| Stanslaus löndun
   á Siglufirði 
 Hið nýja færiband dregur
   fyrstu síldarnar upp á Siglufirði Siglufirði
   11. júní. FYRSTA
   verulega síldarmagnið kom til Siglufjarðar í gær og þar með fyrsta síldin
   til S.R. á  Siglufirði. Áður
   höfðu tvö skip, Æskan með 60 mál og Sigurður með 300 mál, landað hjá 
   Rauðku, og Guðrún frá Hafnarfirði landaði fyrstu síldinni hjá
   S.R. í dag.  Jafnframt víði hún nýtt færiband, sem nú er notað í fyrsta 
   sinn við flutning á bræðslusíld. Er það nýlunda hér á landi,Frá því í 
   gærmorgun hefir verið stanslaus löndun hjá S.R. og enn var verið að landa í 
   morgun.  Hefir löndun gengið vel og var byrjað að bræða fyrstu Síldina
   í S.R. 46 kl. 12 í gærkvöldi og  
   gengur bræðsla vel. 
    
	 Stefán. |