Fimmtudagur
28.
apríl
1966
Ljósmynd: Steingrímur
Söngur
um
síld
á
Jótlandsheiðum.
SÉ
litið
í
sjónauka
sögunnar
aftur
í
aldir,
-
má
líta
þá
neyð
og
niðurlægingu
íslenskrar
þjóðar,
að
um
það
var
rætt
í
fullri
alvöru,
að
flytja
hana
á
Jótlandsheiðar
til
framtíðarbúsetu.
þessi
sögulega
staðreynd
er
að
vísu
fjarri
í
tíma
og
andstaða
líðandi
stundar,
en
þó
hollur
samanburður,
sem
svartkrítar
menn
dagsins
í
dag
gætu
sótt
í
þarfan
lærdóm.

Karlakórinn Vísir, ásamt undirleikurum.
Úr
litlu
norðlensku
byggðarlagi,
Siglufirði,
er
nú
fyrirhuguð
80
manna
söng
og
skemmtiför
á
þessar
sömu
Jótlandsheiðar,
sem
fyrrum
var
fyrirhugaður
kirkjugarður
íslensks
þjóðernis.
Af
þessu
tilefni
leitaði
tíðindamaður
Mbl.
frétta
hjá
formanni
karlakórsins
Vísis,
Sigurjóni
Sæmundssyni,
bæjarstjóra,
og
er
það,
sem
hér
fer
á
eftir,
byggt
á
upplýsingum
hans.
Karlakórinn
Vísir
var
stofnaður
árið
1914
og
hefur
í
rúma
fjóra
áratugi
verið
leiðandi
afl
í
söngmennt
Siglfirðinga.
Hann
hefur
allan
þennan
tíma
sett
svip
sinn
á
Siglufjörð
og
hefur
mörg
hin
síðari
ár
rekið
tónlistarskóla,
sem
lotið
hefur
stjórn
hinna
færustu
manna,
nú
síðustu
árin
Gerhard
Smidt,
sem
er
mjög
vel
menataður
og
hæfur
tónlistarmaður.
Kórinn
hefur
æft
regluundið
og
af
miklu
kappi
í
allan
vetur,
með
þessa
utanför
að
marki,
og
notið
leiðsagnar
söngstjóra
síns,
sem
jafnframt
er
skólastjóri
Tónlistarskólans,
og
einnig
Sigurðar
Demenz Franzsonar,
söngkennara,
Reykjavik.
Alls
taka
um
40
kórfélagar
þátt
í
greindri
söngferð,
auk
blandaðs
kvartetts,
undirleikara
og
um
30
eiginkonum
kórfélaga.
Fyrirhugað
er
að
fara
til
Akureyrar,
miðvikudaginn
27.
þ.
m.
og
verður
þann
dag
konsert
á
vegum
kórsins
í
Sjálfstæðishúsinu
á
Akureyri.
Daginn
eftir
verður
flogið
frá
Akureyri
til
flugvallar
í
nágrenni
Herning
á
Jótlandi,
vinabæjar
Siglufjarðar
í
Danmörku.
Auk
Herning
syngur
karlakórinn
Vísir
í
þremur
öðrum
borgum
á
Jótlandi
og
auk
þess
í
Kaupmannahöfn
og
í
danska
útvarpið.
Á
söngskrá
kórsins
eru
milli
20-30
lög,
innlend
og
erlend,
allt
frá
gömlum
íslenskum
til
nýtísku
tónlistar.
Einsöngvarar
kórsins
verða:
Guðmundur
Þorláksson,
Sigurjón
Sæmundsson
og
Þórður
Kristinsson.
Kvartettinn,
sem
syngur
með
kórnum
skipa:
frú
Guðný
Hilmarsdóttir,
frú
Magðalena
Jóhannesdóttir
Schiöth,
Guðmundur
Þorláksson
og
Marteinn
Jóhannesson.
Söngstjóri
kórsins
leikur
einleik
á
trompet.
Hann
hefur
og
útsett
mörg
þeirra
laga
er
kórinn
syngur.
Fyrirhugað
er
að
fljúga
heim
frá
Kaupmannahöfn
8.
maí
nk.
Það
er
mikið
starf,
sem
liggur
að
baki
þessarar
söngferðar,
og
förin
lýsir
djörfu
framtaki
og
menningarviðleitni
í
litlum
kaupstað.
Og
vel
mætti
hljóma
íslenskur
lofsöngur
á
Jótlandsheiðum,
sem
nú
fá
heimsókn
þeirrar
þjóðar,
sem
þangað
var
ætlað
annað
erindi,
við
aðrar
aðstæður,
en
hún
býr
við
í
dag.