Bland
dagsetninga:
5
klausur
tengdar
síldinni
1968
Morgunblaðið. 9 júlí
Verksmiðjurnar
bíða
- landað
í
Haförninn
FYRSTU
síldinni
var
landað
á
Stöðvarfirði
i
fyrrakvöld.
Vélbáturinn
Gígja
frá
Stöðvarfirði
kom
með
síldina
af
miðunum
og
fór
hún
öll
í
bræðslu.
Að
sögn
frétta
Morgunblaðsins
á
Stöðvarfirði,
gaf
síldin
af
sér
óvenju
mikið
lýsi.
Árni
Gíslason
er
skipstjóri
á
Gígju, og
má
geta
þess
að
hann
kom
einnig
með
fyrstu
síldina í fyrra og þá einnig til Stöðvarfjarðar. Bræðsla stóð yfir í
alla fyrri nótt og var henni lokið í gærmorgun.
Gígja hélt áfram á miðin og verksmiðjan bíður eftir meiri síld.
Svipaða sögu mun að segja um aðrar síldarverksmiðjur á Austfjörðum, en
nú munu bátarnir á miðunum landa um borð í Haförninn, sem þar er
staddur. Auk Hafarnarins var síldarflutningaskipið Síldin á leið á miðin
í gærkvöldi.
Fréttaritari Morgunblaðsins um borð í Haferninum skýrði frá því í
gær, að um kl. 6.45 f.h. hafi verið byrjað að lesta síld úr
Neskaupstaðarbátunum Barða og Bjarti og hafi afli þeirra verið um 500
tonn.
Lestunin gekk vel og hélt Haförninn lengra til norðurs um kl. 11. Nærri
2O bátar munu vera á miðunum við Bjarnarey eða á leið á miðin.
Haförninn
Hefur
tekið
við
1375
tonnum
Haferninum,
11.
júlí.
Óhagstætt
veður
og
lítil
veiði
í
gær.
NORÐVESTAN
kaldi
var
á
miðunum
í
gær
og
í
dag
og
nær
engin
veiði.
Baldur
EA
og
Heimir
SU
fengu
þó
20
tonn
hvor
í
fyrrinótt.
Í
nótt
fékk
Helga
II
ER
20
tonn
og
Kristján
Valgeir
30
tonn
og
losa
þau
í
salt
í
Elisabeth
Hentzner.
Um
1375
tonnum
hefur
nú
verið
lestað
í
Haförninn.
Hér
eru
rússnesk,
norsk,
þýsk,
og
íslensk
síldveiðiskip
allt
í
kring.
Eru
íslensku
skipin
32
að
tölu.
Flotinn
heldur
sig
á
svæðinu
frá,
76.°
að
77.15°
norðurbreiddar
og
9°
austur
lengdar.
Fyrir
skömmu
var
haft
samband
við
vesturþýskt
sjúkraskip,
til
að
koma
til
hjálpar
íslenskum
sjómanni,
sem
slasast
hafði
lítillega
um
borð
í
einu
síldveiðiskipanna.
-Steingrímur.
Haförninn
"landar"
síld
Siglufirði,
16.
júlí.
Haförninn
kom
hingað
í
morgun
með
fyrstu
síldina,
sem
hingað
berst
í
sumar.
Er
skipið
kom
hingað,
um
kl.
5 í
morgun
hófust
smávegis
lagfæringar
á
því,
en
síðan
var
tekið
til
við
að
landa
síldinni,
sem
var
3.229 tonn.
Síldin
fer
að
sjálfsögðu
öll
í
bræðslu
og
er
það
Síldarverksmiðja
ríkisins
(SR
46),
sem
tekur
við
henni.
Löndun
hefur
gengið
vel
og
er
búist
við,
að
Haförninn
fari
aftur
út
með
morgninum.
Steingrímur.
Síldarbátana
skortir
vatn
Skeyti
frá
Haferninum
kl.
20:22,
22
júlí.
Lögðum
af
stað
heim,
kl.
14
með
3345
tonn.
Aflahæstu
skipin
hér
eru
mb.
Gígja
og
Kristján
Vallgeir
með
1.300
og
1.200
tonn.
Það
hefur
komið
í
ljós
að
flutningaskipin
anna
ekki
vatnsþörf
bátanna
og
fimmtíu
bátaskipstjórar
hafa
farið
þess
á
leit
við
skipstjórann
á
Haferninum,
að
í
næstu
ferð
komi
hann
með
600
tonnum
meira
vatn
en
venjulega.
Fimmtíu
og
fimm
íslensk
veiðiskip
eru
nú
á
miðunum.