Missögn leiðrétt | SR og pólitíkin | Verksmiðjuþankar | Þóroddi svarað | Sjómenn tala.. | Tvísöngurinn... | Rógur um Rauðku | Nýtt hneyksli | Stórfeldar kjarabætur | Skemmdarstarfsemi ! | Þrjár spurningar til Þ.E. | Ógeðsleg skrif ! | Loftvarnarmál | Vinnubrögð A-lista | Kommúnistar fjandskap. | Óskar Halldórsson | Hugleiðingar um SR | Rauðka-Siglfirðingur | Eiga kommúnistar að?

>>>>>>>>>>> Vinnubrögð A-lista

 

Til forsíðu
Til baka




Ljósmyndasafn Steingríms
á netinu.

Steingrímur Kristinsson Siglufirði
G-892-1569
S-467-1569

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Einherji, 24 janúar 1942
Vinnubrögð A-listamanna

 

Síðasti Mjölnir ræðir mikið um Þróttarlundinum síðasti. sunnudag Er Mjölnir mjög ánægður með fundinn og frammistöðu sinna manna þar.

 

Einherja þykir nú rétt að gefa Siglfirðingum lítið sýnishorn af málafylgju A-listamanna á þessum fundi.

 

Adolf Einarsson, 9. maður á A-listanum, talaði á fundinum og fullyrti, að Jón Kjartansson verkstjóri S.R. mútaði mönnum til fylgis við Framsóknarflokkinn, og B-listann.

 

Ýmsir fundarmenn kröfðust þá þess, að Adólf nefndi nöfn, og eftir nokkrar vífilengjur nefndi ræðumaður nafn Jónasar Þórðarsonar frá Siglunesi. Stóð þá Jónas upp og lýsti yfir, að þetta væru helber ósannindi og þar að auki væri hann búinn að vera meðlimur Framsóknarfélags Siglufjarðar í 4 ár.

 

Nefndi Adólf þá nafn annars manns,  sem nú er kominn til Reykjavíkur. Nú hefir Adólf orðið að gefa opinbera yfirlýsingu um, að þessi ummæli hans væru tilhæfulaus ósannindi.

 

Þannig er málafylgja A-listamannanna, er þeir túlka málin i verkalýðsfélögunum,.

 

Yfirlýsing.

Jafnframt því, sem ég bið Jón Kjartansson verkstjóra Síldarverksmiðja ríkisins afsökunar á framkomu minni á fundi í Verkamannafélaginu "Þrótti", sunnudaginn 18. þessa mánaðar, lýsi ég því yfir, að fullyrðingar mínar á nefndum fundi, um að Jón Kjartansson notaði aðstöðu sína sem verkstjóri S.R. í þágu Framsóknarflokksins og mútaði mönnum, voru alveg út í bláinn og höfðu ekki við hin minnstu rök að styðjast.

Siglufirði 21/1. 1942

Adolf Einarsson.
(sign.)

Aðalgötu 16.