VETRAR
OLYMPÍULEIKARNIR í Innsbruck hefjast 29, jan. n.k. og standa til 9.
febrúar. Ákveðið hefur verið að 5 Íslendingar taki þátt í
þessum Olympíuleikum og hafa þeir verið valdir. Barst svo
hljóðandi
frétta-tilkynning um valið skömmu fyrir jólin.
Á FUNDI Olympíunefndar Íslands
nýlega var samþykkt tillaga frá Skíðasambandi Íslands um, að sendir
verði fimm þátttakendur frá Íslandi til keppni á
Vetrarolympíuleikunum sem haldnir verða í Innsbruck frá 29. janúar
til 9. febrúar 1964, þar af 3 í alpagreinum og 2 í skíðagöngu. Í
framhaldi af því hefur Skíðasamband Íslands gert tillögu um að
eftirfarandi skíðamenn verði valdir til þátttöku:

|
Alpagreinar: |
|
Jóhann
Vilbergsson, |
Siglufirði |
Kristinn
Benediktsson |
Hnífsdal |
Árni
Sigurðsson |
Ísafirði |
Til
vara: |
|
Samúel
Gústafsson |
Ísafirði |
Skíðaganga: |
|
Birgir
Guðlaugsson |
Siglufirði |
Þórhallur
Sveinsson |
Siglufirði |
Til
vara: |
|
Sveinn
Sveinsson |
Siglufirði |
 |