11. maí 1963. Fréttin: Stefán Friðbjarnarson, ljósmyndir:
Steingrímur.
Fjölbreytt
æskulýðs-
starf
á
Siglufirði
GLÆSILEGT
æskulýðs-
og
tóm-stundaheimili
var
vígt
á
Siglufirði
hinn
24.
febrúar
s.l.
Þeir
aðilar
sem
stóðu
að
stofnun
heimilisins
voru
Lionsklúbbur
Siglu-fjarðar,
æskulýðsráð
bæjarins
og
ýmis
önnur
félagasamtök.
Stjórn
Síldarverk-smiðja
ríkisins
veitti
málinu
ómetanlegan
stuðning

Strax
var
hafist
handa
við
að
koma
á
fót
ýmiskonar
nám
skeiðum
fyrir
unglingana
og
var
þeim
einnig
gefin
kostur
á
að
nota
salarkynni
heimilisins
á
kvöldin
til
að
vinna
að
áhuga-málum
sínum,
td.
hafa
skátar
haft
með
heimilið
að
gera
á
mánudögum.
Húsvörður
er
Jón
Dýrfjörð.
Ragnar
Páll Einarsson, listmálari og Jón Jóhannsson, netagerðameistari, en
þeir eru báðir í æskulýðsráðinu.

Sunnudaginn 5. maí
sl. kom glögglega í ljós árangur þess starfs sem unnið hefur verið í
vetur á heimilinu, en þann dag efndi æskulýðsráð til sýningar á
munum unglinganna, sem þeir höfðu gert eftir tilsögn leiðbeinenda.
Mjög mikil aðsókn var að sýningunni. Þrjár myndir
eftir Huldu Kristinsdóttur á sýningunni.
Einna mest bar á
ýmiskonar teikningum, svart hvítum og í litum Tilsögn í teiknun veitti
ungur listmálari, Ragnar Páll Einarsson.
Ragnar telur
efnilegasta nemanda sinn vera Huldu Kristinsdóttur, sem hann segir teikna
"mjög lifandi myndir". Alls nutu tilsagnar Ragnars um 60 nemendur.
Á sýningunni bar
einnig mikið á allskonar bast- og plastmunum, sérlega vel unnum og
skemmtilegum. Tilsögn annaðist Margrét Hallsdóttir og hafði hún 40 - 50
nemendur.
Þarna var einnig
gott starf frímerkjaklúbbsins greinilegt en leiðbein-andi hans var Ragnar
Fjalar, sem hafði um 40 - 50 unglinga.
Sýnishorn var af alls konar sjóvinnu voru á sýningunni, en Jón Jóhannsson
netagerða-meistari, hefur verið aðal hvatamaðurinn og hefur látið í té efni
og húsnæði á verkstæði sínu, en sjóvinna Nokkrir bast og plastmunir á sýningunni
krefst mikils húsrýmis. Aðal
leiðbeinendur hafa verið Sveinn
Björnsson og Guðni Gestsson. Nemendur
hafa verið um 40 talsins.
Þá
hafa verið námskeið í ljósmyndun, sem Jóhannes Þórðarson,
yfirlögregluþjónn,
Loks voru í
vetur námskeið í skák, sem Freysteinn Þorbergsson annaðist, svo og
bridge sem Bridgefélag Siglufjarðar sá um.