Ísuð
síld
söltuð
á
Siglufirði
Togarinn
Víkingur
kom
af
Svalbarðamiðum
með
síld,
sem
fór
næstum
öll
í
söltun
Siglufirði
8.
ágúst.
UM
FIMMLEYTIÐ
í
gær-morgun
kom
til
Siglufjarðar
togarinn
Víkingur
með
240
lestir
af
ísaðri
síld
og
fór
mest
af
aflanum
í
söltun.
Er
þetta
fyrsta
síldin,
sem
söltuð
er
í
Siglufirði
í
sumar
og
menn
að
vonum
mjög
ánægðir.
Einnig
má
geta
þess,
að
mikil
bjartsýni
ríkir
um,
að
haldið
verði
áfram
þeirri
tegund
síldveiða
sem
Víkingur
stundar.
Fréttaritarar
Morgunblaðsins
á
Siglufirði
sögðu
í
gær,
að
Víkingur
hefði
komið
með
90
lestir
af
sjö
sólahringa
gamalli
síld
og
150
lestir
af
þriggja
sólarhringa
gamalli
síld
og
hefði
allur
aflinn
verið
ísaður
um
borð.
Um borð í Víkingi er ný tegund af vél, sem framleiðir ís úr sjó og var gengið
frá síldinni í kössum með þessum ís.
Í eldri hluta aflans virðist sem ekki hafi verið nógu vel gengið frá
síldinni í kössunum og var hún því ekki öll hæf til söltunar. Hins vegar
var nýrri hlutinn allur jafn og góður og reyndist ágætlega til söltunar að
dómi fagmanna.
Um kl. 20 í gærkvöldi hafði verið saltað í 600-700 tunnur og bjuggust menn við
að úr skipinu mætti fá í allt að 700-800 tunnur.
Löndunin stóð yfir í allan gærdag og það eina,sem skyggði á ánægju
síldarstúlknanna, var hve vel þær höfðu undan. Fréttaritari blaðsins hefur
það eftir Þóroddi Guðmundssyni, verkstjóra hjá Sigló-síld, að síldin væri nær
átulaus, um 34sm löng að meðaltali og um 20 %. feit.
Er Þóroddur, eins og allir aðrir á Siglufirði, mjög bjartsýnn um
áframhald þessarar tegundar síldveiða. Síldin er söltuð á söltunarstöð
Haraldar Böðvarssonar og Co en Sigló-síld mun síðan leggja hana niður í
vetur.
Ekki fengust í gær upplýsingar um, hvort þessi útgerð á Víkingi
skilaði hagnaði.
Sögðu menn ekki unnt að tala um peningahliðina að svo
stöddu, tíminn yrði að skera úr um, hvort þetta borgaði sig.
SK / Stefán
|