Siglufirði í des
1964 SUNNUDAGINN 28.
des. síðastliðins
hófst Norræna
skíðagangan hér í
Siglufirði kl. 10 að
morgni.
Aage Schiöth,
formaður
Skíðasambands.
Siglufjarðar flutti
stutt en ágætt
ávarp, áður en
gangan hófst. Sagði
hann m.a.,að
Skíðalandsgangan
væri orðin ánægjuleg
hefð á sviði
skíðaíþróttarinnar,
og þátttakan
færi sívaxandi, ekki
síst á meðal
Siglfirðinga, en
þeir hefðu allt frá
því fyrsta borið
sigur úr bítum í
göngu þessari og
hefðu fullan hug á
að gera það einnig
nú.
Þarna til leiks
ætluðu að mæta m.a.
bæjarfulltrúar og
konsúlar, en minni
heimtur urðu en
búist hafði verið
við.
Og var kennt um
óhagstæðu veðri, en
hríðarél var og
kalt, en logn að
heita og var dimmt
yfir svo varla
myndatökuhæft. -
En þeir sem mættir
voru, voru færir í
flestan sjó, - svo
enginn þurfi að
kvíða.
Sigurjón Sæmundsson
bæjarstjóri gekk
fyrstur, og gekk
vasklega, og broshýr
eins og hans er
jafnan vandi.
Næstur honum gekk
Ragnar Jóhannesson,
skattstjóri, og
fulltrúi
Framsóknarflokksins
í bæjarstjórninni.
Næstur honum gekk
Steingrímur
Kristjánsson,
apótekari og
finnskur konsúll, og
hafði hann keypt sér
skíði í þessu
tilefni, og eftirá
kvaðst hann hér
eftir mundu nota
hvern sunnudag sem
gæfi, til að fara á
skíði.
Þarna voru mættir
tveir skólastjórar,
þeir Jóhann
Jóhannsson
skólastjóri
gagnfræðaskólans og
Hlöðver Sigurðsson
skólastjóri
barnaskólans.
Einnig Benedikt
Sigurðsson barna-
kennari og
bæjarfulltrúi
Alþýðubandalagsins.
Þarna vakti
vasklegur kappi
mikla athygli
áhorfenda, en hann
kom á skíðum og með
bakpoka,
auðsjáanlega vel
búinn nesti. Kvaðst
hann vera á leiðinni
yfir skarðið og ætla
inn í Fljót. Þetta
var Gunnar
Ásgrímsson tæpt
sextugur, en hann
bregður sér oft á
skíði sér til
heilsubótar. Hann
vissi að vísu ekki
um landsgönguna
þennan dag en fyrst
hann átti leið þarna
fram hjá, þá munaði
sig ekkert um að
ganga þessa 5 km. að
auki við það sem
hann ætti eftir að
ganga þennan dag. Og
stóð hann við það.
Þar með var lokið
fyrsta áfanga
Siglfirðinga í
landsgöngunni, en
Siglfirðingar þurfa
ekki að flýta sér,
því hér er jafnan
nógur skíðasnjór, ef
ekki niður í byggð,
þá upp í fjöllum. en
þangað er stutt að
fara fyrir frískt
fólk. -- S.K

. Bæjarstjórinn og skattstjórinn hefja gönguna.
|