Gísli Elíasson fv. verksmiðjustjóri SREggert Theódórsson fv. lagestjóri SRÓkunn blómarós hjá SRStrákagöng við SiglufjörðFrá vígslu KFS 1966Togarinn Hafliði og GoðinnHaförninn "fastur í ís"

Snjóþungi á Sigló Tunnuverksmiðjubruni Eldur í tunnuverksmiðju Ferðasaga myndanna Fréttaskýring Erlingur Jónson Tunuverksm.viðtöl Þrjár fréttir frá Sigló Áramótin 63/64 Brotin rúða Siglufjarðarskarð fært Skotkeppni Verkefnasýning Skemmtileg skíðakeppni Skarðsmótið 1963 Göngukeppni Draugur strandar Nornen sækir Draug Sjávarborg Fyrsta síldarsöltunin Sigvald tók niðri Siglfirðingur SI 150 Ufsinn í hættu Falleg Síld á Sigló Svipmyndir - Sigluf. Lauginni lokað Síld í september Þrjár fréttir Borgarísjaki Fjórar fréttir

Ljósmyndasafn Steingríms, á netinu

Til forsíðu
Til baka

>LEITARVÉLIN

Hafðu samband:

Póstfangið mitt

Gefðu mér upplýsingar um nöfn sem mig vantar

Miðvikudagur 8. júlí 1964. Ljósmynd: Steingrímur, texti: Stefán Friðbjarnarson.

Norska síldarflutningaskipi Sigvald, strandað á sandrifi á Siglufirði

Síldin og Siglfirðingar

SIGLUFIRÐI, 8.júlí    SÍLDIN hefur, það sem af er sumrinu, verið fjarri fornum slóðum, leitað um of í austurátt --- að dómi Siglfirðinga. Hér bíða stórvirkar bræðslur, rúmar tuttugu fullkomnar söltunarstöðvar og þaulvant síldarfólk, en víst er sumarið ekki úti enn og svartur getur sjórinn orðið við Kolbeinsey og Grímsey í júlí og ágústmánuði.

Til þess að nýta hinar stórvirku síldarbræðslur hér og flýta fyrir affermingu síldarflotans, hefur hvort tveggja verið gert:

Hin stærri síldveiðiskip sigla með afla sinn til Siglufjarðar og síldarflutningaskip taka afla úr hinum minni skipum fyrir austan og flytja hingað. Þannig mun Siglufjörður þrátt fyrir alt vera efstur á blaði hvað varðar bræðslumagn.

Norska síldarflutningaskipið "Sigvald" tók niðri hér á sandrifi um kl. 2 á þriðjudag. Var það með rúmar 4.300 tunnur innanborðs, en slapp þó auðveldlega af eigin rammleik á flot á ný.          St.

[Hver tunna er 135 kg.]