Enn um Rauðku | Rauðkumál | Bæjarstjórn og Rauðka | Meira um Rauðku | Rauðkuhneiskli | Deilan um Rauðku | Rauðkumálið enn | Enn um Rauðkustjórn | Endurbygging Rauðku | Verður Rauðka stækkuð | Schiöth og Rauðka

>>>>>>>>>>> Bæjarstjórn og Rauðka

 

Til forsíðu
Til baka




Ljósmyndasafn Steingríms
á netinu.

Steingrímur Kristinsson Siglufirði
G-892-1569
S-467-1569

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Mjölnir 18. apríl 1945

Bæjarstjórnin og Rauðkustjórnin.

 

Það hefur lengst af staðið mikill styr um Rauðku hér á Siglufirði. Þegar Gooseignirnar voru keyptar 1931 voru um Það harðar deilur. fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn voru því mótfallnir, Framsóknarflokkurinn var klofinn um málið og sama máli gegndi um Krataflokkinn.

 

En Kommúnistaflokkurinn stóð þar heill og óskiptur og beitti harðfylgi til koma málinu fram. Þormóður Eyjólfsson var einnig eindregið fylgjandi kaupunum og var samvinna milli Kommúnistaflokksins og hans um að koma kaupunum fram.

 

Eftir langar og illvígar deilur fór það þó svo, bærinn keypti þessa dýrmætu eiga fyrir einar 180 þúsund krónur. Þegar átti svo fara ráðstafa Rauðku sýndi það sig fljótt leiðir skildu milli kommúnista og Þormóðs Eyjólfssonar. Kommúnistar vildu láta bæinn reka, verk­smiðjuna, en Þormóður vildi fljótlega láta bæinn selja hana.

 

Kommúnistar áttu ekki nema tvo menn í bæjarstjórn og fengu litlu ráðið. Fyrstu árin var verksmiðjan leigð, en 1938 hafði kommúnistum mikið aukist fylgi í bænum. Kratarnir voru hræddir við fylgisaukningu kommúnista og vaxandi róttækni fólksins og reyndu láta lita svo út, sem þeir væru skána.

 

Við bæjarstjórnarkosningarnar í ársbyrjun 1938 stilltu kommúnistar og kratar upp sameiginlegum lista og tóku meirihluta í bæjarstjórn, og þá beittu kommúnistar sér strax fyrir að bærinn ræki verksmiðjuna og síðar hún yrði stækkuð.

 

Kratar féllust strax á þetta en voru þó linir í sóknum eins og oftar. Á árunum 1938 og 1939 voru töluverðir fjárhagsörðugleikar, þó tókst útvega loforð um lánfé til stækka verksmiðjuna og tilboð í allar vélar. En strax urðu harðar deilur um hvort rétt væri að stækka. Siglfirðingar urðu þó svo segja allir sammála um stækkunina, nema Þormóður Eyjólfsson og örfáir með honum.

 

Undir forustu Sósíalistaflokksins og hans manna var háð harðvítug barátta um stækkun Rauðku, haldnir borgarafundir, safnað undirskriftum undir áskorun til ríkistjórnarinnar um veita leyfi fyrir stækkuninni og allt sem hægt var. Kratarnir voru með í þessari baráttu, sumir talsvert áhugasamir en aðrir hálfvolgir.

 

Það var við ramman reip að draga, þar sem þurfti undir ríkisstjórn semja. Forusta Framsóknarflokksins Reykjavik barðist gegn málinu og Sjálfstæðismaðurinn í sæti atvinnumálaráðherra var því einnig andvígur. Um afstöðu forystumanna Alþýðuflokksins var allt á huldu fyrst, en ekki var stækkunarleyfið veitt og framkvæmdastjóri ríkisverksmiðjanna og einn aðalforustumaður Alþýðuflokksins í Reykjavik fóru til Noregs og sölsaði undir ríkisverksmiðjurnar tilboðið til Rauðku um vélar og lán.

 

Til málamynda leyfði svo ríkisstjórnin eftir marga mánuði Rauðka yrði stækkuð upp í 2.500 mál, en þá var allt um seinan, svo skall stríðið á, Rauðka var ekki stækkuð, en allar síldarverksmiðjur í landinu stórgræddu.

 

Hefði Rauðka verið stækkuð fyrir stríð, væri Siglufjarðarbær nú ríkasti bærinn á öllu landinu, þó ekki tjói ræða um það nú. Við síðustu bæjarstjórnarkosningar tapaði hinn sameiginlegi listi Sósíalistaflokksins og kratanna meirihlutanum, vegna fylgishruns og álitsleysis kratanna, sundurleitur meirihluti afturhaldsins var myndaður og ýmsir innan hans vildu þá selja Rauðku, þ.á.m. mun hafa verið Guðmundur Hannesson bæjarfógeti, en það var hvorttveggja ekkert kauptilboð kom í verksmiðjuna og einnig hitt, að almenningsálitið í bænum var ekki breytt og allur almenningur því fylgjandi bærinn ræki verksmiðjuna og stækkaði hana.

