Heimsókn í soðmjölsverksmiðju
SOÐMJÖL, Hvað er .að?, spyrja eflaust margir, og kannski ekki að ástæðulausu,
því aðeins ein slík verksmiðja
er til hér á landi, en hún er eign Síldarverksmiðja ríkisins, og er staðsett
á Siglufirði.
Aðeins örfáar
slíkar verksmiðju
eru til í allri Evrópu, og líklega þó víðar væri leitað.
Framkvæmdir við uppsetningu verksmiðju þessarar voru hafnar í
desember 1960. eða fyrir 4 árum.
Uppsetning véla og tækja önnuðust starfsmenn SR á Siglufirði, undir leiðsögn dansks verkfræðings,
en tækin eru smíðuð úti í Danmörk:u af fyrirtækinu Niro Atomizer, og voru
þessi tæki hjá SR liður í tilraunum hins danska fyrirtækis um að fullkomna
þessa tegund mjölframleiðslu, en þetta mjöl er sennilega dýrasta
mjölið, sem fiskafurðir gefa af sér, en tiltölulega ódýrt að
framleiða það.
Ég náði
tali af verksmiðjustjóranum Ólafi Þór Haraldssyni. og sýndi hann mér fyrirtækið og skýrði út fyrir mér
í stórum dráttum. Hann fræddi mig m.a. á því, að alls ynnu 9
menn við verksmiðjuna, sem skiptu verkum með sér þannig að
þrír
menn eru á vakt í einu, en vaktin er 8 klukkustundir og er unnið allan sólarhringinn. Venjulega hefur verið það mikill soðkjarni að hann endist meiri hluta vetrarins.
Sá
sem hélt um stjórnvöllinn á þessari vakt hét Stefnir Guðlaugsson, en
hann sá um
allt það veigamesta við gang verksmiðjunnar svo sem hitavagninn og
kjarnadæluna, en kjarnanum er dælt til að byrja með upp í litla tanka.
Í öðrum tanknum er kalki (ca.
1---2%) blandað saman í heljarmikinn úðara, sem snýst með um 20
þúsund snúninga hraða á mínútu.
En úðarinn er aftur á móti staðsettur uppi á ,þaki" á
heljar
mikilli trekt eða siklon. Þaðan er blöndunni dælt í gegnum
nokkurskonar kvörn, sem kemur
í veg fyrir að „kekkir" komist í hinn tankinn, þegar dælt er
yfir. Þaðan er kjarnanum
dælt upp,
og
úðað nn í siklon og þar þornar hann, þegar
Guðbrandur Sigurjónsson, hefur tekið pokann undan trektinni, sé ég
að hann er fullur af gulbrúnu fínu mjöli
eða dufti ekki ósvipað venjulegu búðingsdufti viðkomu.
Á meðan
Guðbrandur saumaði fyrir pokann,
sagði hann mér að afköst verksmiðjunnar væru um 20 tonn af mjöli á
sólarhring, Mér
var litið á svarta töflu þarna hjá, og sá, að hana hafði verið
skrifað á klukkutíma fresti talan
26 síðustu 9 klukkustundir. Sagði Guðbrandur
mér að talan 26 táknaði poka fjöldann á
klukkustund.
Og bætti hann því við, að yfirleitt héldist þessi
poka fjöldi á klukkustund vaktirnar út. Eftir
þessu, hafa orðið miklar breytingar á „tækninni" í verksmiðjunni
því að á fyrstu mánuðum
verksmiðjunnar þótti gott að fá 6-26 poka í einni törn (1-2 kl. st. ) en þá þurfti
að fara til að hreinsa tækin
að innan vegna stíflu, sem myndaðist í þeim.
Þá þurftu menn t.d. að
fara inn í stóra sikloninn 50-60° heitan og skafa klístrað mjöl af
veggjum hans.- Jæja, mjölinu var staflað á palla, en síðan kom
gaffallyftari og tók pallinn, en Hafsteinn
Hólm stjórnaði honum og raðaði síðan pokunum snyrtilega í 12
poka háa stæðu. - S. K
Hér blandast loft og efni eftir ákveðinni formúlu.

Stefnir
Guðlaugsson stendur við stjórntækin. Til gamans má geta þess að hann
tók við fyrsta mjölpokanum sem verksmiðjan framleiddi 15. febrúar 1961

Mjöltrektin.
Mjölpokarnir eru bréfvarðir plastpokar. Í þá fara 33,5 kg. af mjöli.
Hérna til vinstri er Guðbrandur Sigurbjörnsson að sauma fyrir einn
þeirra. Efsta myndin er af Ólafi Þór Haraldssyni verksmiðjustjóranum. Næsta mynd fyrir neðan hana er kyndibúnaðurinn |