Þriðjudagur
6.
febrúar
1968
Snjóskriða
féll
á
íbúðarhús
í
Siglufirði:
BARNIÐ
VAKNAÐI
-
SÁ
OG
HEYRÐI
SNJÓSKRIÐUNA
KOMA
-----
Segir
móðirin
í
samtali
við
Morgunblaðið.
Siglufirði
5.
febrúar.
AÐFARANÓTT
Og
morgun
sunnudagsins
4.
febrúar
geisaði
hér
aftakaveður
af
norðri
með
mikilli
bleytuhríð.
Snjóskriða
féll
á
íbúðarhús
númer
76
við
Suðurgötu
og
olli
stórskemmdum.
Engin
slys
urðu
á
fólki.
Í
þessu
ofviðri
fuku
þakplötur
af
húsinu
númer
58
við
Suðurgötu,
gluggar
brotnuðu
í
nokkrum
húsum
og
gúmmí-reim
á
stóru
síldarfæribandi
hjá
S.R,
slitnaði.
Tvær
minni
snjóskriður
eyðilögðu
skúra,
þar
sem
geymt
var
hey.
Það
var
um
klukkan
8.20
á
sunnudagsmorgun,
að
hjónin
Jónína
Víglundsdóttir
og
Þórir
Björnsson
rafvirki
vöknuðu
við
það,
að
elsta
dóttir
þeirra.
Gunnhildur
7
ára.
stökk
upp
í
rúmið
til
þeirra,
og
sekúndubroti
síðar
fylltist
svefnherbergið
ógnar
þrýstingi
og
hávaða.
Það
tók
hjónin
nokkur
augnablik
að
átta
sig
á
því,
hvað
væri
að
gerast
og
vissu
þau
það
raunar
ekki
fyrr,
en
Þórir
kveikti
ljós
og
sá
áð
komið
var
mikið
magn
af
snjó
inn
i
svefnherbergið.
Snjóflóð!
hrópaði
hann
til
konu
sinnar
og
dóttur
Og
þaut
áleiðu
til
herbergis
sonanna
tveggja,
Hermanns
5
ára
og
Birgis
6
ára,
en
leiðin
var
allt
annað
en
greið
þessa
tvo
til
þrjá
metra,
sem
eru
frá
svefnherbergisdyrum
þeirra
hjóna,
að
herbergi
bræðranna.
Gangurinn,
sem
fara
þarf
eflir.
var
fullur
af
snjó
og
Það
sem
verra
var,
glerbrot
voru
í
snjónum.
Að
vísu
hafði
snjór
farið
inn
til
drengjanna
en
ekki
skaðað
þá.
Þeir
höfðu
vaknað
við
hávaðann
og
voru
hræddir,
sem
von
var.
Þórir
kom
drengjunum
inn
í
svefnherbergið
til
konu
sinnar
og
fór
að
huga
að
verkfæri
eða
einhverju,
sem
hægt
væri
að
moka
með
snjónum
út
úr
svefnherberginu
svo
unnt
yrði
að
loka
dyrunum.
Því
af
gegnumtrekk,
sem
myndaðist
af
völdum
brotinna
glugga
var
stórhríð
inni
í
húsinu
ekki
siður
en
úti.
Tókst
Þóri
að
ná
í
stóran
potthlemm
og
með
honum
gat
hann
mokað
þar
til
svefn-herbergisdyrunum
varð
lokað.
Þá
fyrst
var
farið
að
huga
að
skjólbetri
fötum,
en
fjölskyldan
öll
hafði
fram
að
þessu
verið
í
náttfötunum
einum
klæða.
Fætur
þeirra
hjóna
og
hendur
voru
blóðrisa
eftir
glerbrot.
þó
ekki
alvarlega,
nema
hvað
Þórir
fékk
óþægilegan
skurð
á
annan
hælinn.
Síminn
var
týndur
einhvers
staðar
í
snjónum.
svo
ekki
varð
náð
hjálp
gegnum
hann.
Nábúi
Þóris,
Reynir
Sigurðsson,
trésmiður,
vaknaði
við
einhvern
óvenjulegan
hávaða
og
leit
út.
