Missögn leiðrétt | SR og pólitíkin | Verksmiðjuþankar | Þóroddi svarað | Sjómenn tala.. | Tvísöngurinn... | Rógur um Rauðku | Nýtt hneyksli | Stórfeldar kjarabætur | Skemmdarstarfsemi ! | Þrjár spurningar til Þ.E. | Ógeðsleg skrif ! | Loftvarnarmál | Vinnubrögð A-lista | Kommúnistar fjandskap. | Óskar Halldórsson | Hugleiðingar um SR | Rauðka-Siglfirðingur | Eiga kommúnistar að?

>>>>>>>>>>> Stórfeldar kjarabætur

 

Til forsíðu
Til baka




Ljósmyndasafn Steingríms
á netinu.

Steingrímur Kristinsson Siglufirði
G-892-1569
S-467-1569

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Mjölnir 22. júlí 1942

Verkamenn Ríkisverksmiðjanna fá stórfelldar kjarabætur.

Verksmiðjustjórnin undirskrifaði í gær samning um að hver verkaunaður fái kr. 625,00 "viðbótargreiðslu vegna hins óvenjulega ástands", þeir, sem vinna allan rekstrartímann, tvo mánuði. - Hætti maður vinna hjá verksmiðjunum sökum veikinda, eða af öðrum ástæðum með samkomulagi við verksmiðjurnar, skal honum greitt hlutfallslega af þessum viðbótarpeningum, miðað við þann tíma, sem hann vinnur.

 

Á mánudagsmorguninn afhentu verkamenn ríkisverksmiðjanna verksmiðjustjórninni bréf, þar sem krafist er, að öll vinnulaun verði á þessu reksturstímabili greidd með 25%, álagi, sem skoðist áhættuþóknun.

 

Jafnframt var tilkynnt, að gengi verksmiðjustjórnin ekki að þessum kröfum, yrði vinna lögð niður í verksmiðjunum kl.12 á hádegi í gær.

 

Verkamenn kusu fjögurra manna nefnd til að ræða málið við verksmiðjustjórn og hlutu kosningu í nefndina þeir: Þórhallur Björnsson, Pétur Baldvinsson, Jóhann Möller og Steingrímur Magnússon.

 

Nefndin og verksmiðjustjórnin komu saman á fund í fyrradag og gerðist lítið á þeim fundi annað en það, að rætt var um málið og ákveðið að halda áfram samningaumleitunum, en nefndin lofaði að verkfall skyldi ekki hafið fyrr en sólarhring eftir að slitnað hefði upp úr samningaumleitunum. -

 

Nefndin mun síðan hafa ráðfært sig við verksmiðjuverkamennina og kl. 8½ í fyrrakvöld mætti hún á fundi með Þorsteini M. Jónssyni einum, og síðan aftur í gærmorgun.

 

Á þessum fundi varð að samkomulagi, að deila þessi skyldi til lykta leidd með því, að verksmiðjurnar greiddu öllum verkamönnum sínum, sem vinna reksturstímann, tvo mánuði, 625 kr. hverjum "viðbótargreiðslu vegna hins óvenjulega ástands", þeir sem vinna skemur, fái greitt hlutfallslega fyrir þann tíma sem þeir vinna.

 

Verkamenn verksmiðjanna og verksmiðjustjórn hafa nú samþykkt þetta og er deilunni þar með lokið.'

 

Verkamenn Rauðku og Gránu munu hafa gert sömu kröfur og verður sjálfsagt gengið að þeim, því báðar þessar verksmiðjur hafa alltaf greitt sömu kjör og verksmiðjur ríkisins.

 

Þessi viðbótargreiðsla sem verkamenn hafa fengið nemur um 25% á öll laun, eða m.ö.o. svarar til að kaup hefði verið hækkað um 25%.

 

Það segir sig sjálft, að þegar kaup hækkar svona í verksmiðjunum verður það einnig að hækka við alla aðra vinnu í bænum. Nú verða verkamenn á öðrum vinnustöðvum að taka sér til fyrirmyndar stéttabræður sína í verksmiðjunum og heimta sömu kauphækkun eða viðbótargreiðslu eins, og þeir hafa fengið.

 

Kaupgjald er svo langt á eftir verðlaginu, að við það verður ekki unað, enda hafa verkamenn víðsvegar um land fengið kauphækkanir, eins og t.d. við bæjar- og hafnarvinnuna í Reykjavík hjá Eimskip og Ríkisskip, við höfnina í Vestmannaeyjum o.fl. stöðum.

 

Þá hefur Siglufjarðarbær og fleiri bæir hækkað kaup fastra starfsmanna sinna.

 

Enginn sanngjarn maður getur verið móti kauphækkun daglaunamanna hér á Siglufirði eftir það sem gerst hefur í kaupgjaldsmálunum.