| 
															Mjölnir 27. maí 1949 
															Bæjarpósturinn Hugleiðing vegna bruna.  Eftirfarandi hugleiðingu var ég  beðinn fyrir:  Á laugardaginn  var, það er, 21. maí, var brunaliðið kvatt á vettvang.  Ég fylgdist með fólkinu, sem auðvitað  hljóp, eins og, fætur toguðu niður  á Hafnarbryggju, en þar hafði  kviknað i mótorbátnum Millý-.   Þegar ég kom var brunaliðið  komið og langt til búið að  slökkva eldinn með vatnsslöngu  Þeirri, sem alltaf er á Hafnarbryggjunni og notuð er til að  afgreiða vatn til skipa. En það sem furðu vakti var  það, að stór hópur brunaliðsmanna var í kringum brunabílinn, en til þess að fljótar  gengi að slökkva eldinn, atti að  láta hina kraftmiklu dælivél bílsins, dæla sjó í brunaslönguna. Dælan vildi ekki vinna og var  ekki komin í lag þegar eldurinn  var slökktur. Það getur auðvitað alltaf komið fyrir að vél bili, en mér datt  bara í hug hversu geysilega þýðingarmikið það er, að þessi tæki  séu alltaf í lagi og klykki aldrei.   Hugsum okkur að eldurinn hafi  verið í timburhúsi, næsti vatnshani verið vatnslaus eins og oft  hefur eflaust verið í vetur í  sumum hverfunum, og vatnsforði bílsins verið það fyrsta,  sem hægt hefði verið að grípa  til, - en þá hefði dælan verið í  ólagi; eldurinn magnast á meðan tilraunir stóðu yfir að koma  henni í lag og töfin orðið til  þess að húsið brenni til grunna.  -    Á slíkum stundum er hver sekúnda dýrmæt. Þá veltur allt  á því, að öll tæki séu í fyllsta lagi - og að þau séu alltaf  í  lagi hlýtur einhver að eiga að  sjá um, að minnsta kosti brunaliðsstjóri.  Það er ekki víst, að alltaf sé  hægt að . snúa brunaliðsútkalli  upp í æfingu í meðferð brunatækjanna - oftast er meiri alvara á ferð en svo    Og munum svo þetta: Eldurinn gerir ekki boð á undan sér  og hann bíður ekki heldur á  meðan verið er að koma brunadælunni í lag. Logi. |