Tvísöngurinn í Sjálfstæðisflokknum.
Núverandi atvinnumálaráðherra, Magnús Jónsson, hefir nýlega veitt leyfi til þess, að stækka síldarverksmiðjuna "Rauðku" upp í 5.000 mála vinnslu á sólarhring.
Hefir þar með núverandi atvinnumálaráðherra Sjálfstæðisflokksins ómerkt aðgerðir fyrrverandi atvinnumálaherra sama flokks, Ólafs Thors, en eins og kunnugt er, neitaði hann um leyfi fyrir stækkun 1939.
Það er nú viðurkennt að ráðstöfun Ólafs Thors hefir orðið til milljóna skaða bæði fyrir þetta bæjarfélag og þá akki síður fyrir útgerðarmenn og sjómenn og þjóðina í heild.
Ekkert hefir þó heyrst um það, að náverandi atvinnumálaráðherra hafi boðið bætur fyrir það tón.
Telja margir að hér sé aðeins um hinn venjulega tvísöng flokksins að ræða, þar sem einn telur rétt, það sem annar hafði áður talið rangt, en gætir þess ávallt að gera það aldrei fyrr en svo seint, að úrbætur geta engum orðið að gagni og því aðeins til þess að sýnast.
Það er líka eftirtektarvert og lærdómsríkt fyrir Siglfirðinga, að þetta leyfi er ekki veitt fyrr en löngu eftir að veitt er leyfi til Óskars Halldórssonar og erfiðleikar fara dagvaxandi með skiprúm fyrir ýmsar vörur til landsins.
Bæjarstjórn og stjórn "Rauðku" verða nú þegar að hefjast handa um nauðsynlegan undirbúning að stækkun verksmiðjunnar. Það dugir enginn sofandaháttur í því máli. |