 

Þá söðlaði Guðmundur Hannesson um og tróð sér inn í Rauðkustjórn og lést nú vera ákafur í stækka. Óli Hertervig bæjarstjóri neitaði sitja í Rauðkustjórn með Guðmundi og annar Sjálfstæðismaður var kosinn í stjórnina.

 

G.H. byrjaði svo sinn feril í Rauðkustjórn með því troða sér í formannssæti, fór til Reykjavíkur í fyrravetur og sat þar í hálfan fjórða mánuð. Ekki er vitað um að mikil frægðarverk liggi eftir hann í þessum langa túr, en ferðakostnaður varð mikill.

 

G.H. hafði átt leiðinlegan þátt í því áður að reyna koma Rauðku í veð fyrir skuldum bæjarins. Það þurfti því fá veðleyfi fyrir verksmiðjuna, en ríkisstjórnin hafði aldrei ætlað taka veð í verksmiðjunni, svo veðleyfið var auðsótt.

 

Þá þurfti fá lán til stækkunarinnar, upplýsingar voru fyrir hendi um að Tryggingarstofnun ríkisins lægi með mikið fé og gegnum pólitísku flokkana var fyrirhafnarlaust fengið loforð fyrir að hún lánaði Rauðku tvær og hálfa milljón krónur.

 

Ekki vann G.H. því máli, heldur allt aðrir menn. Til viðbótar þessu fé var reiknað með þyrfti 2 milljónir króna, ekki tókst G.H. útvega þetta fé, en réði málafærslumann í Reykjavik til útvega það og ganga frá láninu hjá Tryggingarstofnuninni og eru ómakslaun mannsins 90 þúsund krónur.

 

Ekki skulu hér gerðar að umtalsefni, sögur Jónasar frá Hriflu um mútustarfsemi í sambandi við þessa samninga en látið nægja benda á, hagstæðir eru samningarnir um greiðslu ómakslaunanna ekki, fyrir Rauðku.

 

Eitt af verkum G.H. í þessari suðurferð var það, að semja um við lánveitanda, að lóðarsamningur Rauðku skyldi vera um 100 króna árásleigu, þrátt fyrir að meirihluti Rauðkustjórnar og bæjarstjórnar ætluðust til Rauðka greiddi venjulegt lóðargjald.

 

Þá hefur G.H. allan tímann fjandskapast við Áka Jakobsson og Þórodd Guðmundsson, þó vitað væri, einmitt þessir menn gengu best fram í útvega hjá Alþingi ríkisábyrgð fyrir lánum Rauðku og líklegt ábyrgðin hefði alls ekki fengist án stuðnings og harðfylgis þeirra í þinginu.

 

Það er engu líkara en G.H. telji Rauðka og bærinn séu tveir fjandsamlegir aðilar, sem hljóti berjast og bítast um alla hluti, og hann hefur trúlega fjandskapast við bæjarstjórn, farið á bak við hana og ástundað allskonar naglaskap í hennar garð og þó sérstaklega í garð bæjarstjóra. En það má segja G.H. hafi verið lítið betri í samstarfi við hina Rauðaustjónarmennina og hvað eftir annað hundsað þá og sýnt þeim fyrirlitningu, t.d, sent símskeyti og undirskrifað þau Rauðkustjórn, en ekki borið skeytin fyrst undir stjórnina. Þetta er auðvitað fullkomið siðleysi í samstarfi.

 

Pantanir og samningagerðir fyrir Rauðku hefur auðvitað framkvæmdastjórinn séð um langmestu leyti, enda er hann sérfræðingur í slíkum málum en G.H. þekkingarlaus. Allt brölt G.H. í máli þessu er gert til slá sér upp i augum almennings, því næsta ár er hann búinn ná aldurstakmarki embættismanna, en þá er meiningin biðja Siglfirðinga skora á ríkisstjórn lofa honum lafa áfram i embættinu.

 

Maðurinn vissi hvað illa hann er liðinn í bænum, bæði fyrir stjórn sína á kaupstaðnum meðan hann var bæjarstjóri og bærinn var fjárhagslega á vonarvöl á miklum fjárausturs ­og peningaveltutímum, en sjálfur varð G.H. vellríkur maður, með leiðinlegu lóðabraski ofl.,o.fl., og einnig fyrir hina fjandsamlegu afstöðu sína til verkalýðshreyfingarinnar

 

Allir menn sjá, stjórn milljónafyrirtækis, sem bærinn verður hafa gott samstarf við bæjarstjórn, en það verður aldrei ef G.H. verður í Rauðkustjórn. Hvað sem deilum líður um lögmæti þeirrar kosningar, sem fram fór á Rauðkustjórn 17. jan. s.l., þá verður G.H. að fara úr stjórninni, hann hefur þar fyrirgert trausti manna og bæjarstjórn hefur á sínu valdi hverja hún hefur í stjórn fyrirtækja sinna. Nú eru líkur til Rauðka verði tilbúin fyrir næstu vertíð og svo liggur fyrir að stækka hana enn meira. Um það þarf verða samheldni og samstarf. Maðurinn, sem stendur í vegi fyrir þeirri samheldni, er G.H. Þess vegna verður hann víkja.