Enn um Rauðku | Rauðkumál | Bæjarstjórn og Rauðka | Meira um Rauðku | Rauðkuhneiskli | Deilan um Rauðku | Rauðkumálið enn | Enn um Rauðkustjórn | Endurbygging Rauðku | Verður Rauðka stækkuð | Schiöth og Rauðka

>>>>>>>>>>> Enn um Rauðku

 

Til forsíðu
Til baka




Ljósmyndasafn Steingríms
á netinu.

Steingrímur Kristinsson Siglufirði
G-892-1569
S-467-1569

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Siglfirðingur 18. maí 1945

Enn um Rauðku

 

Með því að undanfarið hafa verið á sveimi, alls kyns sögur um óstarfhæfni Rauðkustjórnar o.fl. þykir rétt skýra þetta með nokkrum orðum. Eins og öllum er kunnugt hafa undanfarið verið háværar deilur um það, hvort janúarkosin stjórn eða 4. apríl kosin stjórn væri lögleg eða ekki. Má á næstunni vanta dómsúrskurðar um þetta mál og er það þá væntanlega úr sögunni.

 

Hitt hlýtur svo öllum vera ljóst, með samþykkt sinni 20. apríl, hefur bæjarstjórnin falið hinni síðast kosnu stjórn fara með mál verksmiðjunnar þar til úrskurður er fallinn. Starfar hún á ábyrgð bæjarstjórnar og getur vitanlega ekkert aðhafst nema með vilja meirihluta bæjarstjórnar,í einu og öllu.

 

Þeirri borgaralegu skyldu að starfa í þessari nefnd höfum við hlýtt, Gunnar Jóhannsson, undirritaður og Ragnar Guðjónsson, en þeir Sveinn Þorsteinsson og varamaður Erlendur Þorsteinssonar hafa ekki fundið hjá sér ástæðu til að mæta á þeim fimm fundum, sem þessi stjórn hefur haldið síðan 20. apríl. Tel ég að störf þessi hafi gengið sæmilega, en um það munu bæjarbúar geta dæmt siðar.

 

Með því nýlega hafa verið bitir reikningar Skeiðsfossvirkjunarinnar, og lagðir fram reikn­ingar hafnar- og bæjarsjóðs, er ekki úr vegi birta nokkrar helstu tölur í sambandi við lán­töku vegna endurbyggingar Rauðkuverksmiðjunnar. Tekin hafa verið og verið er ganga frá eftirtöldum lánum:

 

  1. Gegn 1. veðrétti í Rauðku 2.5 miljónir króna til 20 ára með 4,1/2% vöxtum hjá Tryggingarstofnun ríkisins í Reykjavik.

  2. Gegn 2. veðrétti 1. miljón krónur víxillán hjá Útvegsbanka Íslands h.f. í Reykjavik, með 5,1/2% vöxtum til allt að 15 ára.

  3. Gegn 3. veðrétti 1.5 miljón krónur skuldabréfaláni til allt að 15 ára með 4% vöxtum með ábyrgð ríkissjóðs.

  4. Gegn 4. veðrétti ábyrgð Sparisjóð Siglufjarðar, lán upphæð, ½ miljón krónur gegn bankavöxtum. Auk þess hafa selst skuldabréf með bæjarábyrgð fyrir ca. 90 þúsund krónur og er von á því, sala á þessum skuldabréfum aukist miklu á sumri komanda.

 

Um kostnaðaráætlun þá er gerð var í upphafi skal það tekið fram, að hún hefur að öllu leyti staðist Enda þótt verksmiðjan verði nokkuð dýrari en áætlað var í byrjun, stafar það af hækkuðum grunnkaupstaxta og vísitölu ásamt því, vegna efnisleysis í landinu varð að steypa síldarþróna og ganga svo frá henni, hún er nú varanlegt mannvirki með hverfandi viðhaldskostnaði, en í byrjun var ætlast til, að hún yrði úr timbri.

 

Um afkastamöguleika verksmiðjunnar er á þessu stigi ekkert hægt að fullyrða, og er það því hreint út í bláinn er blaðið Einherji tilkynnir með gleiðgosalegu leyti að í sumar verði afköst verksmiðjunnar 7-8 þúsund mál á sólarhring. Hitt er svo annað mál, að vonir þeirra, sem að mannvirki þessu hafa staðið, standa til þess afköstin verði talsvert yfir 5 þúsund mál á sólarhring.

 

Það má gleðja bæjarbúa, sem allir hafa sem eins fylgt endurbyggingunni með áhuga og eftirvæntingu með því heita má nær allar vélar er þurfti fá frá útlöndum og ekki var hægt smíða innanlands, liggja nú á Reykjavíkurhöfn og eru væntanlegar hingað í lok þessa mánaðar. Hafa hinir ötulu framkvæmdarstjórar Rauðku, Snorri Stefánsson og H.f.Héðins, Sveinn Guðmundsson fullvissað stjórnina um það, svo mikill mannafli verði látin starfa við verksmiðjubygginguna dag og nótt frá þeim tíma og þar til verksmiðjan er fullsmíðuð, að hún geti verið fullbúin fyrir komandi síldarvertíð. Varahlutir þeir, sem enn vanta til landsins eins og tannhjól. keðjuhjól, keðjur þurrkarahringir og skilvindur, er allt komið í skip í New York og væntanlegt hingað fyrir miðjan næsta mánuð.

 

Útgjöld verksmiðjunnar vegna endurbyggingarinnar fram að þessum degi hafa verið eins og hér segir:

 

  1. Greitt H.f. Héðni, Reykjavík fyrir vélar og fleira kr 1.5 miljón.

  2. Greitt fyrir skilvindur frá Svíþjóð kr. 175 þúsund.

  3. Greidd vinnulaun hér kr. 825 þúsund

  4. Greidd fyrir innlend og erlend efni   kr. 900 þúsund, eða samtals.3.4 miljónir króna.

Telst sérfræðingum til að kosta muni 1 miljón krónurstækka þessa verksmiðju í 10 þúsund mála afköst á sólarhring.

A. Schiöth.