Gísli Elíasson fv. verksmiðjustjóri SREggert Theódórsson fv. lagestjóri SRÓkunn blómarós hjá SRStrákagöng við SiglufjörðFrá vígslu KFS 1966Togarinn Hafliði og GoðinnHaförninn "fastur í ís"

Bíófréttir-auglýsingar Fyrsta talmyndirn ofl. Bíófréttir-auglýsingar Ósannindum hnekkt Svar Thórarensens Bíó - auglýsingar Svar Kristins Qou Vadis Bíó-menningin Reykingar í bíó Ólætin við Nýja Bíó Hljómgæði ofl. Carnegie Hall Kjartan Ó Bjarnason Skemmtanalífið Milli fjalls og fjöru Helgi Sveins ofl.

Ljósmyndasafn Steingríms, á netinu

Til forsíðu
Til baka

>LEITARVÉLIN

Hafðu samband:

Póstfangið mitt

Gefðu mér upplýsingar um nöfn sem mig vantar

Bíó-Saga Siglufjarðar: Ólætin við Nýja Bíó

Úr Vikublaðinu

13. janúar 1945

Í SKUGGSJÁNNI

ÓLÆTIN VIÐ NÝJA BÍÓ

Á hverju kvöldi kl. 7.45, oftast  nær stundvíslega, mætir við Nýja Bíó hópur af stálpuðum drengjum,  þeir eru talsvert hávaðasamir,  með ankannaleg hljóð, bölv, ragn, grát, hranalegan hlátur, áflog og  ryskingar. Berst leikurinn og áflogin yfir þvera götuna og er gatan svo upptekin stundum af þessum óaldarlýð, að umferð stöðvast.

Þegar bíóhúsið er opnað, ryðst  þessi hópur inn í anddyrið með ólátum og gargi, þjótandi upp og  ofan stigann, og inn í hvert það  skúmaskot, sem með góðu móti er  hægt í að troðast. Stundum raða  þeir sér svo þétt við, þar sem aðgöngumiðar eru seldir, að illmögulegt er fyrir fólk að komast að.  Fyrir hefir komið, að bíógestir,  sem koma til þess að tryggja sér  aðgöngumiða áður en sýning byrjar, komist að því fullkeyptu að  komast út aftur.

Þessi drengjahópur er með ýmiskonar hrekki við dyraverði og  jafnvel bíógesti líka. Snjókúluregn  er stundum inn í anddyrið, og  stundum reynt að koma snjókúlum  upp á loft, stundum hefir verið  gerð tilraun með að koma fyrir  smásprengjum uppi á loftinu.  Vegna þessa ódæma uppivöðsluháttar, er anddyrið oftast orðið  eins og gatan úti, þegar bíógestir  koma- og er ákaflega óyndislegt  að koma þangað.

Það er ákaflega leiðinlegt fyrir  Siglfirska borgara að þurfa, í hvert  sinn og þeir fara í bíó, að brjóta  sér braut með hrindingum og olnbogaskotum inn í þetta hús, en  leiðinlegra er þó að kynna aðkomufólki það ódæma aga- og stjórnleysi, sem ríkir hér.

En mér er  spurn. Er ekki hægt að losa borgara bæjarins við þennan bíó-ófögnuð?

Hver á að sjá um það? Er ætlast til að hinir og þessir borgarar  taki sig til, af sjálfdáðum, og banni  drengjum þenna ósóma? Eða  hvað?