Gísli Elíasson fv. verksmiðjustjóri SREggert Theódórsson fv. lagestjóri SRÓkunn blómarós hjá SRStrákagöng við SiglufjörðFrá vígslu KFS 1966Togarinn Hafliði og GoðinnHaförninn "fastur í ís"

Norræn skíðaganga Soðmjölsverksmiðja Strákarnir sem týndust Hafís fyrir norðan Drengur í hættu Bæjarskrifstofan Stanslaus löndun Síld á Sigló Þjóðhátíð og síld Síldina vantar Illa gengur að dæla Siglfirðingar gleðjast Þar sem sólin neitar .. Tunnuflutningar Halla Haralds Tvær fréttir

Ljósmyndasafn Steingríms, á netinu

Til forsíðu
Til baka
Fleiri myndir ´65

>LEITARVÉLIN

Hafðu samband:

Póstfangið mitt

Gefðu mér upplýsingar um nöfn sem mig vantar

Miðvikudagur 13. október 1965. Ljósmyndir og texti: Steingrímur

Tunnuflutningar  Siglufirði, 5 október

Í KVÖLD fóru héðan frá Siglufirði tveir fulllestaðir vörubílar áleiðis austur á firði, annar að minnsta kosti til Eskifjarðar.

Bílarnir eru af „Scania Vabis"-gerð, og er varningurinn 231 tómar síldartunnur á hvorum bí1, sem og mun vera stærsti tunnufarmur sem fluttur hefur verið á bifreiðum hér á landi í einni ferð. Ég hafði tal af öðrum bílstjóranum Rögnvaldi Rögnvaldssyni, og sagði hann mér að hann hefði látið smíða sérstaka járngrind á bílinn og gæti því tekið um 100 tunnum fleiri en venjulega, eða 231 tunnur. Slíka grind þyrfti að borga fyrir um 12-15 þúsundkrónur, en fyrir hvern svona tunnufarm fengi hann " um 8.000.00 krónur, og því þyrfti að fara marga slíka túra til að fá grindina endurgreidda. En Rögnvaldur er ekki einn um svona fyrirtæki, þrír aðrir bílstjórar hafa látið smíða svona grindur á bíla sína, og munu tveir þeirra leggja af stað austur á morgun.

Það má segja, að alvarlegt atvinnuleysi sé á bílastöðinni nú í haust, nema hvað það sem bílstjórar stóru bílanna hafa skapað sér vinnu með því að sækja möl og sand yfir Siglufjarðarskarð til Haganesvíkur, Hofsóss og Ólafsfjarðar. - S.K.