Málverkasýning,
húsmóður á Siglufirði.

Halla Haraldsdóttir
við eitt verka sinna, sem nefnist "Síldarvinna" SIGLUFIRÐI 15. nóvember. Í GÆR Og í dag var "Mosaik" myndasýning í
húsakynnum Æskulýðsheimilis Siglufjarðar. Sýndar
voru 26 myndir eftir frú Höllu Haraldsdóttur, húsfrú á Siglufirði.
Myndir þessar eru
mjög sérkennilegar, vel gerðar og skemmtilegar.
Listakonan
sagði mér að hún hefði einna mestan
áhuga á að gera myndir úr atvinnulífinu,
og þá auðvitað
síldarvinnu, enda ber mikið á „síld" á
sýningunni. Hún segist fyrst byrja á því
að rissa grunnlínur myndanna á
kartonpappír, síðan málar hún með
sterkum vatnslitum á venjulegan brúnan
límpappír, sem hún síðan rífur í
smáagnir, eftir því sem við á. Og
útkoman er að mínu viti undursamleg og
fögur listaverk.
Það er erfitt að segja
hvaða mynd er fallegust, því allar eru fallegar og jafnvel gerðar, en
einna mestan „aðdráttarkraft" fannst mér mynd, er listakonan kallar
„Indversk stúlka", svo og "Móðir og barn" hafa.
Aðspurð kvaðst listakonan
hafa stundað nám í Handíðaskólanum á árunum 1951 og 1952, en þó
kvaðst hún mest hafa lært á gagnrýni og leiðsögn listakonunnar
Barböru Árnason, en Barbara hafi verið sér mjög hjálpleg, og þakkaði
hún henni það sem komið væri.
Frú Halla Haraldsdóttir er ung kona, fædd á Siglufirði, og gift hinum kunna
skíðakappa Hjálmari Stefánssyni, skrifstofustjóra, og eiga þau þrjá sonu, 2ja
- 6 og 10 ára gamla.
"Indversk
stúlka"
Umtöluð sýning er
sölusýning, og hafa margar myndir þegar selst. Þetta er önnur opinber sýning á myndum eftir Höllu, en sýndar voru myndir eftir hana á "Cafe Scandia" á Akureyri 1963. - S.K.
|