Rógurinn um rekstur "Rauðku".
Í 31. tölublaði Siglfirðings, sem út kom 3. október er byrjun á langloku um framkvæmd málefnasamnings þess, sem Alþýðuflokkur og Kommúnistaflokkurinn hér á Siglufirði, gerðu með sér 1938.
Er þetta mest endurprentun frá því í vetur og lítið nýtt nema ósmekklegt hól um núverandi bæjarstjórn. Þegar það hól er borið saman við veruleikann, liggur næst að álykta, að Siglfirðingur sé að gera grín að bæjarstjóranum, nema þetta vafasama hrós eigi að vera nokkurskonar smurning til þess að gera hann liðugri að vinna að kosningu Sigurðar.
Annars ætla ég ekki í þetta skipti að ræða gerðir bæjarstjóra, og háðsyrði blaðsins í hans garð, heldur þá málsgrein, sem snertir rekstur Rauðku.
Blaðið heldur því fram, að ágóðinn af Rauðku undanfarin ár sé enginn raunverulegur gróði heldur pappírsgróði, sem gangi til viðhalds verksmiðjanna.
Ég veit ekki hvort hér er um að ræða fáfræði blaðsins eða illvilja í garð fyrirtækisins, sem þá er sprottin af því, að við vinstri menn höfum stjórnað um skeið.
Blaðinu hefði verið innan handar að fá vitneskju um það rétta og sanna í þessu efni hjá Ó.Hertervig eða Snorra Stefánssyni. Þess vegna verður að álykta að enginn vilji hafi verið fyrir hendi til þess að fara rétt með, heldur löngunina til þess að skaða verksmiðjuna og þannig bæinn.
Verksmiðjan sjálf kostar allt viðhald, sem vitanlega er dregið frá kostnaðarreikningi, en greiðir auk þess ákveðna leigu |