Missögn leiðrétt | SR og pólitíkin | Verksmiðjuþankar | Þóroddi svarað | Sjómenn tala.. | Tvísöngurinn... | Rógur um Rauðku | Nýtt hneyksli | Stórfeldar kjarabætur | Skemmdarstarfsemi ! | Þrjár spurningar til Þ.E. | Ógeðsleg skrif ! | Loftvarnarmál | Vinnubrögð A-lista | Kommúnistar fjandskap. | Óskar Halldórsson | Hugleiðingar um SR | Rauðka-Siglfirðingur | Eiga kommúnistar að?

>>>>>>>>>>> SR og pólitíkin

 

Til forsíðu
Til baka




Ljósmyndasafn Steingríms
á netinu.

Steingrímur Kristinsson Siglufirði
G-892-1569
S-467-1569

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Neisti, 30. júlí 1942

Stækkun Síldarverksmiðja ríkisins og bygging bæjarverksmiðju er stefna Alþýðuflokksins.

Kommúnistar eru á móti stækkun Síldarverksmiðja ríkisins, og vilja heldur að einstaklingar sjái um aukningu verksmið,ja. Endurbygging "Rauðku" er nú orðið aukaatriði hjá þeim.

 

Nokkru fyrir kosningar birtist í blaðinu "Mjölnir" hér á Siglufirði sem kallast málgagn Sósíalistaflokksins, en sem er stjórnað af Kommúnistunum í Sósíalistaflokknum, grein með sérstaklega harkalegri árás á Finn Jónsson, alþingismann, þar sem því var haldið fram, að hann væri á móti leyfi til Óskars Halldórssonar, til byggingar síldarverksmiðju hér á Siglufirði.

 

Í blaðinu "Neisti" var á það bent, að eigi væri um neitun að ræða, heldur vildi Finnur að ríkisverksmiðjurnar ykju afköst sín, og afgreitt yrði byggingarleyfi til "Rauðku", - sem bænum hafði verið neitað um, - áður en afgreitt yrði leyfi til Óskars.

 

Þeir, sem nokkurn tíma hafa í alvöru viljað endurbyggja "Rauðku", vilja að sjálfsögðu grípa hvern möguleika sem gefst til þess að fá byggingarleyfi, og þá að sjálfsögðu þakka alla hjálp, sem til þess er veitt, en ekki víta þær tilraunir, sem til þess eru gerðar.

 

Í síðasta blaði Mjölnis  er þetta ítrekað að nokkru, og þeirri skoðun haldið fram að sama hvor byggi, bara verksmiðjan komi.

 

Kommúnistar hafa skipt um skoðun síðan í vetur:

 

Ég er nú orðinn ýmsu vanur frá kommúnistum bæði í samstarfi og deilum og tók þess vegna árásir þeirra á Finn Jónsson sem kosningabombu, til þess gerða, að ná nokkrum atkvæðum frá Alþýðuflokknum ef unnt væri.

 

Þeir höfðu 1938 gert málefnasamning við Alþýðuflokkinn um rekstur og endurbyggingu "Rauðku" og töldu það þá höfuðmál, - þó þeir reyndar sýndu aldrei annan áhuga í því en að nota lánsútveganir og byggingarmöguleika til árása á þáverandi ríkisstjórn, áður en farið var til sömu ríkisstjórnar til þess að fá nauðsynleg leyfi.

 

Þessi málefnasamningur var síðan að þessu leyti endurnýjaður 1942 Jafnframt höfðu þeir oftlega fyrr talið einkarekstri allt til foráttu.

 

Nú hafa þeir snögglega uppgötvað, að bæjarrekstur sé "kák" og "til þess eins,  að tefja fyrir framgangi sósíalismans á Íslandi", og því eðlilega gerst andvígir slíkum rekstri.

 

Lofsyngja hér nú einkarekstur, og þá sennilega það, sem honum hlýtur óumdeilanlega að fylgja, einstaklingsgróða, sem Kommúnistar hafa til skamms tíma kallað arðrán.

 

Þessi stefnubreyting hefir gerst á sama tíma og nokkrir forystumenn þeirra hafa gerst allumsvifamiklir stríðsgróðamenn í ýmsum atvinnugreinum.

 

Þess vegna fylgja þeir nú sömu "línu" í þessum málum og Sjálfstæðisflokkurinn.

 

Kemur þetta greinilega fram í seinasta "Mjölnir", þar sem Þóroddar dansar mjög á sömu "línu" og Sveinn Benediktsson, en þó öllu ákafar, þar sem hann vill láta ríkisvaldið "skylda" Óskar Halldórsson til þess að græða á síldarverksmiðju hér á Siglufirði.

