Siglfirðingur 11. mars 1954
(frétt)
Leikfimihús Barnaskólans og áhöld skemmdust af eldi
Miðvikudagskvöld 24. febrúar. síðastliðið, kom upp eldur í leikfimihúsi Barnaskóla Siglufjarðar. Fljótlega mun hafa orðið eldsins vart. Slökkvilið bæjarins kom strax á vettvang og tókst fljótt að ráða niðurlögum. eldsins.
Leikfimihúsið skemmdist mikið, og verður ekki nothæft í vetur. Öll áhöld eyðilöguðust alveg.
Skemmdir urðu talsverðar í kjallara gamla hluta skólahússins.
Einnig fylltust gangar og stofur skólans af reyk.
Framkvæmt var mat á skemmdunum, en af hálfu vátryggingarfélags var beðið um yfirmat, og er niðurstaða yfirmats kr. 92.500,00 fyrir hús, en skemmdir á áhöldum voru metnar á kr 64.000, 00.
Rannsókn á brunanum er lokið- og talið, að kviknaði hafi í út frá rafmagni. Engin kennsla fór fram í skólanum eftir brunann, en er nú hafin að nýju. |