Gísli Elíasson fv. verksmiðjustjóri SREggert Theódórsson fv. lagestjóri SRÓkunn blómarós hjá SRStrákagöng við SiglufjörðFrá vígslu KFS 1966Togarinn Hafliði og GoðinnHaförninn "fastur í ís"

Norræn skíðaganga Soðmjölsverksmiðja Strákarnir sem týndust Hafís fyrir norðan Drengur í hættu Bæjarskrifstofan Stanslaus löndun Síld á Sigló Þjóðhátíð og síld Síldina vantar Illa gengur að dæla Siglfirðingar gleðjast Þar sem sólin neitar .. Tunnuflutningar Halla Haralds Tvær fréttir

Ljósmyndasafn Steingríms, á netinu

Til forsíðu
Til baka
Fleiri myndir

>LEITARVÉLIN

Hafðu samband:

Póstfangið mitt

Gefðu mér upplýsingar um nöfn sem mig vantar

Þriðjudagur 9. mars 1965.

 Ljósmyndir: Brynjar Sveinsson og Steingrímur. Texti: Mbl.

Hafís fyrir norðan

Siglufirði, 5. mars. HAFÍSINN fyrir Norðurlandi hefur víða rekið inn á firði og flóa. Hingað inn á Siglufjörð rak fyrstu jakana seint að kvöldi 2. mars og að morgni 3. mars var komið allmikið ísrek á fjörur svo og landfastir stórir og smáir ísjakar.

 

Veður var ekki mjög vont, en norðaustan stinningskaldi með hríðarél og 9--10 s.t. frosti.   Mestan ísinn rak á svonefndan Hvanneyrarkrók og inn á Leirur. Einnig þurftu menn að vera á vakt við að gæta hafnarmannvirkja, því að stór jaki hefði ekki þurft margar mínútur í friði til að brjóta sér leið í gegnum misjafnlega sterkar trébryggjur. Litlar skemmdir urðu þó af þessu jakareki og er það mest að þakka að engin veruleg alda fylgdi -- norðanáttinni heldur kröpp vindbára.

Svo var vélbáturinn Hringur SI 34 fenginn til aðdraga stærstu jakana frá bryggjunum.

Þessi mynd er frá Ólafsfirði, sýnir hve hafísinn gerði sig þar heima kominn, en sem betur fer stóð þessi óskemmtilegi gestur ekki lengi við þar.  Ljósm.: Brynjar Sveinsson. (Myndin er skönnuð beint úr Morgunblaðinu, þ.e. ekki eftir filmu og því ekki eins góð og skyldi)

Myndirnar hér fyrir neðan eru frá Siglufirði, Ljósmyndir. Steingrímur

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Óvænt leikföng bárust upp í fjöruna. Í augum barnanna var ísinn ekkert fráhrindandi

Þessi jaki var landfastur í Hvanneyrarkrók á Siglufirði. Þess má geta að þegar þessi jaki var á floti sáust aðeins þrír hæstu hlutar hans upp úr sjó. Þarna eru unglingarnir að klifra upp á jakann og létu kulda og hríð ekkert á sig fá, því ekki kemur hafís oft í heimsókn sem betur fer.

Strákarnir láta ekki á sér standa. Þeir höfðu aldrei komist í annað eins.

 

 

Þarna er einn jakinn að banka í löndunar-bryggju S.R. Menn frá S.R. eru stjaka honum frá og koma á hann böndum.