Gísli Elíasson fv. verksmiðjustjóri SREggert Theódórsson fv. lagestjóri SRÓkunn blómarós hjá SRStrákagöng við SiglufjörðFrá vígslu KFS 1966Togarinn Hafliði og GoðinnHaförninn "fastur í ís"

Bíó auglýsingar Grein um bíórekstur Nýja Bíó,útib.Ólafsfirði Frumvarp um bíórekstur Bíómynda fréttir Kuldi í Nýja Bíó Nýtt kvikmyndahús Siglufjarðarbíó Kvikmyndakynning Börnin og bíó Kvöld í bíó ! Bæjarpósturinn og bíó Bíó umfjöllun Bæjarpósturinn Kjartan Ó Bjarnason Björgunarafrekið Slæm umsögn M.Í.R. ofl. Nýja Bíó lagfært MÍR og bíó Bíó-fréttir

Ljósmyndasafn Steingríms, á netinu

Til forsíðu
Til baka

>LEITARVÉLIN

Hafðu samband:

Póstfangið mitt

Gefðu mér upplýsingar um nöfn sem mig vantar

Bíó-Saga Siglufjarðar: Nýja Bíó, útibú Ólafsfirði

Úr Vikublaðinu

Fimmtudagur 24. júní 1943

 

Ólafsfjarðarpóstur

Hinrik Thorarensen ekur menningarvagni sínum til Ólafsfjarðar.

Þau tíðindi gerðust í vor í Ólafsfirði að hr. Hinrik Thorarensen á Sléttu í Fljótum  gerði kauptilboð í Samkomuhús kauptúnsins, sem til þessa var félagseign  kvenfélagsins "Æskan" og íþróttafélagsins "Sameining”," sem falt var til sölu seinnipart  vetrar sl.

 

Þegar hr. Thorarensen kemur til Ólafsfjarðar til að semja um kaupin. byrjar  hann á því að sækja um leyfi til kvikmyndahúsreksturs hér í kauptúninu, og  gerir leyfið að skilyrði fyrir húskaupunum. Í hreppsnefnd var þá samþykkt með  meirihluta atkvæða að veita honum rekstursleyfi til 10 ára.

 

En hr. Thorarensen lét sér ekki nægja þetta og ítrekaði umsókn sína til hreppsnefndar og fór fram á 20 ára leyfi og forystulið beggja áðurgreindra félaga  einbeitti samtímis áhrifum sínum til þess að afla hr. Thorarensen hins umbeðna  leyfis. Eftir nokkuð þjark í hreppsnefnd, samþykkti meirihluti hennar að veita hr. Thorarensen leyfi til kvikmyndahúsreksturs til 15 ára. Enda var strax að því  loknu gengið frá sölu á samkomuhúsinu.

 

það verður að teljast ámælisvert af hreppsnefnd að veita þetta leyfi til svona  langs tíma (3 kjörtímabil um fram sitt eigið,) án þess að leita að minnsta kosti  álits almennings á opinberum fundi um málið. Má gjarna í þessu sambandi  minna á að sá meirihluti sem samþykkti leyfi þetta að lokum, voru 2 fulltrúar  Sjálfstæðismanna og sóknarpresturinn sem fulltrúi Framsóknarfélags Ólafsfjarðar  gegn atkvæðum beggja fulltrúa óháða listans, er verkamenn studdu við síðustu  kosningar.

 

Einnig virðist svo sem nokkurs þróttleysi kenni í menningu okkar Ólafsfirðinga,  að láta fjárplógsmönnum takast að nota menningarsamtök kauptúnsins, sem  áróðurstæki til þess að koma fjáraflaplönum sínum í framkvæmd og gera leyfið  að skilyrði fyrir kaupunum.

 Því má augljóst vera, að það verður ekki á færi fátækra   menningarsamtaka okkar Ólafsfirðinga að reka kvikmyndahús hér á staðnum  næstu 15 árin í samkeppni við hr. Hinrik Thorarensen á Sléttu, þó ef til vill hefði  verið mögulegt, án þeirrar samkeppni, að byrja slíkan rekstur af eigin rammleik  okkar Ólafsfirðinga.

 

Ólafsfirði á hvítasunnudag 1943, -- Sigursveinn Kristinsson.

 

Tilvitnunin "hr. Thorarensen" og tilvitnun í "Sléttu í Fljótum" er að líkindum sett fram til vanvirðingar Thorarensen. "Slétta" er nafn á sveitbæ, jörð í Fljótum, sem Thorarensen keypti og olli einhverjum öfund út af. Thorarensen var með heimilisfang sitt á Siglufirði og bjó þar, Slétta var hugsuð sem sumardvala-staður, aðalega um helgar.