Deilurnar um Rauðku
Frá því 1938, að fyrst hófust umræður um að stækka síldarverksmiðju bæjarins eða byggja nýja, hafa staðið um það harðvítur endurbyggingar “Rauðku” höfugustu deilur.
Aðal andstöðumaður hefur verið, Þormóður Eyjólfsson frá byrjun. Í fyrstu naut hann að nokkru stuðnings flokksmanna sinna, og hafði samúð þeirra, sem aldrei þora að leggja í stórtækar framkvæmdir eða skortir djörfungu til þess að leggja í framkvæmdir, sem skara fram úr hversdagsleikanum.
Með aðstoð utanbæjarmanna tókst honum að korna í veg fyrir endurbyggingu verksmiðjunnar 1939. Málið var þó komið svo langt þá, að mótstöðumenn þess þorðu ekki annað en að gera allt sem þeir gátu til þess að skaffa útgerðarmönnum og sjómönnum álíka verksmiðju.
Þó að hann “kulaði” 1939 á síldárvertíðinni, var það ekki nóg til þess að koma í veg fyrir langvarandi löndunarbið síldveiðiskipanna. Forstjóri Síldarverksmiðja ríkisins var ásamt einum bankastjóra Útvegsbankans sendur til Noregs til þess að notfæra sér þá möguleika til bygginga á verksmiðju, sem forráðamenn “Rauðku” hefðu fundið og ætluðu að hagnýta.
Árangurinn af þeirri ferð var bygging nýrrar verksmiðju á Raufarhöfn. Fyrrverandi framkvæmdastjóri ríkisverksmiðjanna, Jón Gunnarsson, var það hreinskilinn, að hann viðurkenndi þetta, og segir í einni af ársskýrslum sínum um starfsemi ríkisverksmiðjanna, að bygging verksmiðjunnar á Raufarhöfn hafi beinlínis orðið til, og komist í framkvæmd vegna deilnanna um byggingu “Rauðku.”
Þáverandi formaður stjórnar S.R., Þormóður Eyjólfsson, hafði enga hugkvæmni, að því er virðist, til þess að finna þessa leið til stækkunar. Málið um stækkun “Rauðku” lá niðri um hríð, en allir möguleikar athugaðir Forráðamönnum “Rauðku” hugkvæmdist að láta smíða meginvélar verksmiðjunnar hér heima.
Málið var rætt, undirbúið og samþykkt. Ennþá hafði Þormóð Eyjólfsson skort hugkvæmni, þrátt fyrir langa starfsreynslu til þess að benda á þessa leið. Deilurnar um endurbyggingu Rauðku færðust enn til Reykjavíkur. Þormóður fékk málpípu í Jónasi frá Hriflu, sem færði andstöðu hann í rómantískan búning með skáldlegum tilþrifum.
Afrek! hans í þágu bæjarfélagsins voru sýnd lesendum gegnum sterka smásjá, sem snúið var öfugt, þegar litið var á störf annarra forsvarsmanna Siglufjarðar. Gangur málsins var rakinn með sannsögulegum staðreyndum og frásögnum, sem Jónasi Jónssyni eru einum lagin og þegar landskunn. Deilum þessum lyktaði með sigri þess málstaðar, sem vildi byggja verksmiðjuna og hafa hana sem myndarlegasta. Rauðkustjórn starfaði undir forystu Guðmundar Hannessonar með það eitt takmark fyrir augum, að koma verksmiðjunni sem fyrst í starfrækslu.
Nokkur ágreiningur var um ýmsar framkvæmdir, en ekki um lokatakmark. Fulltrúarnir í verksmiðjustjórn komu sér saman um að láta þann ágreining hvíla, Þar til séð væri fyrir endann á framkvæmdum a.m.k.? Um eitt stærsta atriðið, sem mestur ágreiningur var um, varð þó ekki vart við ágreining þeirra, sem nú standa að úlfúðinni um kosning Rauðkustjórnar. Það mál hefur enn ekki verið ráðið til lykta og verður látið órætt hér.
