Enn um Rauðku | Rauðkumál | Bæjarstjórn og Rauðka | Meira um Rauðku | Rauðkuhneiskli | Deilan um Rauðku | Rauðkumálið enn | Enn um Rauðkustjórn | Endurbygging Rauðku | Verður Rauðka stækkuð | Schiöth og Rauðka

>>>>>>>>>>> Verður Rauðka stækkuð

 

Til forsíðu
Til baka




Ljósmyndasafn Steingríms
á netinu.

Steingrímur Kristinsson Siglufirði
G-892-1569
S-467-1569

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Mjölnir 19. desember 1945
Verður Rauða stækkuð í 10 þúsund mál?

 

Á síðasta bæjarstjórnarfundi var samþykkt eftir tillögu Rauðkustjórnar að stækka Rauðku upp í 10 þúsund mála afköst á sólarhring og leita ríkisábyrgðar fyrir tveggja milljón króna viðbótarláni í því skyni. Samþykkt var of óska eftir því við þingmann Siglufjarðar, Áka Jakobsson, að hann flytti málið á Alþingi.

 

Tillagan um stækkunina var flutt af 6 bæjarfulltrúum, en fulltrúi D-listans og fulltrúar Alþýðuflokksins sáu sér ekki fært að vera meðflutningsmenn of tillögunni.

 

Þegar til atkvæða kom var þó tillagan Samþykkt með öllum 9 atkvæðum, hinn gamli andstæðingur Rauðku Þormóður Eyjólfsson var ekki mættur á fundinum, en varafulltrúi mættur í hans stað.

 

Það veltur a miklu fyrir Siglufjörð, hvort þessi ríkisábyrgð fáist eða ekki, því án ríkisábyrgðar eru litlar líkur til að lán fáist til að stækka verksmiðjuna. Þó tillagan um stækkun væri samþykkt með öllum atkvæðum í bæjarstjórn, vakti það tortryggni um, að ekki væri allir heilir í málinu, hvernig þrír bæjarfulltrúar héldu uppi málþófi og reyndu að draga inn á afgreiðslu þess hina gömlu deilu um Rauðkustjórn.

 

Erlendur Þorsteinsson, Kristján Sigurðsson og Axel Jóhannesson, lýstu allir yfir í umræðunum, að þeir væru fylgjandi stækkun Rauðku, en höfðu þó allt á hornum sér, sérstaklega hélt Erlendur uppi gagnrýni á Rauðkustjórn fyrir störf hennar síðastliðið sumar.

 

Erlendur á sjálfur sæti í Rauðkustjórn og ef það er nú rétt, að hann sé svo mikið vitrari en hinir stjórnarmeðlimirnir, sem hann vill vera láta, hefði það óneitanlega verið betra, að hann hefði komið með sin góðu ráð dálítið fyrr.

 

En þegar Erlendur fékk því ekki ráðið síðastliðið vor, að Guðmundur Lúther sæti í Rauðkustjórn, fór hann í fýlu og hefur ekkert starfað í stjórninni í sumar og sama máli gegnir um fulltrúa D-listans Rauðkustjórn.

 

Flestum mun því sýnast, að þessum mönnum færist síst, að gagnrýna Rauðkustjórn fyrir störf hennar í sumar. Þeim Erlendi, Axel og Kristjáni nægði ekki að halda uppi tilgangslausum deilum á fundinum, heldur fluttu þeir tillögu um að janúarkosnu Rauðkustjórninni yrðu faldar framkvæmdir.

 

Það má teljast mikið ábyrgðarleysi að vera nú að vekja á ný upp deilur um Rauðku, þegar mest ríður á, að allir hér heima í héraði standi saman um stækkunina.

 

Stækkun Rauðku er svo mikið hagsmunamál fyrir Siglufjörð, að bæjarbúar eiga heimtingu á því, að allir bæjarfulltrúarnir geri það, sem í þeirra valdi stendur, til að koma málinu fram. Siglufjarðarbær, sem mjög er aðþrengdur fjárhagslega, er það beinlínis lífsnauðsyn að stækka Rauðku og reka hana með myndarskap og hagnaði. Rauðka er fjárhagslegt fjöregg Siglufjarðarbæjar, og hans dýrmætasta eiga.

