Gísli Elíasson fv. verksmiðjustjóri SREggert Theódórsson fv. lagestjóri SRÓkunn blómarós hjá SRStrákagöng við SiglufjörðFrá vígslu KFS 1966Togarinn Hafliði og GoðinnHaförninn "fastur í ís"

Bíó auglýsingar Grein um bíórekstur Nýja Bíó,útib.Ólafsfirði Frumvarp um bíórekstur Bíómynda fréttir Kuldi í Nýja Bíó Nýtt kvikmyndahús Siglufjarðarbíó Kvikmyndakynning Börnin og bíó Kvöld í bíó ! Bæjarpósturinn og bíó Bíó umfjöllun Bæjarpósturinn Kjartan Ó Bjarnason Björgunarafrekið Slæm umsögn M.Í.R. ofl. Nýja Bíó lagfært MÍR og bíó Bíó-fréttir

Ljósmyndasafn Steingríms, á netinu

Til forsíðu
Til baka

>LEITARVÉLIN

Hafðu samband:

Póstfangið mitt

Gefðu mér upplýsingar um nöfn sem mig vantar

Bíó-Saga Siglufjarðar: Bæjarpósturinn

Úr Vikublaðinu

1948-1952

 

Mjölnir 27. október 1948  

Bæjarpósturinn

Siglufjarðarbíó hefur nú hætt  sýningum. Alþýðuhúsið hefur  verið leigt í vetur, Konráði Guðmundssyni veitingamanni. Mun  hann halda þar dansleiki, leigja  það fyrir samkvæmi, ýmsar  skemmtanir og fundi. 

Mjölnir 17. nóvember 1948

Bæjarpósturinn

"Bíógestur" sendir eftirfarandi hugleiðingu : -

"Mig langar til að biðja Bæjarpóstinn fyrir umkvörtun um þann sið bíóanna hérna, að sýna allar mögulegar myndir plús aukamyndir  fyrir hærri aðgangseyri en þrjár  krónur, sem er hið venjulega  bíógjald.

Ég held, að þessi siður  hafi ekki verið tekinn upp hér  fyrr en í sumar, og mér er nær  að halda, að hann tíðkist ekki  annarstaðar, td. í Reykjavík.

Venjulegur aðgangseyrir er  kr. 3,00 að mynd, sem stendur  1½ - 2 tíma.

Með því að sýna  nokkrar aukamyndir með aðalmynd, sem stendur í klukkutíma  og þrjú korter til tvo tíma, tekst  bíóunum hér að teygja sýninguna fram yfir kl. 11, sé um kvöld  sýningu að ræða og taka þau  þá kr. 4,50 eða meira, í aðgangseyri af hverjum bíógesti.

Vel má  vera að þetta sé löglegt, en engu  að síður kalla ég það bara plat.  Standi sýningin í tæpa tvo tíma,  kostar kr. 3,00 að horfa á hana,  en standi hún nokkrar mínútur  fram yfir tvo tíma kostar það  þriðjungi meira.

Sannast að segja finnst mér, að vegna þess, hvernig bíóin hér  eru samanborið við góð bíóhús  annarsstaðar á landinu, ætti aðgangseyririnn að vera lægri hér,  en ekki hærri, eins og hann er,  þegar sá háttur er hafður á,  sem hér hefur verið minnst á."

Fjöldi manna mun vera sammála "Bíógesti" um þetta mál,  og ættu þeir, sem annast bíórekstur hér, að taka það til athugunar.

Mjölnir 9. mars 1949

Bæjarpósturinn

Rakarinn frá Sevilla. ­Fjöldi manns hefur beðið Bæjarpóstinn fyrir þá orðsendingu til  forráðamanna Nýja-Bíós, að  þeir fái hingað Ítölsku myndina  Rakarinn frá Sevilla, en það er  hinn heimsfrægi söngleikur  Rossinis. Mynd þessi hefur undanfarið verið sýnd í Reykjavík.  - Aðalhlutverk myndarinnar  syngja frægustu söngvarar Ítalíu, eins og F. Tagliavini og Títo  Gobbi. - Hljómsveit og kór  konunglegu óperunnar í Róm  annast einnig flutning söngleiksins. - Það væri vissulega mikill  viðburður í menningarsögu  þessa bæjar, ef bæjarbúum gæfist kostur á að sjá og heyra  Rakarann frá Sevilla á kvikmynd.

Mjölnir 20 apríl 1949

Bæjarpósturinn

Rakarinn frá Sevilla. - Nú  hefur Nýja-Bíó fengið stórmyndina "Rakarinn frá Sevilla."  Er þessi kvikmynd gerð eftir  óperunni Rakarinn frá Sevilla  eftir tónskáldið Rossini. Þessi  mynd mun vera sú fyrsta, sem  í tónum og tali sýnir óperuna  eins og hún birtist á leiksviðinu.  - Þessi mynd verður sýnd á  Sumardaginn fyrsta kl. 9. ­Mjölnir vill hvetja fólk til að sjá  þessa, mynd, þar sem hún má  teljast menningarviðburður hér  í bæ.