Sá
hann
þá
þakplötur
og
timburrusl
úr
þaki
íbúðarhúss
Þóris.
Reynir
brá
fljótt
við,
hringdi
fyrst
yfir,
en
þegar
enginn
ansaði
klæddi
hann
sig
og
fór
út.
Hann
gerði
sér
strax
grein
fyrir
því
sem
gest
hafði,
en
á
meðan
var
Þórir
að
reyna
að
komast
út
úr
íbúð
sinni
til
að
ná
í
hjálp,
en
það
var
ekki
auðvelt
í
fljótu
bragði.
því
alls
staðar
var
snjór
fyrir,
bæði
hurðum
og
gluggum,
úti
og
inni.
Reynir
byrjaði
strax
að
moka
snjónum
frá
eldhúsglugganum,
sem
Þórir
svo
opnaði.
Þeir
ræddust
við
um
ástandið,
en
síðan
fór
Reynir
inn
til
sín
og
hringdi
í
allar
áttir
eftir
.aðstoð,
sem
kom
svo
fljótt
að
furðu
sætti.
Á
meðan
fóru
hjónin
með
börnin
yfir
til
heimilis
Reynis.
Ég
frétti
ekki
af
þessu
snjóflóði
fyrr
en
búið
var
að
moka
snjónum
út
og
koma
hirðalegum
húsmunum,
sem
voru
fáir,
í
geymslu.
En
aðkoman
var
ljót
-
húsgögn
fyrir
tugi
þúsunda
mölbrotin,
gólfteppi
í
stofu
og
holi
rennblaut,
sundur-tætt
og
skorin.
Hurðir
brotnar
af
hjörum,
skilrúmsveggir
brotnir
og
farnir,
spónlagðar
plötur
á
veggjum
ónýtar
vegna
breytu.
Að
auki
var
svo
hálft
þakið
farið
af
húsinu.
Svona
mætti
lengi
telja
og
er
ekki
að
efa,
að
tjónþað
sem
þarna
hefur
orðið
skiptir
hundruðum
þúsunda
króna.
Hús
þetta
er
nýtt
og
hafði
fjölskylda
Þóris,
aðeins
búið
í
því
i
þrjá
mánuði.
Húsið
var
ekki
tryggt
fyrir
snjóflóðum,
en
Þórir
hafði
heimilistryggt
og
mun
því
fá
einhverjar
sárabætur
fyrir
skemmdu
húsgögnin.
Ég
náði
tali
af
eiginkonu
Þóris,
sem
þá
var
heima
hjá
mágkonu
sinni,
og
sagði
hún
mér
m.a.,
að
dóttir
þeirra,
Gunnhildur,
hefði
vaknað
rétt
áður
en
ósköpin
dundu
yfir
og
var
á
leið
af
salerni
þegar
hún
sá
og
heyrði
skriðuna
koma.
Hljóp
hún
í
ofboði
undan
snjónum
Sagði
Jónina
að
þau
hefðu
að
sjálfsögðu
öll
orðið
mjög
hrædd,
en
raunar
hefði
þó
allt
það
versta
verið
afstaðið
áður
en
þau
voru
almennilega
vöknuð,
því
snjóskriðan
var
ekki
nema
nokkrar
sekúndur
að
ryðjast
inn,
en
aftur
á
móti
hvein
mikið
í
vindinum
og
hríðin
smaug
um
allt
húsið.
Tekið
skal
fram
að
yngsta
barn
þeirra
hjóna
svaf
inn
í
svefnherberginu
hjá
þeim.
Jónína
vildi
þakka
tilhögun
á
innréttingu
hússins,
að
ekki
náði
meiri
snjór
inn
í
svefnherbergin
og
ekki
hvað
síst
að
húsið
er
að
hálfu
niðurgrafið
þeim
megin,
sem
að
fjallshlíðinni
snýr,
Þau
hjónin
vilja
flytja
öllum
þeim,
sem
lögðu
hönd
að
verki
við
björgun
og
bráðabirgðaviðgerð
innilegt
þakklæti.
-
Steingrímur.
|