager varð ekki bjargað, enda húsið alelda á örskammri stund.
Eldsupptök ókunn.
Einherji 26. júní
1948
HÚSBRUNI.
Nokkru eftir
miðnætti s.l. nótt
kviknaði í
Vetrarbraut 3
(Frón), húseign
Halldórs
Guðmundssonar.
Virtist eldurinn
kom;a upp í þakhæð
hússins. Þegar
blaðið fór í
pressuna var enn
ólokið við að
slökkva eldinn. Fólk
slapp út á nærklæðum
og fátt eitt
bjargaðist af
húsmunum. 10 til 15
manns munu hafa
orðið
húsnæðislausir.
Siglfirðingur 20 júlí 1948
Eldur í bíl
Laust fyrir kl. 12 á hádegi í gær var slökkviliðið kvatt út. Hafði komið upp eldur í gamalli fólksbifreið úr Árnessýslu, sem hér var stödd.
Bifreiðarstjórinn hafði gengið út úr bifreiðinni í Hverfisgötu, augnablik.
Var nýbúið að setja bensín á geymi hennar og hafði nokkuð af því lekið niður á götuna, þar sem bifreiðin hallaðist nokkuð. Litlir krakkar voru að leik á götunni og voru með eldspýtur.
Þau munu hafa kveikt í bensíninu, og læsti eldurinn sig þá þegar í stað í hjólbarða bifreiðarinnar. Bifreiðin skemmdist nokkuð en börnin sluppu ómeidd.
Má það kalla sérstaka heppni, að eldurinn skyldi ekki haf leiðst í bensíngeymi bifreiðarinnar, en slíkt hefði valdið sprengingu, sem börnum þessum hefði orðið stórhætta af. Þetta atvik ætti að brýna fyrir fólki að láta ekki börn sín vera með eld að leik, því alltaf er hættulegt, þegar óvita börn ná í eldspýtur.
Vanist því að geyma slíkt, þar sem börn ná til. Reynslan er of dýrmætur kennari til að taka ekki tillit til fræðslu hennar.
Siglfirðingur, 12. ágúst 1948
Kviknar í skipi
LAUST fyrir kl. 3 í gærdag, kom upp eldur í skipinu Minnie E.A. 758, sem lá hér við bryggju við S.R.P.
Verið var að gera við vél skipsins og var vélarúmið opið.
Vélstjórarnir voru uppi og urðu þá varir við reyk, er þeim virtist koma úr lest skipsins og opnuðu þeir hana, en um leið gaus eldur upp úr vélarrúminu.
Slökkviliðið var kvatt út, en skipverjum tókst að slökkva eldinn, áður en það kæmi á vettvang. Skemmdir urðu litlar sem engar.
Fyrsti vélstjóri kvað sér óskiljanlegt, hvað orsakað hafði eldinn.
Einherji 26. júní 1948 Frétt.
HÚSBRUNI
Nokkru eftir miðnætti sl. nótt kviknaði í Vetrarbraut 3 (Frón), húseign Halldórs Guðmundssonar, Virtist eldurinn koma upp í þakhæð hússins. Þegar blaðið fór í pressuna var enn ólokið við að slökkva eldinn.
Fólk slapp út á nærklæðum og fátt eitt bjargaðist af húsmunum. 10 til 15 manns munu hafa orðið húsnæðislausir.
Einherji, í ágúst 1948
Fréttir úr bænum.
Eldur kom upp í vélskipinu Milly s.l. laugardag. Frekar litlar skemmdir urðu, þó brann eitthvað af rúmfatnaði og öðrum fatnaði skipverja.
Einherji 6. september, frétt.
Kviknar í síldveiðiskipi
Á þriðja tímanum í nótt varð vart elds í síldveiðiskipinu Ágústu, en það lá við bryggju Óskars Halldórssonar útgerðarmanns. Slökkviliðið kom brátt á vettvang og tókst að slökkva eldinn sem var í vélarúmi skipsins. Í morgun var ókunnugt um eldsupptök.
Mjölnir 7. september
1949
Kviknar í
síldarskipi
Um
k1 1,15 í fyrrinótt
kom upp eldur í
káetu m/b Ágústu RE
115, þar sem hún lá
við bryggju Óskars
Halldórssonar
útgerðarmanns. Var
slökkviliðið kvatt á
vettvang og tókst
mjög fljótlega að
slökkva eldinn.
Einn
maður var sofandi í
káetunni þegar
kviknaði í henni
Brenndist hann
allmikið á höndum og
andliti, og liggur
nú á sjúkrahúsinu
hér. Líður honum nú
sæmilega eftir
atvikum. Tveir menn,
sem brutust niður í
káetuna til að
bjarga honum,
brenndust einnig
dálítið.
Talið er að kviknað
hafi út frá
olíukyndingu.
Allmiklar skemmdir
urðu á káetunni og
flest sem í henni
var skemmdist eða
gereyðilagðist.
Einnig skemmdist
stýrishús bátsins og
klefi inn af því
nokkuð af völdum
eldsins.
(1) Aðalgata 7 er í dag, árið 2002, lóðin þar sem
"Húsasmiðjan" er til
húsa á Siglufirði í
dag, árið 2000 - á
móti "Hótel
Hvanneyri"