Mjölnir 14. september 1949

Bæjarpósturinn

Góðar kvikmyndir. - Undan  farið hafa bíóin hér sýnt heldur  .góðar kvikmyndir. Má þar fyrst  nefna Hamlet, myndina sem  byggð er á hinu fræga samnefnda leikriti W. Shakespeare  Var hún sýnd í Siglufjarðarbíó  en þó undarlegt sé, þá var aðsókn að myndinni afar slæm.  Virðist svo sem Siglfirðingar  hafi minni áhuga fyrir þessari  stóru mynd en Reykvíkingar, en  þar var hún stöðugt sýnd fyrir fullu húsi í 60-70 skipti.

Önnur ágæt mynd var sýnd hér, í Nýja  Bíó, og er það myndin Vesalingarnir, sem byggð er á sögu V.Hugo, Vesalingarnir. Það er orðið sjaldgæft að sjá góðar kvikmyndir, því undanfarið hefur svo að segja ekki verið um  annað að ræða en amerískar  gangstermyndir og Hollyvooddellu.

Mjölnir 7. júní 1950

Bæjarpósturinn

Siglufjarðarbíó hefur nú  tekið til starfa. Alþýðuhúsið  hefur verið leigt Gísla Þ. Stefánssyni, hótelstjóra, og ætlar  hann að reka það sem kvikmyndahús, a.m.k. yfir sumarmánuðina.

Ýmsar smávegis  breytingar hafa verið gerðar á  húsinu, og sett hefur verið nýtt  gólf í það. Aðgöngumiðasalan  hefur verið minnkuð og þiljuð  snoturlega að  innan.

Þá var einnig  ákveðið, að allt húsið yrði málað, en engin málning hefur  verið fáanleg, svo að af því  hefur ekki getað orðið. Siglufjarðarbíó hefur komist í góð  sambönd með myndir, svo  vænta má, að það geti sýnt  góðar myndir a.m.k. öðru  hvoru.

Mjölnir 5. júlí 1950

Bæjarpósturinn 

Siglufjarðarbíó sýnir á næstunni kvikmyndina Herlæknirinn.

Aðahlutverk leika Clark  Gable, Laia Turner, Anne  Baxter og John Hodiak. ­

Efni myndarinnar er úr styrjöldinni. Frægur skurðlæknir  (Clark Gablé) nýtur. álits og  velgengni- í starfi sínu, en þegar,  Bandaríkin fara í styrjöldina býður hann aðstoð sína.  Hann kynnist ungri hjúkrunarkonu (Lana Turner) og þau  starfa saman á vígstöðvunum. 

Eins og að líkum lætur eru  ástarævintýri fléttuð inn í  myndina, sem endar þó á hinn  venjulega ameríska "happy end" hátt. Þegar læknirinn  kemur heim aftur til konu sinnar veit hún af og á, um ævintýri hans; en tekur þeim- skynsamlega.

En lukkan fer vaxandi eftir að hún fréttir,- að ,  hjúkrunarkonan hafi særst á  vígvöllunum og látist. Og læknirinn ákveður að hætta sínu  eigingjarna og sjálfselskufulla  líferni en fara heldur að hjálpa  þeim sem bágt eiga og konan  hans (Anne Baxter) ætlar að  hjálpa honum. - Þetta- er auðvitað amerísk mynd.

Mjölnir 21. nóvember 1951

Bæjarpósturinn 

MÍR hefur, eins og bæjarbúum er kunnugt, oft haft  kvikmyndasýninga á föstudögum. Eftirleiðis munu kvikmyndasýningar félagsins verða  á þriðjudögum, a.m.k. fyrst um  sinn.

Mjölnir 13. febrúar 1952

 

Bæjarpósturinn

Góðar kvikmyndir eru nú  sýndar í ýmsum kvikmyndahúsum Reykjavíkur, eða hafa verið sýndar nýlega. Má nefna  þeirra á meðal hinar heimsfrægu myndir Stromboli og Sigurboginn, báðar með Ingrid Bergman, og líka hina mjög  rómuðu ítölsku mynd, Beiskar  uppskerur og dönsku myndina  Við viljum eignast barn.

Allt  munu þetta myndir, sem rísa  eins og gnæfandi fjöll yfir 1ágsléttueyðimörk hollývúddskra daður- og glæpamynda, að ógleymdum kúrekunum, þessum  "hestsbaksríðandi" menningarfrömuðum villta westursins. 

 

Ekki skal öðru trúað, en Siglfirskir bíógestir kynnu að meta  með þakklæti þá framtakssemi  Nýja Bíós hér, ef það útvegaði  sér þessar myndir, því eflaust  er hagkvæmara fyrir það að fá  húsfylli á góða, mynd tvö, þrjú  skipti, en sýna lélega mynd fyrir sárafáum gestum fjögur,  fimm skipti.

Og um leið sýnir  það viðleitni til að gegna því  menningarhlutverki, sem kvikmyndahús óneitanlega á að  gegna.

Hitt er rétt að viðurkenna, að íslensk kvikmyndahús eiga oftast í erfiðleikum  með að gegna þessu hlutverki,  því þótt viljinn sé nægur, eru  ótal höft og hömlur, sem hindra  að hann nái fram að ganga,  þ.á.m. hið frekjulega framboð  ruslkvikmynda frá Bandaríkjunum og, einkennileg stirfni í  viðskiptum við kvikmyndafélög  Evrópu.

Fólk hefur stundum að undanförnu verið með umtal út af  því, að kalt sé í Nýja Bíó á  sýningum. Er það auðvitað ófært. En því hlýtur að vera auðvelt að kippa í lag og endurtekur sig vonandi ekki oft framvegis.