Föstudagurinn 19. júlí
1963 Texti og ljósmyndir; Steingrímur. og efnið "Til
fróðleiks" :kemur frá blaðamanni Morgunblaðsin, sem vann fréttina.
SIGLUFIRÐI,
15. júlí: ---
Í dag
komu hingað inn á Siglufjarðarhöfn 8 sænsk síldveiði skip, en það
má telja stórviðburð, því sænsk síldveiðiskip hafa ekki komið
hingað svo árum skipti. Skipin eru öll ný, um 150 lestir hvert. Þau
eru frá Hönö og Björkö í Svíþjóð og eru gerð út á
Íslandsmið til síldveiða með styrk frá sænska ríkinu.
Floti þessi er
nokkurskonar tilrauna floti með nýstárleg veiðarfæri. Segja má að
þau séu með "síldartroll" og eru tvö skip um hvert troll
sem þau í sameiningu draga á milli sín.
Sænskur tilraunafloti á
Íslandsmiðum

Sjálft trollið er afar fyrirferðalítið og riðið
úr næloni. Trollið er 3svar til 4 sinnum fyrirferðaminna en venjuleg
síldarnót um borð í íslensku veiðiskipi.
Þessi veiðiferð er á
tilraunastigi hjá Svíum. Þeir gerðu tilraunir í vetur sem leið á
norðursjónum, en nú á að gera lokatilraun á Íslandsmiðum.
Aðspurður sagði
skipstjórinn á einu veiðiskipana, Vinga frá Hönö að aðeins tvö
skipanna væru með Astic-mæla um borð, en það ætti
að setja Astic
tæki í þriðja hvert skip hér á Siglufirði. Annars væru skipin vel búin
tækjum, meðal annars væru fullkomnar
hausskurðarvélar um borð í öllum skipunum, en væntanlegur afli verður
saltaður í tunnur um borð. Áhöfnin er eru alls 8 menn um hvert skip.
Tveir
síldveiðibátar draga vörpu þessa og er
henni á þann hátt haldið opinni. Eru
bátar þeir sem eiga að nota
síldveiðibúnað þennan 65 til 70 tonn að
stærð.
Eru 6 Svíar á hvorum
bát en auk þess verða Íslenskir sjómenn um borð í bátunum til
þess að þeir geti lært veiðiaðferðina----"
Reynslan af
síldarvörpunni gaf ekki nógu góða raun. Síðan hafa ýmsar tilraunir
fylgt í kjölfarið, m.a. með flottroll, en enn sem komið er hafa
tilraunir með að veiða síld í þau ekki verið teknar nógu föstum
tökum og er því fróðlegt að fylgjast með hvernig tilraun
Svíanna nú tekst hér á Íslandsmiðum.
Steingrímur
Til fróðleiks má geta þess, að áður hafa verið
gerðar tilraunir á Íslandsmiðum með vörpur, ekki ósvipaðar að gerð. Í Morgunblaðinu
14. júlí 1946 er skýrt frá veiðitilraunum með nýja tegund af
sænskri síldarvörpu.
Segir svo í
fréttinni: "Á þessari vertíð verður reynd ný
síldarvarpa á miðunum norðanlands, sem hefur aldrei verið reynd hér
áður, enda er varpan af nýrri gerð. Hún er þannig að hægt er að
draga hana í hvaða dýpi sem er og eins uppi í yfirborði sjávar. Áður hafa aðeins verið
reyndar botnvörpur við síldveiðar og ekki komið að notum hér á
landi. En með þessari nýju tegund af síldarvörpu er hægt að veiða
síld sem verður í torfum í yfirborðinu og eins sem sagt, þó hún
sé niðri í sjó. Það er sænskur skipstjóri sem fundið hefur upp
veiðarfæri þetta.
Sænsku skipin
komu öll í röð inn fjörðinn. Fyrsta skipið var aðeins á undan og því ekki
með á myndinni (Ljósm. SK)
