Gísli Elíasson fv. verksmiðjustjóri SREggert Theódórsson fv. lagestjóri SRÓkunn blómarós hjá SRStrákagöng við SiglufjörðFrá vígslu KFS 1966Togarinn Hafliði og GoðinnHaförninn "fastur í ís"

Norræn skíðaganga Soðmjölsverksmiðja Strákarnir sem týndust Hafís fyrir norðan Drengur í hættu Bæjarskrifstofan Stanslaus löndun Síld á Sigló Þjóðhátíð og síld Síldina vantar Illa gengur að dæla Siglfirðingar gleðjast Þar sem sólin neitar .. Tunnuflutningar Halla Haralds Tvær fréttir

Ljósmyndasafn Steingríms, á netinu

Til forsíðu
Til baka

>LEITARVÉLIN

Hafðu samband:

Póstfangið mitt

Gefðu mér upplýsingar um nöfn sem mig vantar

Laugardagur 20. nóvember 1965 Texti: Steingrímur

Tvær fréttir

Mikil óánægja með útvarpið.

Siglufirði, 18. nóv.

MIKIL óánægja ríkir hér út af því hve illa gengur að hlíða á útvarpsdagskrána og má segja að  á kvöldum heyrist hreint ekkert í útvarpinu fyrir Lóranstöðinni á Snæ.fellsnesi, en hún sendir út á  sömu bylgju- lengd og ríkisútvarpið.

Hrundið hefir verið af stað undirskriftasöfnun til að óska eftir að sett verði upp endurvarpsstöð hér. Í fyrra var  sett hér upp endurvarpsstöð en þar  var um að ræða gamla talstöð úr báti, en í þeirri stöð  var svo mikill gjallandi að ekki var hægt að hlusta á tónverk eða annað, er til tóngæða  þurfti, vegna þess að hljóðið var eins og úr tómri tunnu.

Þessi stöð var tekin úr sambandi í sumar að ósk  síldarleitarinnar og hefir ekki verið sett í samband síðan. Þar sem telja má að þessi stöð hafi  verið alls óviðunnandi er nú ráðist í undirskriftasöfnun með ósk um að fá fullkomna  endurvarpsstöð

- S.K.

Vinna hafin í tunnuverksmiðjunum.

Siglufirði, 18. nóv.

TUNNUVERKSMIÐJUR ríkisins tóku til starfa á Siglufirði í dag. Þar starfa rúmlega 40  manns. Áætlað er að smíðaðar verði 70-80 þúsund tunnur.

Mikil bót er að tunnusmíðin skuli nú byrja svo snemma, því segja má að hér sé hálfgert  atvinnuleysi.  Annars hefir verið unnið hjá Síldarverksmiðjum ríkisins að bryggju- framkvæmdum  nú í haust. Er verið að byggja nýja löndunar- bryggju því að snú gamla var orðin ónýt. Má segja að verkið hafi gengið vel,  þegar tekið er tillit til árstíma, en það er algerlega háð hvernig viðrar og hvernig er í sjóinn.

Einnig var byrjað í haust að byggja ofan á niðurlagningar- verksmiðju ríkisins. Nú síðasta hálfan  annan mánuð má segja að verkið hafi  staðið í stað vegna þess að ekki er til nægilega stór krani til að lyfta loftbitum og loftplötum upp á uppistöðurnar.

- S.K.