Haförninn með olíu | Barnið vaknaði.. | Snóflóð | Karlakórinn Vísir | Haförninn í hafís | Haförninn fastur | Haförninn og hafís | Verksmiðjurnar og... | Flotanum er nauðsyn... | Með ljúfu geði | Ísuð síld söltuð | 873 síldartunnur | Snarráður ökumaður | Á Síldarmiðunum | Svipmyndir úr síldinni | Geiri og Guggan | Saltað um borð | Dælt úr Eldborg GK ofl.

>>>>>>>>>>> Saltað um borð

 

Til forsíðu
Til baka
Fleiri myndir




Ljósmyndasafn Steingríms
á netinu.

Steingrímur Kristinsson Siglufirði
G-892-1569
S-467-1569

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Miðvikudagur 25. september 1968 
Ljósmyndir og texti: Steingrímur

Saltað um borð í Haferninum

Haförninn, 17. september.

 

ÞAÐ hefur verið venjan hér um borð í Haferninum, að  skipverjar salti síld í eina og eina tunnu, eða kút, til heimilisins og fyrir vini og vandamenn. En nú höfum við stofn að "Söltunarfélagið Örninn" og erum  búnir að salta í rúmlega 400 tunnur, sem Niðursuðuverksmiðju S.R. á Siglufirði kaupir af okkur.

 

Við vorum búnir að fara í tvær ferðir á miðin í sumar, þegar okkur datt í hug að stofna með okkur félag og hefja söltun í stórum stíl. Hugmyndin var að selja Niðursuðuverksmiðju SR á Siglufirðir (Sigló Síld) síldina og bjarga þannig góðu hráefni frá því að fara í bræðslu.

 

Kosin var stjórn söltunarfélagsins, sem skyldi ræða við  útgerðarstjórn Hafarnarins,  væntanlegan kaupanda og Síldarútvegsnefnd.

 

Sigurður Jónsson,  framkvæmdastjóra SR  og einnig útgerðar Hafarnarins, gaf fúslega leyfi til að „Söltunarfélagið  Örninn" mætti starfa   um borð í Haferninum svo framarlega sem hagur útgerðarinnar yrði ekki  skertur að neinu leyti.

 

Samningar tókust við Gunnlaug Briem, forstjóra Sigló-síld og frá  Síldarútvegsnefnd fékkst leyfi til söltunar um borð. Var okkur þ.á ekki lengur neitt að  vanbúnaði og tókum við, til að byrja með, 200 tunnur með okkur á miðin, en nú höfum við alls saltað í rúmlega  400 tunnur.

 

Að sjálfsögðu geta ekki allir unnið við söltunina í einu, því við þurfum einnig að sinna  okkar föstu störfum um borð.

 

Við stöndum tvær fjögurra klukkustunda vaktir á sólarhring,  þegar ekki er verið að lesta bræðslusíld, þannig að um það bil þriðjungur áhafnarinnar, eða  8 menn, geta unnið í senn.

Eftir klukkan 5 á daginn bætast svo fjórir dagmenn í hópinn, auk  fyrsta vélstjóra, skipstjóra og loftskeytamanni. sem taka þátt í söltuninni, þegar tækifæri gefst.                 -  Steingrímur 

 

 

 

 

Þannig er söltunarsíldin hífð upp úr veiðiskipinu og um borð í  Haförninn. Síldin er oftast nær aðeins 3-6 tíma gömul.

 

 

 

 

Tunnurnar slegnar til að lokinni söltun

Pækilmeistarinn, Salmann að störfum.

Skipverjar hausskera síldina.

 

Síldin pækluð