Fimmtudagurinn 6.
júní 1963.
Texti: Stefán
Friðbjarnarson, ljósmyndir: Steingrímur
Á
skíðum í júní
Siglufirði,
2. Júní.
Skarðs-mótið
1963 hófst í gær með flokkasvigi kvenna. Braut: lengd 1200 m—fall-hæð
250 m. hlið 30. Fjórir keppendur voru skráðir til leiks.
Sigurvegarar voru:
1. Kristín Þorgeislóttir,
Siglufirði, á 74 sek. sléttum.
2. Árdís
Þórðardóttir Siglufirði, á 75,3 sek., og
3. Sigríður Júlíusdóttir, Siglufirði,
á 77,8 sek.
Að lokinni keppni kvenna
hófst stórsvig karla. Braut: 2300 m -- fallhæð 350 m. hlið 42.
Þessi keppni varð all
hörð og skemmtileg. 43 keppendur voru skráðir til leiks, 17 frá
Siglufirði, 11 frá Reykjavík, 6 frá Akureyri, 6 frá Ólafsfirði og 3
frá Ísafirði.
Jóhann Vilbergsson,
Siglufirði sigraði glæsilega á 36,5 sek., 2. varð Svanberg
Þórðarson, Ólafsfirði 87,2, og 3-4 sæti Samúel Sigurðsson
Ísafirði og Hafsteinn Sigurðsson Ísafirði á 92,6 sek.
Svanberg Þórðarson Ólafsfirði, sýndi að hann er 1. flokks íþróttamaður og
harður keppandi, sem ekki gefst upp þó á móti blási. Svanberg hafði rásnúmer Kristín
Þorgeirsdóttir
18. En við ræsingu vildi til það óhapp hjá tímavörðum að þeir heyrðu ekki
rás-sóninn, og ekki tókst að stoppa Svanverg, svo ferð hans niður brautina
varða til einskis farin. En Svanberg beit á jaxlinn, og sagði að svona lagað
hefði nú komið áður fyrir í heiminum, og sagðist skyldi fara aftur ef
einhver vildi koma með sér upp og halda á skíðunum fyrir sig. Síðan
hélt Svanberg á brattann ásamt fylgdarmanni þessa 2300 metra leið upp
brattar hlíðar og erfiðar.
Gangan upp tók þrjá
stundar- fjórðunga. Svanberg hvíldi sig stundarkorn og hélt
síðan á fullri ferð niður brattann og náði öðrum besta tíma í
stórsviginu öllum til ánægju
þó fáir væru eftir
2. dagur
Sunnudagur 2. júní.
Keppt var í svigi
kvenna og karla. Svigbraut kvenna var 43 hlið. Sigurvegarar
voru
1. Kristín Þorgeirsdóttir. Hún
hafði tímana 55,1 sek. og 56,1 sek; samt.111,2 sek.
2. Sigríður Júlíusdóttir 59,1
og 59,4; samt. 118,5 sek. og
3. Árdís Þórðardóttir. 60,9 og
58,3 sek., samt. 119,2 sek. allar frá Siglufirði.
Í Alpatvíkeppni
sigruðu
1. Kristín Þorkelsdóttir með 0,00 stig
2. Árdís, 5,33 stig
3. Sigríður, 6,95 stig
Í svigi karla sigraði Jóhann
Vilbergsson glæsilega. Tími hans var 49 sek. og 49,6; samt. 98,6 sek.
2. Svanberg Þórðarson,
Ólafsfirði, á 52 og 52,9; samt. 104,9 sek;
3. Hjálmar Stefánsson,
Siglufirði
Jóhann sigraði einnig í
Alpatvíkeppni og vann nú til eignar glæsilega styttu af skíðamanni, sem
keppt hefur verið um á Skarðsmóti allt frá byrjun, eða í 7 ár.
Keppandi þurfti annað hvort að
vinna styttuna alls 5 sinnum eða þrisvar sinnum í röð, en það gerð Jóhann í
þriðja sinn nú.
Stig keppanda í stórsvigi, þrír
þeir fyrstu:
Eftir að
Skarðsmótinu var lokið, var komið á lítilli svigkeppni unglinga innan
við 14 ára og sigraði í þeirri keppni Eyþór Haraldsson, sonur
Haralds Pálssonar Hins gamalkunna skíðakappa, fyrrverandi
Siglfirðings, en nú Reykvíkings. Haraldur tók þátt í Skarðsmótinu
að þessu sinni fyrir Reykjavík.
Kl.
20:30 um kvöldið var háður knattspyrnukappleikur á milli Siglfirskra skíðamanna og aðkomu skíðamanna sem lauk með sigri Siglfirðinga,
1:0. Kl.22:30 var kaffisamsæti og verðlauna afhending að
hótel Höfn, og síðan dansað frá 24-2.

Jóhann
Vilbergsson með verðlaunin sín, styttuna góðu og þrjá bikara

Svanberg
þurfti að fara tvisvar upp á brún. Hér er hann ásamt fylgdarmanni
sínum, ljósmyndara Mbl., S.K., sem tók að sér að bera skíði hans
upp á brún.
Athugasemdir
SK (var EKKI í Mbl.)
Varðandi gönguna upp á tind, á þessum tímum árið 1963, þá voru
ekki lyftur til að flytja skíðakappana, í sama mæli og í dag árið
2001, heldur urðu þeir öllu jöfnu að ganga upp start-staðinn og
oftast sjálfir með skíði sín á öxlinni.