 

Það er einungis um þrjár leiðir að ræða til þess að auka afköst síldarverksmiðjanna:

 

  1. Leið þá, sem farin var 1930, að ríkið leggi fram stofnkostnað verksmiðjana og byggi þær, en að þær verði reknar með samvinnusniði og með það fyrir augum, að sjómenn og útgerðarmenn fái sannvirði aflans, en þó ávallt tryggt visst lágmarksverð. Þetta varð samkomulag milli Alþýðu- og Framsóknarflokksins og nokkurra áhugamanna utan þeirra flokka.

  2. Bæjarfélögin byggi og starfræki slíkar verksmiðjur. Ef hagnaður verður á rekstrinum, kemur hann viðkomandi bæjarheild til góðs, og þá um leið þeim sem við fyrirtækin skipta og vinna, svo fremi, að þeir séu búsettir innan viðkomandi bæjarfélags.

  3. Einstaklingar byggi og reki fyrirtækin, sem þá yrðu á öllum tímum rekin með ágóða einstaklingsins fyrir augum en ekki hag þeirra, er hráefnið framleiða.

 

Þetta er leiðin, sem Sjálfstæðis flokkurinn hefur viljað og, sem Kommúnistar einnig vilja nú.

 

Ástandið fyrir og eftir 1930.

 

Til þess að gera sér gleggri grein fyrir því, hver þessara leiða er heppilegust, er rétt að rifja upp í aðalatriðum, hvernig þessum mál um var háttað um og eftir 1930, er fyrsta ríkisverksmiðjan var byggð.

 

Þá voru hér á landi 7  síldarverksmiðjur, þar af 5 í eign útlendinga. Rekstur þeirra hafði yfirleitt gengið illa árin á undan, þrátt fyrir lélegt verð á hráefni.

 

Sum árin voru ekki allar þessar verksmiðjur starfræktar. Þessi atvinnuvegur var á tilraunastigi - sem hann reyndar er að sumu leyti ennþá. Verksmiðjurnar voru afkastalitlar, en þrær stórar.

 

Í góðum veiðiárum skemmdist því alltaf meira og minna af síld. Þeir sem áttu þessar verksmiðjur, vildu gjarnan losna við þær, en einstaklingar hérlendis virtust ekki hafa trú, á framtíðarmöguleikum þessara fyrirtækja.

 

Síðan 1930, að SR-30 var byggð, hafa Síldarverksmiðjur ríkisins atíð starfað og ráðið öllu um síldarverð. Þess má geta, að Dr.Paul's verksmiðjan var ekki starfrækt í tvö ár, og því borið við að verðið sem síldarverksmiðjurnar greiddu gerði það ókleift.

 

Útgerðarmenn voru tregir til að leggja upp afla sinn til vinnslu. Vildu heldur taka fasta verðið en áhættu- eða ágóðavon vegna vinnslu.

 

Sjálfsagt hefir það haft nokkur áhrif, að verksmiðjur í einstakra manna eign töldu verðið alltof hátt og fyrirsjáanlegt tap.

 

Einstaklingarnir koma auga á gróðamöguleika þessa atvinnuvegar.

 

Þegar ríkisverksmiðjurnar höfðu verið reknar í nokkur ár, og allan þann tíma greitt afborganir og vexti, auk lögboðins tillags í fyrningar- og varasjóði, þótti sýnt, að hér vari um atvinnuveg að ræða, sem unnt var að græða á, ef takast mætti að minnka afskipti hins opinbera, og skerða þann grundvöll, sem upphaflega var lagður við lagasetningu um Síldarverksmiðjur ríkisins, sem sé þær að þær voru fyrst og fremst starfraktar með hag viðskiptamannanna fyrir augum.

 

Sérhyggjumennirnir fundu það réttilega, að ráðið til þess að hagnast á þessum atvinnurekstri, var sá, að byggja nýjar og afkastamiklar verksmiðjur, helst þar, sem kaup verkafólks var lægra en hér á Siglufirði,þar sem SR-30 var byggð, en sjá síðan um það í krafti hins pólitíska valds eða á annan hátt, að Síldarverksmiðjur ríkisins fylgdust ekki með í afkastaaukningu, en yrðu hinsvegar alls ráðandi um hráefnisverðið.

