| 
Siglfirðingar
   gleðjast yfir síldinni, en svartsýni gætir með
   flutningana. 
  
   Síðastliðinn
   þriðjudag, kom Þorsteinn þorskabítur til Siglufjarðar með 2000 hektólítra
   síldar  til söltunar. Hann lagði
   að bryggju rétt u,m kl. 2 síðdegis, en löndun gat þó ekki hafist fyrr
   en á  fimmta tímanum. Kom þar hvort tveggja til, að skipið var ekki útbúið sem skyldi en einnig var því um að kenna, a,ð "stúararnir" á Siglufirði, er sitja fyrir
   um alla uppskipun og útskipun, neituðu að vinna að lönduninni. 
   
	   
	Voru því kallaðir til starfsmenn úr Síldarverksmiðjum ríkisins.
   Á Siglufirði
   virtust allir sammála um, að löndunin gengi eftir atvikum vel. Allir
   fylgdust með  hvernig til tækist.
   Að sjálfsögðu hitnaði sumum í hamsi og margt kom í ljós, er betur mætti
   fara, svo sem ævinlega, þegar nýjar leiðir eru 
   reyndar. 
	   
	Og þótt ýmsir væru svartsýnir, mátti finna það á. öllum,
   að mönnum þótti betra að  tilraunin
   var gerð og að áfram verði haldið. Ýmislegt kom í ljós, sem auðveldlega
   má lagfæra  og lækka tilkostnaðinn.
   Hér spá menn því, að í náinni framtíð verði flutningar á sáld til
   söltumar veruleg trygging  síldarbæjunum.
   Menn horfa því ekki svo mjög í afraksturinn eftir þessa fyrstu tilraun,
   þar sem  allir vona, að betur
   gangi næst og innan tíðar 
  verði í förum skip búið þeirri tækni, sem nauðsynleg er til slíkra flutninga.
    
    
     
   Við göngum niður á 
   hafnar- bryggjuna og hittum þar fyrst fyrir skipstjórann á Þorsteini, Torfa Sölvason:
   -
   Við fórum frá Siglufirði
   aðfararnótt laugardags og keyrðum beint
   austur á miðin. Þá var  svolítil
   gola og skipstjórarnir ekki trúaðir á, að það  tækist að háfa síldina
   á milli. Einn bátur,  Víðir
   lI, reyndi það svo aðfaranótt mánudags og gekk allt eins og búast mátti
   við.  
   Um  morguninn komu svo
   fleiri skip og hefðum við getað tekið meira en við fengum. Allir virtust 
   mjög liprir og vildu reyna að láta þetta takast - -- Annars vil ég lítið segja um flutningana að svo komnu máli, þar sem
   reynslan er svo lítil.  Þessi aðferð
   er ekki framkvæmanleg nema í sérstaklaga góðu veðri.  
   Útbúnaðurinn er
   ekki eins  og skyldi og ýmislegt,
   sem betur mætti fara. Skipið er ekki hentugt, það vantar heppilegt spil
   og lúgurnar eru of litlar, svo að þetta gengur seint, sérstaklega
   löndunin.    
	Á
   hafnarbryggjunni verður næst fyrir okkur Jón Sæmundsson, fulltrúi
   saltenda: - Það
   er vel hægt að flytja síldina ísaða með góðum útbúnaði og ég
   vona, að þá verði gert í  stærri 
   stíl í framtíðinni. Þessi síld er smá, líklega 40 % söltunarhæf, feit og 
   átulítil. 
   
