Miðvikudagur
4.
maí
1966
Fréttapistilinn: Stefán Friðbjarnarson, ljósmyndir: Steingrímur
Þeir,
sem
hafa
seigluna,
hafa
sigurinn

Í
iðrum
Strákafjalls
er
unnið
að
fyrstu
jarðgöngum
í
þjóðvegakerfi
landsins
ORÐIÐ
eitt,
Siglufjörður,
minnir
á
20
síldarleysissumur
og
jafnmörg
ár
hráefnisskorts
undirstöðuatvinnuvegar
lítils
bæjarfélags.
Margur
mun
því
álykta,
að
ekki
sé
stórra
framkvæmda
né
markverðra
frétta
að
vænta
úr
slíku
byggðarlagi.
Slík
ályktun
á
rétt
á
sér
að
vissu
marki
-
og
þó....
Ritstjóri
Mbl. átti a.m.k. svo
skáldlegt ímyndunarafl að fara fram á myndskreytt fréttabréf um
framkvæmdir í Siglufirði.
Í
hánorður
frá
kaupstaðnum
rís
fjallið
Strákar,
teygir
toppa
til
himins
og
þverhnípt
björg
í
sjó
fram.
Þar
fóru
fáir
yfir,
utan
fuglar
og
flugvélar.
Nú
er
unnið
þar
að
jarðgöngum,
þeim
einu
í
þjóðvegakerfi
landsins,
700
-
800
m.
löngum.
Verktaki
er
Efra-fall,
sem
hóf
undirbúninagstörf
í
júlímánuði
s.l.
sprengingar
í
ágúst,
og
nú
eru
Efra-falls
menn
komnir
nær
500
m.
inn
í
bergið.
Í
þeirra
hópi
virðist
enginn
Ólafur
Liljurós.
Verk
þetta
hefur
gengið
samkvæmt
áætlun,
þrátt
fyrir
óvenjuharðan
vetur,
sem
tafið
hefur
flutning
manna
og
tækja
að
og
frá
vinnuatað,
og
þrátt
fyrir
að
móhellulög;
í
berginu
hafi
í
tvígang
seinkað
verkinu.
Komi
ekkert
ófyrirséð
fyrir,
koma
þeir
Efra-
fallsmenn,
sem
grófu
sig
inn
í
bergið
Sigluf,jarðarmegin í ágúst s.l., út úr fjallinu Norðan Sauðaness í
júlímánuði n.k., og hafa þá „skrifað'` nýjan kapítula í samgöngumálum
þjóðarinnar.
Og
að
hausti
má
gera
ráð
fyrir
að
bílar
aki
í
gegn
um
fjallið,
um
þau
jarðgöng,
sem
fámennur
söfnuður Stalíns hér í Siglufirði trúir enn sem nokkurskonar
sáluhjálparatriði að séu „íhaldsins kosningalygar", og gera væntanlega áfram
akandi hinn nýja Strákaveg.
Sunnan
fjarðarins
og
norður
með
honum
austanmegin
hefur
verið
dælt
upp
um
700
m.
langri
flugbraut,
sem
verður
„jöfnuð
og
borin
slitlagi
í
sumar."
Flugbraut
þessi
verður
síðar
lengd
til
norðurs
-
en
tilkoma
hennar,
ásamt
hinum
nýja
Strákavegi,
marka
tímamót
í
samgöngumálum
Siglufjarðar.
Ingólfur
Jónsson,
samgöngumálaráðherra,
hefur
sýnt
þessum
málum
báðum
sérstakan
velvilja
og
fyrirgreiðslu,
sem
Siglfirðingar
kunna
honum
þakkir
fyrir.
Hér
er
í
smíðum
nýtt
og
glæsilegt
sjúkrahús,
sem
væntanlega
verður
tekið
í
notkun
síðla
sumars
í
ár.
Er
það
um
7000
ferm.
að
stærð,
rúmar
45
sjúklinga
(með
elli
deild).
Sigurjón
Sveinsson,
arkitekt,
teiknaði
bygginguna,
en
byggingarmeistari
er
Skúli
Jónasson.
Nýtt póst- og símahús er og hér í byggingu og verður væntanlega fullgert á
þessu ári.
Byggingameistari er Þórarinn Vilbergsson. Þar er nú til húsa sjálfvirk
símstöð, sem tekin var í notkun fyrir nokkrum mánuðum.
Miklar
framkvæmdir
eru
og
á
vegum
S.R.
hér.
Má
þar
t.d.
nefna
byggingu
efri
hæðar
niðurlagningarverksmiðju
S.R.,
endurbyggingu
aðallöndunar-bryggju
S.R.
Byggingarmeistari
Páll
G.
Jónsson.
