| 
                                        Þar sem
   sólin neitar að síga í sæ, munu fyrstu jarðgöngin í þjóðvegakerfinu koma.       
 
		Siglufirði,
      25. ágúst: 
		SÍLDARVERKSMIÐJUR ríkisins á Siglufirði hafa brætt 
      107.000 mál síldar í sumar, síldarverksmiðjan Rauðka 57 þúsund
      mál og samtals hefur  verið
      saltað í 8.300 tunnur. Þetta er rýr hlutur - en ekki er öll nótt úti
      enn, síldin hefur til  þessa
      komið jafnt lærðum sem leikum á óvart í allri sinni hegðun. 
       
        
      Ufsinn
      kom líka gleðilega óvænt. Yfir 1000 tonn af ufsa hafa verið lögð hér
      á land í  sumar og verið (að
      mestu) unnin í frystihúsum Ísafoldar og SR. Hefur hann reynst mikil og 
       góð búbót í
      annars fremur lélegu atvinnuárferði. Haldið hefur verið áfram 
		að
      dæla upp sjávarsand, sem undirstöðu í væntanlega flugbraut hér. Hefur því verki miðað  vel
      áfram, en fyrirhugað er, að meðalstórar innan-landsflugvélar geti
      athafnað sig hér, þegar  flugbraut
      þessi verður fullgerð. 
										  
										Meðfylgjandi loftmynd sýnir innri hluta Siglufjarðar. Örin
      fyrir  miðri myndinni sýnir nýja flugbrautarstæðið, vinstri örin hinsvegar
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                   "sjúkraflugbrautina", sem  minnstu gerðir flug véla hafa
      getað lent á „þegar veðurguðir og heppnin haldast í hendur" Neðst á myndinni, 
                                        sést vegurinn að Hólsbúinu, eina býlið í 
                                        Siglufirði, utan jarðanna á Siglunesi   
										
                                        . Neðst til  vinstri sést 
                                        þormóðs-eyrin, sem 
                                        Siglufjarðarkaupstaður stendur á. 
      Fyrir nokkrum vikum hóf  Efra-Fall undirbúningsvinnu við gangagerðina
      um fjallið Stráka -  og
      fyrir fáum dögum hófust sprengingar, sem virðast hafa tekist sérlega
      vel.  
										 
      Allt að 20  Siglfirskir
      verkamenn munu starfa við verk þetta í vetur, auk verkstjóra og verkfræðinga
      frá  verktakanum, og er fyrirhugað að vinna á vöktum.  
       
      Hér
      birtist sérlega skemmtileg mynd af Strákafjalli, er göngin, um 800 m að
      lengd, verða grafin gegn um. Örin til vinstri sýnir 
      hvert vegarruðningurinn, Siglufjarðarmegin nær 
		og hvar byrjað er að sprengja sig inn í fjallið.
      
										 
        
      Örin hægra megin sýnir gangmunnann fyrirhugaða vestan sagt norðan þess,
      mjög skammt frá  vitanum á
      Engidal, þar sem áður
      var einangrun allsráðandi, en senn byggð við fjölfarna 
      þjóðbraut, er Siglufjörður tengist þjóðvegakerfi landsins, sem 
      fyrirhugað er haustið 1966.   
										
                                        Ekki er að efa að þessi nýja leið verður 
                                        fjölfarin, a.m.k. fyrstu árin,
      og veldur því hvorttveggja, að forvitnilegt verður að aka einu jarðgöngin
      á Íslandi og leiðin út Almenninga um 
      Úlfsdali og inn Hvanneyrarströndina Siglufjarðar megin er mjög 
                                        ögur, ekki síður að kvöld- eða næturlagi 
                                        þann árstíma, er sólin neitar að síga í 
                                        Ægi og gyllir lög og 
      1áð.   
										Undanfarnar
      vikur hefur og verið unnin undirbúningsvinna í væntanlegri
      Hvanneyrarbraut,  sem verður
      innkeyrslubrautin í kaupstaðinn með tilkomu hins nýja vegar, en senn
      verður hafist  handa við að
      steinsteypa nyrstu hluta þeirrar götu. 
		Myndirnar
      tók Steingrímur  Kristinsson.
      - Stefán. |