 

En fyrirsjáanlegt var að nægilegt hráefni yrði fyrst um sinn í meðal síldarári. Það er þetta sem gerist þegar Kveldúlfur -Djúpavík byggja nýtísku verksmiðjur, á sama tíma og Síldarverksmiðjur ríkisins bæta litlu sem engu við sig, en eru síðan látnar með póltískum baksamningi við Jónas frá Hriflu og Eystein Jónsson kaupa hinar lítt starfhæfu -síldarverksmiðjur á Húsavík og Norðfirði.

 

Hina síðarnefndu á, nokkurra lagaheimildar og gegn vilja a.m.k. nokkurs hluta verksmiðjustjórnarinnar.

 

Þessar tvær verksmiðjur geta aldrei orðið annað en fjárhagsleg byrði á ríkisverksmiðjunum og til  þess eins að lækka síldarverð til sjómanna og útgerðarmanna, en það þýðir aukinn, gróða til einkaverksmiðjanna á Hjalteyri og Djúpuvík, meðan ríkisverksmiðjurnar eru einráðar um verðið.

 

Deilan um byggingu "Rauðku"

 

1939 tókst að fá efni og vélar, ásamt nauðsynlegu láni til þess að byggja 5.000 mála verksmiðju á svokallaðri "Rauðku"-lóð.

 

Það er óþarft að rekja það mál, það er öllum svo í fersku minni. Meirihluti ríkisverksmiðjustjórnar, þeir Sveinn Ben., Þormóður Eyjólfsson og Þorsteinn M. Jónsson fengu komið því máli fyrir kattarnef.

 

Í áliti sínu töldu þeir, að sá aukning, sem þeir lögðu til að framkvæmd yrði hér á Siglufirði og Raufarhöfn af Síldarverksmiðjum ríkisins, væri nægileg fyrir veiðiflotann um ófyrirsjáanlega framtíð!!

 

Þeir hafa nú fyrir löngu síðan orðið sér til áþreifanlegrar skammar fyrir það álit sitt. Minnihluti verksmiðjustjórnar þeir Finnur Jónsson og Jón L. Þórðarson,- vildu framkvæma sömu stækkun hjá Síldarverksmiðjum ríkisins og leyfa byggingu Rauðku að auki.

 

Hitt er vitað, að bæði Sveinn Benediktsson og þeir félagar voru á móti byggingu nýtísku, verksmiðju, sem rekin væri af bæjarfélaginu, vegna þess að þeir voru hræddir við að láta sjá, hinn mikla gróða, sem, yrði á slíku fyrirtæki, við hliðina á ríkisverksmiðjunum, sem aftur mundi verða til þess, að háværar kröfur hlytu að myndast meðal sjómanna og útgerðarmanna, um, aukið hráefnisverð og endurbætur ríkisverksmiðjanna, svo þær gætu  greitt slíkt verð.

 

Ef svo fari hlaut gróði einkaverksmiðjanna að minnka. Hversvegna mátti ekki skerða hann? Var hagur þessara einkafyrirtækja meira virði fyrir Svein Ben. & Co., heldur en hagur allra útgerðarmanna og sjómanna?

 

Það var þetta, sem olli því að "Rauðka" fékkst ekki byggð, en ekki það að hennar væri ekki þörf, enda hefir amk. Sveinn Benediktsson étið það ofan í sig, með því að vilja leyfa Óskari Halldórssyni að byggja samskonar  verksmiðju.

 

Nýja verksmiðjan á Raufarhöfn var einungis reist vegna "Rauðu-málsins".

 

Finnur Jónsson hafði barist fyrir því um margra ára skeið, að reist yrði nýtísku verksmiðja á Raufarhöfn.

 

Fengust samþykkt um það lög á Alþingi, - að vísu fyrir ófullkominni stærð, - en þau voru aldrei framkvæmd.

 

Þegar "Rauðka" sótti um leyfið var hafist handa um byggingu, verksmiðju þar. Jón Gunnarsson framkvæmdastjóri ríkisverksmiðjanna, segir í skýrslu um rekstur verksmiðjunnar 1940. - sem helst engir mega sjá - að það sé beinlínis Rauðkumálinu að þakka, að ríkisstjórnin féllst til þess að sinna byggingu verksmiðjunnar á Raufarhöfn.

 

 

Deilan um byggingu verksmiðju Óskars Halldórssonar.

 

Nú á þessu sumri, hefir risið ný deila útaf verksmiðjubyggingarleyfi Óskars Halldórssonar. Kommúnistar átelja Finn Jónsson fyrir það að hann sé á móti því, en geta þess ekki, að Finnur vill láta framkvæma miklu meiri stækkun á Síldarverksmiðjum ríkisins og veita leyfi til stækkunar Rauðku, áður, en veitt er leyfi til Óskars.

