Norræn skíðaganga | Soðmjölsverksmiðja | Strákarnir sem týndust | Hafís fyrir norðan | Drengur í hættu | Bæjarskrifstofan | Stanslaus löndun | Síld á Sigló | Þjóðhátíð og síld | Síldina vantar | Illa gengur að dæla | Siglfirðingar gleðjast | Þar sem sólin neitar .. | Tunnuflutningar | Halla Haralds | Tvær fréttir

>>>>>>>>>>> Tunnuflutningar

 

Til forsíðu
Til baka
Fleiri myndir ´65




Ljósmyndasafn Steingríms
á netinu.

Steingrímur Kristinsson Siglufirði
G-892-1569
S-467-1569

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Miðvikudagur 13. október 1965. Ljósmyndir og texti: Steingrímur
Tunnuflutningar.   

Siglufirði, 5 október Í KVÖLD fóru héðan frá Siglufirði tveir fulllestaðir vörubílar áleiðis austur á firði, annar að minnsta kosti til Eskifjarðar.

Bílarnir eru af „Scania Vabis"-gerð, og er varningurinn 231 tómar síldartunnur á hvorum bí1, sem og mun vera stærsti tunnufarmur sem fluttur hefur verið á bifreiðum hér á landi í einni ferð.

Ég hafði tal af öðrum bílstjóranum Rögnvaldi Rögnvaldssyni, og sagði hann mér að hann hefði látið smíða sérstaka járngrind á bílinn og gæti því tekið um 100 tunnum fleiri en venjulega, eða 231 tunnur.

Slíka grind þyrfti að borga fyrir um 12-15 þúsundkrónur, en fyrir hvern svona tunnufarm fengi hann um 8.000.00 krónur, og því þyrfti að fara marga slíka túra til að fá grindina endurgreidda.

En Rögnvaldur er ekki einn um svona fyrirtæki, þrír aðrir bílstjórar hafa látið smíða svona grindur á bíla sína, og munu tveir þeirra leggja af stað austur á morgun.

Það má segja, að alvarlegt atvinnuleysi sé á bílastöðinni nú í haust, nema hvað það sem bílstjórar stóru bílanna hafa skapað sér vinnu með því að sækja möl og sand yfir Siglufjarðarskarð til Haganesvíkur, Hofsóss og Ólafsfjarðar. - S.K.