Vikublað gefið út af
Sósíalistaflokknum / Kommúnistum, á
Siglufirði. --- 1. tölublaðið kom út
þann 9. desember 1938
Strax í fyrsta eintaki hóf Nýja Bíó að auglýsa í
blaðinu, og gerði það óslitið í hverju blaði, stundum fleiri en eina
auglýsingu í eintaki, allt til 1. mars 1943 Eða þar til að harðorð og
niðrandi grein um Thorarensen og Nýja Bíó birtist í blaðinu þann 1. mars
1943.. Eftir það auglýsti Nýja Bíó ekki í Mjölni fyrr en 24 nóvember 1943
örlítil auglýsing.
Gæti þó vegna útlits, verið frétt Mjölnis. En allt árið 1943
birti blaðið “Bíófréttir" í frétta pistlinum “NÆR OG FJÆR” og var það í raun
auglýsing af blaðsins hálfu, því oft var sagt frá mynd sem sýna átti um kvöld
þess dags sem blaðið kom út.
Hér á næstu síðum kennir ýmissa
forvitnilegra "grasa" um bíó á Siglufirði, sem raunar, í tilfellum teygja sig
alla leið til alþingis.
Varðandi nafnið
"MJÖLNIR", þá var gefið út annað blað með því
nafni á Siglufirði, árin 1929-1930. Var það gefið út af Jafnaðarmönnum á
Siglufirði. Þessi eintök finnast ekki á Bókasafninu okkar, en eru til á
Landsbókasafninu. |