Þá
eru
bæði
SR
og
Rauðka
að
fá
fullkomnar
vogir,
en
öll
síld
verður
keypt
vegin
í
sumar
hjá
síldarbræðslunum
hér.
Það
helsta
í
framkvæmdum
undanfarinna
ára
hér
er
m.a.:
Ný
tunnuverksmiðja
ásamt
tunnugeymslu,
ný
vegleg
bókhlaða,
yfirbyggð
sundhöll,
sem
jafnframt
verður
íþróttahús,
bygging
Gagnfræðaskóla
og
endurbygging
Barnaskóla.
Þá
má
og
geta
skuttogarans
„Siglfirðingur",
sem
er
fyrsti
skuttogarinn
í
eigu
Íslendinga.
Fyrirtækið
Vermir
sf. hefur framkvæmt ítarlega rannsókn á fyrirhugaðri varmaveitu fyrir
Siglufjarðarkaupstað. Gefur sú athugun góðar vonir um, að virkja megi
heitavatnslyndir í Skútudal, til upphitunar húsa hér. Frekari
tilraunaboranir verða framkvæmdar í sumar, en of
snemmt er að spá nokkru um tilkomu Siglfirskrar varmaveitu á þessu stigi
málsins.

Því
er
ekki
að
neita
að
Siglufjarðarkaupstaður
hefur
staðið
höllum
fæti
nú
um
nokkurt
árabil.
Veldur
þar
hvorttveggja,
samfellt
síldar
leysi
um
langt
árabil
(en
hér
eru
4
síldarbræðslur
og
20
söltunarstöðvar),
sem
og
það
að
68%
af
atvinnurekstri
staðarins,
sem
er
ríkisrekinn
er
meira
og
minna
gjaldfrjáls
til
bæjarsjóðs.
Þetta
hefur
sniðið
bænum
mjög
þröngan
stakk
í
fjármálum
og
framkvæmdum,
og
nú
í
tvö
ár
í
röð
valdið
því,
að
útsvör,
hækkuð
um
20%
frá
gildandi
útsvarsstiga,
hafa
hvergi
nærri
nægt
fyrir
lög-
og
samningsbundnum
útgjöldum,
og
bilið
milli
tekna
og
gjalda
verið
brúað
með
aukaframlagi
úr
jöfnunarsjóði.
Þannig
er
þessi
kaupstaður,
sem
fyrri
helming
þessarar
aldar
var
einn
veigamesti
hlekkurinn
í
gjaldeyris
öflun
þjóðarinnar,
og
þeirri
fjármagnsmyndun,
er
gerði
m.ö.
mögulega
þá
öru
þjóðfélagsþróun
til
velmegunar
sem
nú
er
staðreynd,
kominn
á
krossgötur,
sem
óhjákvæmilega
krefjast
einhverra
ráðstafana.
Hið
einhæfa
atvinnulíf
og
gjaldfrelsi
tiltekinna
fyrirtækja,
þarf
að
umbreyta
í
atvinnuöryggi
og
nægilega
tekju-öflunarmöguleika
sveitarfélagsins.
Löggjafinn
og
ríkisvaldið
eiga
skyldum
að
gegna
í
þessu
efni.
Þetta
hefur
ríkisstjórnin
gert
sér
ljóst,
svo
sem
framkvæmdaáætlun
fyrir
Norðurland,
sem
nú
er
unnið
að,
lögin
um
atvinnujöfnunarsjóð,
aukin
gjaldskylda
ríkisfyrirtækja,
(þó
þar
sé
of
skammt
gengið),
bera
vitni
um.
Það
er
von
Siglfirðinga,
að
öll
ábyrg
öfl
í
þjóðfélaginu
leggi
því
máli
1ið,
að
skapa
Siglufjarðarkaupstað
framtíðar-öryggi
og
vaxtarmöguleika,
með
því
m.a.,
að
hann
megi
skattleggja
allan
atvinnurekstur
hér,
á
sama
hátt
og
aðrir
kaupstaðir,
og
með
því
að
hlúa
hér
að
nýjum
greinum
atvinnurekstrar,
sem
skapi
atvinnuöryggi.
Siglfirðingar
hafa
þraukað
af
ár
erfiðleika,
næstum
á
seiglunni
einni
saman,
og
vonandi
liggur
nú
leiðin
upp
á
við
á
ný.
-
Stefán.
Texti með myndum:
Undanfarna
mánuði
hefur
verið
unnið
kappsamlega
að
gerð
jarðgangna
Á
stráka-vegi
við
Siglugjörð.
Eru
göngin
nú
orðin
nær
500
m.
að
lengd,
en
verða
700
-
800
metrar.
Niðursuðuverksmiðja
SR
í
byggingu,
efri
hæðin.
Löndunarbryggja
SR
í
endurbyggingu.
Sigló-síld
er
sælgæti
---
og
ekki
skemma
meyjarnar
myndina.