    
  Á
   söltunarstöðinni Nöf hitt um við Skafta Stefánsson, sem byrjaði að
   salts síld fyrir eigin  reikning  á Siglufirð i árið 1919 og kann því frá mörgu
   að segja - Hann var búinn að fá eina söltun, 474 tunnur. "Það er allt og sumt".    
	- Oft er mjór mikils vísir, og það getur vel farið svo, að það fáist mikið úr. 
  flutningunum og  örugg
   vinna í framtíðinni. Það hlýtur að vera hægt að geyma síldina tvo sólarhringa,
   áður en  saltað er.  
	Og veiðiskipin
   eiga að vera þannig útbúin, að þau geti það. Með því að innrétta  skipin á réttan hátt, tel ég að unnt verði að flytja síldina
   langt að til söltunar, jafnvel frá Jan 
   Mayen.       Auðvitað
   verður að búa Þorstein þorskabít almennilega út. Hann þyrfti að geta
   dælt síldinni  upp úr nótunum,
   lestarlúgurnar eru of litlar og svo vantar spilið í hann. En úr öllu
   þessu verður  bætt í
   framtíðinni. Allir eru þessu óvanir hér á Siglufirði. Þetta er allt
   byrjun í kvöld. Auk þess  er
   síldin smá og ekki er hægt að kenna neinum um það. Hér væri öðru
   vísi um að lítast, ef síldin  væri
   öll stór.  - Ég vil ekki spá
   neinu um útlitið. Ég er ekki sérlega bjartsýnn, en
   ekki svartsýnn heldur. Ég  hef
   lifað það að salta 1.000 tunnur 22. september 1949, sem öll fór til Ameríku
   þótti úrval. Hér voru  líka
   saltaðar á 9. hundrað tunnur 1962 og við hefðum getað salt að meira,
   ef nóg fólk hefði  verið
   til staðar. En útlitið er  óneitanlega
   ekki gott.   -- Ég
   vil ekki spá neinu illu um þessa flutninga. Framtíðin er
   auðvitað sú að flytja síldina 
   frysta.    
    
     
   Á planinu á Nöf sjáum
   við hvar Guðrún Sigurðardóttir er að leggja eitt af efstu lögunum í  fyrstu
   tunnuna.  
   Okkur þykir nú heldur lítið að hafa eina tunnu Það er svo
   langt síðan við höfum farið í síld, að  
   við hefðum viljað salta lengur. Við höfum alltaf  verið
      að vonast til að geta unnið fyrir  tryggingunni.
        
	-. Síldin er mjög smá, þótt dálítið stórar síldar séu innan um.
      Ég hef verið í 20 sumur hér á  stöðinni
      og þetta er alversta sumarið. Ég hef alltaf unnið fyrir tryggingunni
      nema nú.   Á
      söltunarstöðinni Silfurborg h.f. sjáum við, hvar Sigurbjörn
      Sveinsson verkstjóri fylgist með  því,
      að allir hlutir gangi eins og þeir
      eiga að ganga, þar höfðu  verið saltaðar 404 tunnur í  sumar.
       
	-- Mér líst ekki vel á flutningana, meðan síldin er svona slæm eða
      u;m 35 % nýting.Og ég  held, að þetta
   fyrirkomulag eigi ekki framtíð fyrir sér. Það er helst að flytja síldina
   ísaða í  hálfrar tunnu kössum.
    
	Ég held, að það megi ekki vera þyngra á henni. Annars er ekki gott að  segja, hvort síldin er svona marin af ísnum eða meðferðinni.
   Maður veit það ekki.  Marselía Jónsdóttir er 
   ung stúlka þar á planinu og heldur fáorð. Vill ekki láta hafa of
      mikið eftir sér: -- Þetta er þriðja sumarið sem ég salta. 
	 
	Mér
      líst ekki vel á þetta
   fyrirkomulag, en síldin er þó  betri
   en ekki. 
	 
	Ég vona bara, að úr rætist. 
      
	Loks 
   sjáum við Guðmundu Guðmundsdóttir, þar sem hún keppist brosmild við
   að salta í  fyrstu tunnuna  
	-
   Mér líst vel á flutningana í framtíðinni, ef síldin er góð að
   öðru leyti. Þessi er ekki sérlega  góð,
   en annars er ég svo sem fegin að fá síldina.  
	- Það þýðir ekki annað
   en vera bjartsýnn og það er óskandi, að það komi síld. Kannski  kemur
   hún seinni partinn í ágúst.              ---- H.Bl.          
      
   Ath.
   Filmurnar glötuðust í vörslu fréttamanns, svo þessar myndir eru
   skannaðar upp úr Mbl.  |