 

Það hafa lengst af verið deilur um Rauðku. Fjandmönnum Siglufjarðar tókst að hindra uppbyggingu hennar fyrir stríð. Það óhappaverk varð þess valdandi, að bærinn er mörgum milljónum fátækari en hann hefði verið annars. Eftir að bygging verkamiðjunnar var hafin, urðu miklar deilur um stjórn hennar síðastliðinn vetur, og það kostaði mikil illindi að koma út úr stjórninni einum óhappamanni, sem öllu var að hleypa í strand.

 

Það tókst þá, og þar með að bjarga verksmiðjunni og hagsmunum bæjarins. En þessar deilur tilheyra liðna tímanum, aðalatriðið nú er stækkun verksmiðjunnar, svo að hún geti orðið sem arðvænlegast fyrirtæki, til blessunar fyrir bæjarbúa.

 

Það má búast við, að það verði þungur róðurinn á alþingi að koma fram ríkisábyrgðinni eftir þær gífurlegu fjárupphæðir, sem Siglufjarðarbær hefur fengið ríkisábyrgð fyrir. Þá er það kunnara en frá þurfi að segja, hve illvíga og afturhaldssama fjandmenn Siglufjörður á, á þinginu.

 

Af þessum ástæðum er það mjög þýðingarmikið, að Siglfirðingar standi sjálfir þétt saman um stækkunina, hvað sem annars skoðunum þeirra eða skoðanamun líður að öðru leyti.

 

Annars má Erlendur Þorsteinason og Alþýðuflokkurinn hér vita það, að hann hefur aldrei, hvorki gleði né sóma af umræðum um þessa síðustu Rauðkudeilu og allra síst nú, þegar mest á ríður að sameina kraftana um það, sem mestu máli skiptir, stækkunina. Það skal ekkert fullyrt að sinni, hvernig tekst til um þessa ríkisábyrgð á alþingi, en á það má benda, að fullar líkur eru til, að þingflokkur Sósíalista muni óskiptur fylgja málinu, þá má búast að fylgi framfaramannanna í Sjálfstæðisflokknum, sem eru nokkuð margir.

 

Um Framsóknarflokksins er það að segja. að flestir þingmenn hans eru svo afturhaldssamir og haldnir af fjandskap í garð sjávarútvegsins og bæjanna, að þaðan er lítils stuðnings að vænta. Þá er það Alþýðuflokkurinn, en eins og kunnugt er hafa þingmenn hans undanfarið verið heldur skilningstregir á hagsmunamál Siglufjarðar á alþingi, að ekki sé meira sagt.

 

Nú er það augljóst mál, að Alþýðuflokksfélag Siglufjarðar heimtar einróma af þingflokki sínum, að hann fylgi óskiptur ríkisábyrgðinni fyrir Rauðku, og félagið fylgir fast eftir þeirri kröfu, þá gerir þingflokkur Alþýðuflokksins það. Því þó sumir þingmenn Alþýðuflokksins séu litlir vinir Siglufjarðar, þá er kjósendahræðsla þeirra mikil eins og titt er í minnkandi flokkum.

 

Þá er því beinlínis á valdi Erlendar að tryggja Alþýðuflokkinn á þingi með þessu mikla hagsmunamáli Siglufjarðar, - geri Erlendur það, er það honum til sóma og sennilega til meiri pólitísks ávinnings en allt hans daður við Guðmund Lúther. Alþýðuflokkurinn er að vísu langminnsti þingflokkurinn, en vel getur svo farið, að mál það, sem hér um ræðir standi svo tæpt á Alþingi, að miklu skipti, að flokkurinn verði allur með því. Þess er því að vænta, að Erlendur láti nú ekki sitt eftir liggja, sleppi fýlu sinni og hætti öllum deilum, en standi með þeim mönnum, sem forystuna hafa í þessu geysilega þýðingarmikla máli Siglfirðinga.
 

Þ.G.