Norræn skíðaganga | Soðmjölsverksmiðja | Strákarnir sem týndust | Hafís fyrir norðan | Drengur í hættu | Bæjarskrifstofan | Stanslaus löndun | Síld á Sigló | Þjóðhátíð og síld | Síldina vantar | Illa gengur að dæla | Siglfirðingar gleðjast | Þar sem sólin neitar .. | Tunnuflutningar | Halla Haralds | Tvær fréttir

>>>>>>>>>>> Þjóðhátíð og síld

 

Til forsíðu
Til baka




Ljósmyndasafn Steingríms
á netinu.

Steingrímur Kristinsson Siglufirði
G-892-1569
S-467-1569

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Miðvikudagur 18. júní 1965. Ljósmynd Steingrímur,  texti Stefán

Þjóðhátíð á Siglufirði

Siglufirði, 18. júní.

 

Þjóðhátíð í Signufirði fór fram í björtu veðri en nokkuð svölu og tókst með ágætum. Hátíðarhöldin fóru fram samkvæmt  dagskrá. Þátttaka í hátíðarhöldunum var þó minni en oft áður, enda unnið á vöktum í öllum  síldarbræðslum bæjarins.

Meðfylgjandi hátíðarmynd frá Siglufirði er táknræn um það efni.  Hún sýnir Verksmiðjubyggingar, lýsisgeyma og reykháfa - og Íslandsfána efst á stöng,  baðaðan gufumekkjum síldarbræðslanna.

Þetta er hið lifandi lýðveldi. Að kveldi dags 16. júní héldu skipin áfram að koma til Siglufjarðar, drekkhlaðin síld.

Hér  sést aflaskipið Höfrungur III eins og okkur Siglfirðingum þykir vænst um það! Megi hann og  sem flest síldarskip koma sem oftast í slíkum hátíðarbúningi til Siglufjaraðar. ---- Stefán