 

Hinsvegar bregður nú, svo við, að Sveinn Benediktsson, sem barðist sem óður maður gegn byggingu Rauðku, vill nú ólmur veita Óskari leyfi.

 

Hér liggur það sama til grundvallar, hjá Sveini Ben. og fyrir neitun hans til Rauðku.  Hann veit að Óskar Halldórsson, eða hvaða einstaklingur sem er, vill græða á fyrirtæki sínu.

 

Hann, veit líka, að ef Óskar byggir, verða ekki eins hávarar kröfur um stækkun ríkisverksmiðjanna.

Þess vegna hljóta þær að greiða lægra verð en ella, ef þar væru stækkaðar. Með því að veita Óskari leyfið, er því gróði einkaverksmiðjanna tryggður.

 

Finnur Jónsson og Alþýðuflokkurinn, vill fyrst og fremst láta stækka Síldarverksmiðjur ríkisins til þess þær verði vel starfhæfar, og geti greitt það verð fyrir hráefnið, sem sjómönnum og útgerðarmönnum ber.

 

Jafnframt vill Alþýðuflokkurinn láta reisa hér nýtísku 5.000 mála verksmiðju, sem rekin sé at bæjarfélaginu, svo samanburður fáist við rekstur ríkisverksmiðjanna, samanburður sem er nauðsynlegur, en gati reynst óþægilegur fyrir það sleifarlag, sem, nú er á rekstri ríkisverksmiðjanna að ýmsu leyti, og fá áorkað því að úr fengist bætt.

 

Það er alrangt og  háskalegt, að halda því fram, að sama, sé hver byggi verksmiðjurnar og reki þær.

 

Mér Þykir líklegt, að sjómenn og útgerðarmenn vilji haga þessum málum þannig, að þeir á hverjum tíma geti fengið sem allra mest fyrir síldina.

 

Engin líkindi eru til annars en að Síldarverksmiðjur ríkisins verði allsráðandi um hráefnisverð, enda þótt nokkrar einkaverksmiðjur verði byggðar.

 

Þess vegna ber að stefna að því að gera ríkisverksmiðjurnar sem fullkomnastar, afkastamestar og ódýrastar í rekstri.

 

Það fæst ekki með því að leyfa einstaklingunum byggingar á nýtísku verksmiðjum, en láta allt hjakka í sama farinu hjá því fyrirtækinu, sem ræður verðinu. Láta það fyrirtæki burðast með úreltar smáverksmiðjur, lausar við alla nútíma tækni í verkun og og vinnu.

 

Þeir, sem þannig hugsa eru álíka hugsunarlausir um hag sin, og framtíð eins og fangi, sem leggur böðlinum til snöruna, sem á að hengja hann í.

 

Enginn má láta það villa sig þó Kommúnistar hafi í bili villst út á línuna til Sveins Ben. Ef ég þekki þá rétt, verða þeir þar ekki lengi. Þeir munu sjá villu sína og gera játningu, herða á línunni svo að slakkinn, sem myndast hefir í bili yfir sjálfstæðislínuna, hrökkvi til baka.

 

Sennilega verður afturkastið þá svo öflugt, að þeir heimta að allar verksmiðjur, sem, sem nú eru í einkaeign, verði teknar eignarnámi og starfraktar af því opinbera.

 

Þetta er nú þeirra eðli, Þeir þurfa að dansa á línunni misjafnlega strengdri og slakri, eftir ástæðum. Þetta heppnast stundum, og stundum ekki. Við, sem höfum þekkt þá um lengri og skemmri tíma reiknum með þessu og högun, okkur eftir því.

 

Er rétt að fordæma stefnuna, ef framkvæmdinni er ábótavant?

 

Kommúnistar telja sjálfsagt að ríkisverksmiðjurnar byggi ekki meira vegna þess að megnasta ólag sé á rekstri þeirra, enda virðist þar mörgu ábótavant.

 

En það segir ekkert um, að stefnan sé ekki rétt. Þeir sem eiga sök á því, að rekstrinum er ábótavant, eiga að fara og nýir menn að koma í þeirra stað.

 

Það er álíka viturlegt að fordæma þær kjarabætur fyrir sjómenn og útgerðarmenn, sem felast í lögunum um Síldarverksmiðjur ríkisins, vegna mistaka á framkvæmd þeirra, eins og að fordæma bræðralagshugsjón kirkjudómsins vegna mistaka kirkjunnar á miðöldum.

Siglufirði, í júlí 1942.

Erlendur Þorsteinsson.