Margir, ef ekki allflestir, eru þeirrar skoðunar, að eðlilegt hefði verið að þeir menn, sem unnið hefðu að undirbúningi byggingar verksmiðjunnar, sætu áfram í stjórn verksmiðjunnar þar til byggingu hennar væri lokið. Enda að mörgu leyti eðlilegt, að þeir báru ábyrgð á því verki. sem hófst undir forustu þeirra. hver að svo miklu leyti, sem hann vildi. Þessa skoðun virðast þeir hafa haft, sem sátu fund bæjarstjórnar 17. janúar s.l. og endurkusu stjórn verksmiðunnar óbreytta.
Velflestir munu hafa álitið, að nógar deilur hefðu þegar orðið um þetta fyrirtæki og að nýjar deilur mundu aðeins skapa óþarfa erfiðleika og vantraust ókunnugra á mátt Siglfirðinga til þess að sjá fótum sínum forráð.
Það er vitað, að Þormóður Eyjólfsson vildi allt til vinna að koma fyrri einkavini sínum Guðmundi Hannessyni úr Rauðkustjórn, hvort sem það kann að stafa af því, að honum finnist hann hafa brugðist þeim vonum, sem hann gerði sér um störf hans þar, eða af einhverju öðru, skal látið ósagt.
Hitt er víst, að hann hefur lagt mikla orku í það að vinna nægjanlegt fylgi til þess að koma honum þaðan. Hefur honum borist óvæntur stuðningur og úr ólíklegustu áttum. Bæjarstjóri og Þóroddur Guðmundsson, hafa nú tekið höndum saman við Þormóð til þess að vekja nýjar deilur um Rauðku.
Í þetta skipti um kosningu á stjórn hennar. Allra bragða er neytt til þess að ónýta kosninguna frá 17. janúar s.l. Fáránlegir úrskurðir kveðnir upp og stofnað til hatrammra deilna, sem ekki verður séð fyrir endann á.
Afstaða Þormóðs er skiljanleg. Fyrir honum hefur ávallt vakað að skapa sem mest vandræði kringum byggingu “Rauðku” og helst koma í veg fyrir hana. Bestu leiðina telur hann vafalaust þá að vekja sem mestar deilur, tortryggni og trúleysi valdamanna í þjóófélaginu á samheldni Siglfirðinga um málið. Honum er sama hvaða deilur skapast um málið, bara deilur og illindi. Það kann síðar að leiða til þess, sem hann óskar, en það eru yfirráðin yfir verksmiðjunni úr höndum bæjarstjórnar, þar sem ekkert útlit er fyrir að takast megi að koma í veg fyrir byggingu hennar.
Afstaða Þórodds er tæplega skiljanleg, nema það vaki fyrir honum að skapa sem mest pólitískt öngþveiti innan þess meirihluta, sem að nafninu til styður núverandi bæjarstjóra. Mundi það að vísu sterkur leikur til þess að sanna fyrirsögn A-lista manna um það öngþveiti, sem hlyti að skapast ef hin sundurleita hjörð, sem skipaði þrjá listana við seinustu kosningu fengi meirihluta.
Í stórmáli sem þessu, er það vítavert ábyrgðarleysi að láta pólitískar spekulationir ráða aðgerðum. Það verður vart talinn fullur skilningur á þessari afstöðu hans, þó að mágur hans hljóti sæti í Rauðkustjórn. Að vísu hafa ýmsar aðgerðir hans í seinni tíð borið þess merki, að þær stjórnast af sæmilegum þroskuðum “fjölskyldusjónarmiðum” og má vel vera að þetta hvortveggja hafi ráðið afstöðu hans í þessu máli.
