Haförninn með olíu | Barnið vaknaði.. | Snóflóð | Karlakórinn Vísir | Haförninn í hafís | Haförninn fastur | Haförninn og hafís | Verksmiðjurnar og... | Flotanum er nauðsyn... | Með ljúfu geði | Ísuð síld söltuð | 873 síldartunnur | Snarráður ökumaður | Á Síldarmiðunum | Svipmyndir úr síldinni | Geiri og Guggan | Saltað um borð | Dælt úr Eldborg GK ofl.

>>>>>>>>>>> 873 síldartunnur

 

Til forsíðu
Til baka
Fleiri myndir




Ljósmyndasafn Steingríms
á netinu.

Steingrímur Kristinsson Siglufirði
G-892-1569
S-467-1569

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

  Þriðjudagur 10 september  1968

873 síldartunnur saltaðar úr Víkingi

Signufirði, 9. ágúst.

ALLS voru kryddsaltaðar 873 tunnur ísvarðar síldar úr vs. Víkingi í gær á  söltunarstöð Haraldar Böðvarssonar & Co., hér á Siglufirði. Síld þessi var krydduð  fyrir Sigló-verksmiðjuna og verður þar unnin í dósir eftir hæfilegan geymslutíma. Ennfremur fékk Egill Stefánsson nokkra kassa ísvarðar  síldar, en fyrirtæki hans, Egilssíld, reykir síldina og selur í smekklegum umbúðum á  markað innanlands og til Norðurlanda.

Fréttaritari Morgunblaðsins spurði Egil Stefánsson í dag um gæði þess hráefnis, sem flutt er ísvarið langleiðir í löndunarhöfn og sagði hann, að hér væri um úrvalsvöru að ræða og  hefði hann ekki í annan tíma fengið betra hráefni til framleiðslu sinnar. 

Hér eru menn á einu máli um að hið virta fyrirtæki Haraldur Böðvarssonar & Co  hafi nú varðað þann veg, sem til velfarnaðar liggur í þessari atvinnugrein, bæði  fyrir þjóðarbúið í heild og sjávarplássin, sem flest sitt eiga undir síld og síldarvinnslu  komið.     

 Stefán.

Þessa myndir tók fréttaritari Morgunblaðsins, (S.K.) á Siglufirði, er söltun var hafin  úr togaranum Víkingi sl, fimmtudag.

 

Sérfræðingar og áhugamenn söfnuðust strax á bryggjunni  og var þar síldin úr Víkingi vandlega athuguð og m.a.  þefað af henni.