| 
	Vinna
   hafin í tunnuverksmiðjunum. 
	Siglufirði,
   18. nóvember.
   
    
	TUNNUVERKSMIÐJUR
   ríkisins tóku til starfa á Siglufirði í dag. Þar starfa rúmlega 40 
   manns. Áætlað er að smíðaðar verði 70-80 þúsund tunnur.
   
    
   Mikil bót er að tunnusmíðin skuli nú byrja
   svo snemma, því segja má að hér sé hálfgert 
   atvinnuleysi.  Annars hefir verið unnið hjá Síldarverksmiðjum
   ríkisins að bryggjuframkvæmdum  nú
   í haust. Er verið að byggja nýja löndunarbryggju því að snú gamla
   var orðin ónýt. Má segja að verkið hafi gengið vel, 
   þegar tekið er tillit til árstíma, en það er algerlega háð
   hvernig viðrar og hvernig er í sjóinn.  
	Einnig var byrjað í haust að byggja ofan á
   niðurlagningarverksmiðju ríkisins. Nú síðasta hálfan 
   annan mánuð má segja að verkið hafi 
   staðið í stað vegna þess að ekki er til nægilega stór krani
   til að lyfta loftbitum og loftplötum upp á
   uppistöðurnar.  
	- S.K. |