| Illa gengur að dæla
   gamalli síldinni.Siglufirði, 18. jú1í 1965. 
 STÓR og mikil síldardæla hefur verið sett upp hjá SR á Siglufirði.
 
 Áætlað var að hún dældi 1200--1400 málum síldar á klukkustund. Og ætlunin var að nota þessa dælu til að landa upp úr síldarflutningaskipum. Uppsetningu dælunnar stjórnaði norskur tæknifræðingur.
 
  Síðastliðinn fimmtudag kom svo flutningaskipið Westberg með tæp 4000 mál bræðslusíldar frá Seyðisfirði. Þá þegar var gerði tilraun til að dæla upp úr flutningaskipinu, og var það Svisslendingurinn. sjálfur hugvits-maðurinn að þessari dæluaðferð. sem stjórnaði dælunni.
 Fyrstu 10-15 mínúturnar, sem dælan snérist. var afkastageta hennar mjög mikil, á að giska 300 tonn á klukkustund en svo var eins og drægi úr þrótti hennar og afköstin minnkuðu niður í litíð sem ekki neitt. sennilega vegna þess að gömul og illa farm síldin úr skipinu myndaði of mikla mótstöðu -vegna "límkenndra" eiginleika. En hvað sem þeirri ágiskun líður fór alltaf að sömu leið. Eftir hvert start gekk vel, en dró síðan úr.
 
 Til gamans, má geta þess, að eftir eitt startið "lyftist" skipið á sjónum um 5 tommur á um 10 mínútum.
 
 Þegar dælt hafði verið um 2.000 málum úr skipinu, var hætt að dæla og skipið losað á venjulegan hátt, undir krana.
 
 Ekki þótti árangur dælunnar eins og ætlast var til. Voru gerðar á dælubúnaðinum smá breytingar og í nótt sem leið kom annað flutningaskip að austan, Westby. Hófust. nú tilraunir á ný, sem sýndu að sennilega mætti losa skipið á 2-3 klukkustundum, en sá galli er á að blanda þarf svo miklu vatni saman við síldina að ekki er viðunandi.
 
  Ekki er hægt að losna við vatnið úr henni aftur, því síldin úr flutningaskipinu er yfirleitt það meyr, að vatn samlagast henni að meira eða minna leyti, og þá er þetta orðin mjög léleg vara.
 
 Hætt var að dæla að svo komnu máli, og skipið losað á venjulegan hátt. Í morgun fóru svo hinir erlendu menn áleiðis til Noregs til að ná í viðbótar útbúnað, sem þeir telja að verði til fullkominna úrbóta, svo hægt verði að dæla þessari gömlu síld.
 
 Þessi dælutegund mun vera sú fyrsta, sem sett er upp í Evrópu, en þær reynast mjög vel á ansjósur í Perú og telur sá svissneski að hún muni einnig skila 1200-1400 málum í afköst á ferskri síld.
 
 Svipuð dæla var sett um , borð í síldarflutningaskipið "Gulla", nú á dögunum á vegum "Rauðku", en það mun vera stærsta síldardæla, sem sett hefur verið um borð í síldarflutningaskip, áætluð um 1.000 mála dæla.
 
 S.l. fimmtudag fengu Rauðku menn að "æfa" sig með því áð dæla upp úr síldarflutningaskipinu Westberg, og má segja að það hafi gengið vel, svo langt sem það náði, því ekki er gott að dæma um afkastagetu, þar sem dælt var aðeins stutta stund.
 
 En vonandi gengur þetta allt upp að lokum, því þessi löndunaraðferð, að landa með dælum, það sem koma skal, þrátt fyrir alla byrjunarörðugleika
 
  
     --SK  |