Afstaða bæjarstjórans er hinsvegar algerlega óskiljanleg. Hlutverk hans er að gæta sem best að áliti bæjarins og bæjarstjórnar, skapa þá einingu, sem unnt er að fá um framkvæmd stórmála. Það væri ákaflega skiljanlegt, þó að hann beitti pólitískri hörku og tefldi jafnvel á tæpasta vaðið, ef hann teldi pólitíska andstæðinga standa í vegi fyrir framfaramálum, sem hann hefði áhuga á að framkvæma.
Hér virðist farið þveröfugt að. Um það verður ekki deilt, að allir 9 bæjarfulltrúar, sem mættu á fundinum 17. janúar voru sammála. Þá vantaði að vísu 4 aðalfulltrúa, en það vantaði einnig 3 aðalfulltrúa á þennan fund. Fjórir af 9 fulltrúum, sem mættu, þar af þrír aðalfulltrúar og meðal þeirra varaforseti bæjarstjórnar, og flokksbróðir bæjarstjórans, voru andvígir þessari endurkosningu, sem þeir telja ólöglega. Bæjarstjóri virðist því hér vinna að sundrungu bæjarstjórnar en ekki sameiningu.
Enginn vafi er á því, að þessar deilur vekja athygli um land allt. Þær ýta undir það álit, sem fjandmenn Siglfirðinga hafa reynt að skapa, að Siglfirðingar ættu bágt með að vera sammála um neitt, nema vitleysuna, eins og einn andstæðingur Rauðkumálsins lét orð falla á Alþingi.
Fulltrúar Alþýðuflokksins, sem um þetta mál fjalla í bæjarstjórn, hafa ásamt tveimur bæjarfulltrú um öðrum neitað að taka þátt í þessum hráskinnaleik. Þeir hafa boðið upp á það að leggja það undir úrskurð ríkisstjórnarinnar, hvort kosningin frá 17. janúar væri lögleg eða ekki. Ef það reyndist, að hún væri ólögleg mundu þeir að sjálfsögðu taka þátt í nýrri kosningu.
Þegar á það er litið, að af 9 bæjarfulltrúum eru a.m.k. 6, sem telja sig eindregna fylgismenn núverandi ríkisstjórnar, virðist það harla einkennilegt, að þeir ekki skuli vilja sætta sig við þann úrskurð, sem hún kynni að kveða upp um þetta atriði.
Atkvæði voru að vísu ekki greidd um þessa tillögu, því að forseti úrskurðaði hana frá, sem málinu óviðkomandi! Þegar vitað var að þessir fjórir fulltrúar mundu ekki taka þátt í kosningunni, notuðu samstarfsmenn Alþýðuflokksins við seinustu bæjarstjórnarkosningar á A-listanum tækifærið, til þess að útiloka fulltrúa Alþýðuflokksins frá sæti í Rauðkustjórn, við þá kosningu, sem þeir töldu löglega.
Ætla mætti ef hugur hefði fylgt máli hjá þessum fagurmælandi meirihluta um einingu við kosningar í Rauðkustjórn, og þar,sem það var látið fylgja með, að endurkosningin ætti einungis fram að fara, til þess að koma fógetanum úr verksmiðjustjórninni hefði ekki verið látið sitja við orðin tóm.
Úrskurði forseta hefur verið áfrýjað til félagsmálaráðuneytisins, og er beðið eftir endalokum málsins þar. Minnihlutinn telur enga vafa á því að úrskurður Þormóðs og aðfarir á bæjarstjórnarfundi eru þannig, að þær finna enga stoð í lögum.
Allur þorri Siglfirðinga er sömu skoðunar. Siglfirðingum þykir það líka illa farið, að enn skuli stofnað til deilna í sambandi við þetta mál, og fáir munu vera á þeirri skoðun, að það sé giftudrjúgt fyrir endurbyggingu Rauðku, eða málstað hennar að sækja hollráð til Þormóðs Eyjólfssonar eða hlíta forystu hans. |