Missögn leiðrétt | SR og pólitíkin | Verksmiðjuþankar | Þóroddi svarað | Sjómenn tala.. | Tvísöngurinn... | Rógur um Rauðku | Nýtt hneyksli | Stórfeldar kjarabætur | Skemmdarstarfsemi ! | Þrjár spurningar til Þ.E. | Ógeðsleg skrif ! | Loftvarnarmál | Vinnubrögð A-lista | Kommúnistar fjandskap. | Óskar Halldórsson | Hugleiðingar um SR | Rauðka-Siglfirðingur | Eiga kommúnistar að?

>>>>>>>>>>> Nýtt hneyksli

 

Til forsíðu
Til baka




Ljósmyndasafn Steingríms
á netinu.

Steingrímur Kristinsson Siglufirði
G-892-1569
S-467-1569

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Mjölnir, 3. júlí 1942.

Nýtt hneyksli.

Meirihluti ríkisverksmiðjustjórnarinnar, þeir Þormóður Eyjólfsson, Finnur Jónsson og Þorsteinn M Jónsson NEITA að mæla með því að leyft verði að reisa hér í bænum nýtísku 5 þúsund mála síldarverksmiðju.
 

Hve oft á að vega í sama knérunn til þess að spellvirkjunum séu veitt makleg málagjöld? -

 

Það er nú upplýst mál, að í vor sótti Óskar Halldórsson um leyfi til að byggja 5 þúsund mála síldarverksmiðju á láð sinni fyrir sunnan Ríkisverksmiðjurnar.

 

Umsókn -þessi var send stjórn Ríkisverksmiðjanna til umsagnar. Stjórnin hefur nú afgreitt málið og fellt að mæla með beiðninni. Greiddu þeir atkvæði á móti, Þormóður Eyjólfsson, Finnur Jónsson og Þorsteinn M. Jónsson.

 

Er þessi neitun hnefahögg í andlit almennings hér i Siglufirði, hið annað sem greitt er nú á fáum árum. Það verður enginn hissa, þótt Þormóður og Fram sóknarflokkurinn opinheri ennþá einu sinni fjandskap sinn i garð Siglfirðinga, en hitt hefir ekki verið jafnljóst, að Alþýðuflokksmenn væru sama sinnis.

 

Það hefir nú komið i ljós í sambandi við þetta mál og Rauðkumálið, að Alþýðuflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn eru ekki eftirbátar Framsóknar.

 

Í Rauðkumálinu leggur Sjálfstæðisflokkurinn til Svein Ben. og Ólaf Thors til að drepa það mál og nú leggur Alþýðuflokkurinn til Finn Jónsson í sama skyni.

 

Finnur Jónsson gerir þá grein fyrir atkvæði sinu, að hann vilji að Rauðka verði byggð og stækkað hjá Ríkisverksmiðjunum áður en þetta sé leyft.

 

Þessi fyrirvari er svo gegnsæ blekking, að hún mun ekkert hjálpa honum.

 

Í fyrsta lagi liggur ekkert fyrir nú um endurbyggingu Rauðka og stækkun hjá Ríkisverksmiðjun um, og í öðru lagi þarf bygging þessarar verksmiðju ekkert að hindra að það verði framkvæmt.

 

Það er full þörf fyrir verksmiðju Óskars, þótt Rauðka verði endurbyggð og stækkað hjá Ríkinu. - Og i sambandi við stækkun hjá Ríkinu er það að segja, að það er síður en svo æskilegt, að allar verk smiðjur, sem byggðar eru, séu settar undir undir stjórn Þormóðs og hans líka.

 

Stjórn hans á Ríkisverksmiðjunum er að verða hneyksli. T. d. eru þær komnar svo langt aftur úr um löndunarútbúnað, að skipin eru að fara frá þeim í stórum stíl.

 

Í sumar hafa verksmiðjurnar ekki nema 65 skip í staðinn fyrir á annað hundrað áður.

 

Framkoma Finns Jónssonar lýsir augljósum fjandskap i garð almennings hér í Siglufirði. Hefur sá fjandskapur reyndar áður komið fram. t. d. á þinginu 1939, þegar hans flutti tillögu uni að svipta bæinn fasteignaskattinum frá Ríkisverksmiðjunum, greiðslu, sem nam 20 þúsund krónum.

 

Fékk hann því áorkað, að skattur verksmiðjanna til bæjarins lækkaða um 7 þúsund krónur.

 

Gefur framkoma hans í þessum tveim málum ótvírætt til kynna, að lítil heilindi hafi verið á bak við afstöðu hans í Rauðkumálinu.

 

Tap það, sem sjómannastéttin og verkalýður í landi líður við það, að ekki eru til fleiri síldarverksmiðjur, er ómögulegt að meta.

 

það eru miljónir og tugir miljóna. Blandast engum hugur um það. - Samtímis er þessi afstaða meirihluta verksmiðjustjórnarinnar glæpsamleg frá þjóðhagslegu sjónarmiði.

 

Það er verið að hindra það, að stríðsgróðanum sé varið til þess að skapa ný verðmæti í landinu. Þetta er svo þjóðhættuleg afstaða, að þeir menn og flokkar, sem gangast fyrir slíku, eiga ekki skilið annað en fyrirlitningu og andúð allrar alþýðu manna.

 

Það er augljóst af gangi þessara verksmiðjumála, að engum þjóðstjórnarflokkanna er treystandi til forystu um velferðarmál almennings hér í Siglufirði og annarstaðar.

 

Eini flokkurinn, sem barist hefir og mun berjast, af fullri djörfung og fullum heilindum fyrir framfara- og velferðarmálum almennings er Sósíalistaflokkurinn.

 

Sýnið fjandmönnum Siglufjarðar og allrar alþýðu það á kjördegi að þið vitið hvar þið eigið að skipa ykkur!

 

KJÓSIÐ SÓSÍALISTAFLOKKINN !