Gísli Elíasson fv. verksmiðjustjóri SREggert Theódórsson fv. lagestjóri SRÓkunn blómarós hjá SRStrákagöng við SiglufjörðFrá vígslu KFS 1966Togarinn Hafliði og GoðinnHaförninn "fastur í ís"

Bíófréttir-auglýsingar Fyrsta talmyndirn ofl. Bíófréttir-auglýsingar Ósannindum hnekkt Svar Thórarensens Bíó - auglýsingar Svar Kristins Qou Vadis Bíó-menningin Reykingar í bíó Ólætin við Nýja Bíó Hljómgæði ofl. Carnegie Hall Kjartan Ó Bjarnason Skemmtanalífið Milli fjalls og fjöru Helgi Sveins ofl.

Ljósmyndasafn Steingríms, á netinu

Til forsíðu
Til baka

>LEITARVÉLIN

Hafðu samband:

Póstfangið mitt

Gefðu mér upplýsingar um nöfn sem mig vantar

Bíó-Saga Siglufjarðar: Fyrsta talmyndin ofl.

Úr Vikublaðinu

 1931

 

Tilvitnun mín: (kom ekki í blaðinu !)

Nær engar auglýsingar um bíósýningar, voru birtar í Siglfirðing á árinu 1930.  En í nær hveri viku birti Siglfirðingur fréttir í dálknum Bæjarfréttir, um það hvaða kvikmyndir eru sýndar í Nýja Bíó. Ekki er leikara getið hvað þá heldur leikstjóra, í þessum fréttum, fyrr en 17. janúar 1931 þá kemur lítil auglýsing. Þessi hér fyrir neðan.  SK

 

Siglfirðingur, Auglýsing 17. janúar 1931

Nýja Bíó

Sýnir annað kvöld klukkan 8½ nýja ameríska nútímamynd sem heitir Ástarvalsinn. - Aðalhlutverk: Barbara Kent og Glenn Tyron.  ----------

Radiofréttir á meðan á sýningu stendur

Tilvitnun mín:

Á þessum tíma voru ekki til útvarpstæki á öllum heimilum og sumir höfðu varla heyrt í útvarpstæki, og var þessu útvarpað “beint” þar sem engin upptökutæki voru til hér á landi, nema í eigu td. Ríkisútvarpsins. Og ennþá voru eingöngu “þöglar” myndir á boðstólnum í Nýja Bíó á Siglufirði.  SK

 

Siglfirðingur:  Bæjarfréttir 17.janúar 1931

Talmyndir

verður byrjað að sýna hér í Bíó í kvöld

 

Tilvitnun mín: Ekki hefur fréttamanni eða ritstjóra Siglfirðings þótt mjög mikið til koma hvað varðar talmyndaþróunina, ef marka má fréttina sjálfa, sem vart getur verið snauðari en raun ber vitni, hér fyrirofan.  SK

 

Steingrímur Kristinsson árið 2002:

17. janúar 1931 mun vera sá dagur sem fyrsta talmyndin var sýnd á Siglufirði - og var það í Nýja Bíó.

 Mjög vandasamt var að sýna þessar talmyndir svo vel  færi. Búnaðurinn var þannig að með hverri spólu sem oftast tók um 10-15 mínútur að sýna fylgdi ein stór gramafón plata um 42 sentimetrar í þvermál, á hverri plötu, var hljóðupptakan sem filmu-spólunni tilheyrði.

 Síðan var það sýningarmannsins að samræma, með handsnúningi vélanna, (vélarnar voru handsnúnar um þetta leiti, rafmótorar komu ekki fyrr en síðar) hljóðið í samræmi við það sem á tjaldinu sást, bæði tal og önnur hljóð.

 Oft var þetta ekki auðvelt, sérstaklega þegar og ef filmurnar höfðu slitnað í meðförum, en þá þurfti sýningarmaðurinn að hægja á hraða vélarinnar, til að nálgast td. vara hreyfingar þeirra sem voru að tala í myndinni, og reyndust þá kvikmyndaleikararni hægfara í öllum í hreyfingum, á meðan samræming stóð yfir.

Eðlilegur hraði er (enn í dag) 24 rammar á sekúndu, sem fyrir ljósopið fara.

Svo kom fyrir að plöturnar höfðu skemmst og nálin hljóp út úr rásinni og skapaði vanda sem komu mörgum svitadropum af stað, hjá sýningarmanninum og bölvi og ragni sýningargesta, en brosandi voru margir, í frásögnum nokkrum árum síðar.

 

Loks kom að því að önnur tækni og betri, kom til, þegar sett var hljóðrönd á filmuna og gramafón plöturnar fuku. En hljóðröndin var/er enn í dag, ákveðið "munstur" sem gefur mismunandi tíðni tóna, við það "ljóslína" er mynduð og lýsir í gegn um tónræmuna, á "fótósellu", (ljósnema), sem gefur mismunandi spennu, sem send er til magnara sem umbreytir í þau  hljóð, sem myndunum tilheyrðu, til hátalara.

 

Þessi tækni í höfuðatriðum, er enn í dag notuð, nema margfalt fullkomnari búnaður, samsvarandi Dolby TX ofl. ofl.  Og 35 mm filman sem þeir félagar Edison og Eastman (Kodak) hönnuðu í félagi um 1890, sem er "enn í notkun", nema að í dag eru filmurnar ekki eldfimar, eins og þær voru allt til 1955 ca. Og gata stærðin (2x4 göt á ramma) er aðeins minni (tennur tannhjólanna eru minni í dag) til að stærri myndflötur og meira pláss fyrir td. TX og Dolby, hljómflutning.

 

Edison sýndi fyrstu "lifandi" myndirnar teknar á 35 mm filmu árið 1893     SK