
Drengur í
lífsháska í klettum
SIGLUFIRÐI,
9. mars. -
Ísjakar lóna
hér fyrir utan og hefur fólk gengið út að svokölluðu Gati, sem er
holan þar sem Strákavegurinn
á að fara í gegn, og horft á ísinn.
Eftir síðdegiskaffið ætlaði
15-16 ára gamall drengur hér
úr bænum, Guðlaugur Hilmarsson, að fá sér göngu þarna út
eftir í indælu veðri og hlýju. Gekk
hann út fyrir Gat en fór heldur langt, því hann labbaði sig fastan, var
kominn í sjálfheldu í klettum
áður en hann gætti að sér, en snjór er í klettunum og hált. Guðlaugur
hafði vit á að hreyfa sig ekki, í von um að geta gert vart við sig.
Bátur sem var nýbúinn
að leggja rauðmaganetin, var á heimleið og fór þarna hjá.
Heyrði
sjómaðurinn, Magnús Guðjónsson, fyrrverandi. skipstjóri,
einhver hróp, þó vélin væri í gangi. Þegar hann gætti að, sá hann mann uppi í klettunum sem
veifaði til hans. Hann hélt í fyrstu að hann væri slasaður þarna og gaf honum merki um að hann hefði séð hann.
Síðan
setti Magnús á fulla ferð í höfn. Þegar
þangað kom gerði hann lögreglunni aðvart. Klukkan
var 8 og komið myrkur, þegar lögreglan kallaði út hjálparsveitina, sem
hélt á staðinn og áður en
klukkutími var liðinn hafði hún náð piltinum með hjálp kaðla.
Margir
vaskir drengir eru í liðinu og snarráðir. Guðlaugur
hefur líklega verið búinn að sitja fastur í klettunum í 2 tíma, þegar
hjálpin barst. Honum varð ekki meint af.
Steingrímur