Úr Vikublaðinu 
1933
S v a r
við grein þeirri sem rituð var í 6. tölublaði "Einherja" um Siglufjarðar-Bíó
Mér þykir sá, er skrifað hefir
greinina, bera nokkuð lítið skynbragð á kvikmyndasýningar, eftir grein hans
að dæma. Til þess að ætla sér að birta fleiri aðfinnslur opinberlega, þyrfti
hann að kynna sér betur aðstöðuna, áður en hann fer að skrifa meira um slíkt.
Greinarhöfundur segir í grein
sinni: "Slitnaði myndin oft og stundum var alger þögn, þegar heyra átti
tal leikendanna".
Viðvíkjandi því að myndin hafi
slitnað oft, þá tel ég greinarhöfund ekki vita hvað hann er að fara með, því
myndin slitnaði alls ekki, í eitt einasta skipti.
Einu sinni þurfti ég að stoppa
sýninguna vegna bilunar á vélunum, og svo hafði ég dálítið hlé eins og vant
er. Telji greinarhöfundur þetta vera þessi slit á filmunni sem hann er að
tala um, þá ætti hann að athuga töluna nánar því "tvisvar" kallast ekki
"oft".
En hvað viðkemur þögn þeirri sem
var á tali leikendanna, þá orsakaðist hún af bilun á talmyndatækjunum, en
alls ekki af því að filman væri skemmd, en um þessar plötur sem
greinarhöfundur segir að fylgi myndinni get ég ekkert sagt um, því þær eru
ekki til.
Nú orðið þá eru það örfáar
filmur sem hingað koma, sem plötur fylgja. Þær eru flestar þannig útbúnar að
hljóðið er á ræmu sem er áföst við filmuna sjálfa, og er filman "Presturinn í
Vejlby" þannig útbúin svo þar þarf alls engar plötur með. Hvað viðkemur
stundvísi þeirri sem greinarhöf. talar um, þá er hann sjálfur annaðhvort á
undan tímanum eða þá að klukka hans gengur öðruvísi en allar aðrar.
Ef þessi greinarhöfundur, sem
ekki þorir að rita nafn sitt undir greinina, skyldi þurfa að rita fleiri
slíkar greinar og vanta nánari upplýsingar um filmurnar og talmyndatækin, þá
skal ég glaður láta honum þær í té svo hann þurfi ekki .að vaða reyk í annað
skipti.
Kristinn Guðmundsson.
Tengill til síðunnar sem
greinin, sem var tilefni til þessa "Svars" er
"hér"