Gísli Elíasson fv. verksmiðjustjóri SREggert Theódórsson fv. lagestjóri SRÓkunn blómarós hjá SRStrákagöng við SiglufjörðFrá vígslu KFS 1966Togarinn Hafliði og GoðinnHaförninn "fastur í ís"

Óánægja með Stórtjón, af veðri Einokun útvarps Leikur í snjónum Þið sjáið sjálfir um.. Söngur Vísir Bland frétta Ný löndunarbryggja Höfnin dýpkuð Pistill & fréttir Síld og ufsi Svartur fáni Þeir sem hafa... Með ungu fólki.. Haförninn kemur Strákagöng Það er komið gat Í gegn um göngin Skipbrotsmannaskýli Slys í göngunum Stutt rabb við .. Smáfréttir Síld á Siglufirði Nýtt sjúkrahús

Ljósmyndasafn Steingríms, á netinu

Til forsíðu
Til baka
Fleiri myndir

>LEITARVÉLIN

Hafðu samband:

Póstfangið mitt

Gefðu mér upplýsingar um nöfn sem mig vantar

 

Sunnudagur 20 mars 1966.

Ljósmynd: Jóhann Matthíasson, texti Steingrímur

Þið sjáið sjálfir um skemmtiatriðin.

Siglufirði, 8. mars: ­FYRIR nokkrum dögun kom togarinn Hafliði, Siglufirði, inn á  Siglufjörð úr  utanlandssiglinu. Í sjálfu sér er það ekkert markvert, þó fréttist af togara koma  frá erlendri höfn, en það sem skeð hafði um borð í þessum Siglfirska togara á útleið og  heimleið, er sennilega einsdæmi í íslenska togaraflotanum og  jafnvel þó víðar væri leitað.

 

Sagan hefst á því að stuttu áður en togarinn Hafliði leggur af stað í „siglingu" út til  Englands, þá er áhöfninni á Hafliðaða tilkynnt:

 

“Konur ykkar, unnustur og mæður hafa  ákveðið  að halda ykkur kaffivöld og skemmtun, það hefur verið samþykkt, að þið sjálfir sjáið um hluta skemmti atriðanna. Skemmtunin og kaffi-kvöldið mun verða  að kvöldi þess dags sem þið komið úr siglingunni”.

Karlakórinn "Titlar" syngur -- stjórnandi, Sveinn Björnsson.

 

Skipverjar hugsuðu málið,  það var ekki úr mörgu að velja til skemmtunar um borð í togara, en góð ráð  finnast um síðir. Bátsmaðurinn Sveinn Björnsson tók af skarið og tók að sér að stjórna  skemmtiatriða leitinni, og reka mannskapinn til dáða.

Undir hans stjórn tóku félagarnir að æfa söng og áður en langt um leið var 12 manna karlakór farinn að syngja hástöfum í takt við skröltandi  keðjur, brotsjóa og harmonikkutóna, fjörug íslensk lög, lög eftir Sigurð Þórðarson og ýmis  önnur góð skáld.

 

Svo hófst kaffikvöldið, ásamt skemmti- atriðum.

Vinur minn Jóhann Matthíasson, skipverji á Hafliða bauð mér og konu minni, með sér á þessa  „samkomu", sem byrjaði á því að frú Anna Egilsdóttir setti samkomuna og bauð skipverjum og  gestum að fá sér kaffi og heimabakaðar tertur, sem voru þarna í tugatali.

Þegar skipverjar,  konur þeirra og aðrir mættir, höfðu drukkið og etið nægju sína af því sem fram var borið hófust skemmtiatriðin. Bátsmaðurinn Sveinn Björnsson, hóf kynningu þeirra, á því að kynna, að loftskeytamaðurinn Þórður  Jónsson myndi hafa með höndum spurningaþátt, ekki ósvipaðan þeim er Svavar Gests hefði  haft, en á milli þátta spurninganna, myndi öðrum skemmtiatriðum blandað og var þá fyrst söngur  12 manna karlakórs, sem skipverjar nefndu -„Titla". Þ

Þeir félagar voru hálf taugaóstyrkir til að  byrja með en þegar þeir höfðu sungið tvö lög fóru þeir að styrkjast og voru nú nær óstöðvandi.

--­Mesta lukku gerði lagið og vísan, "Á sprengisandi", eftir Grím Thomsen, en það lag sungu þeir í  ,,JENKA"-stíl. Undirleik annaðist Líður Ægisson háseti, á harmonikku. Söngstjóri var Sveinn  Björnsson.

Þá kom fram söngkvartett ásamt gítarleik. Einleikur á harmonikku og fleira.

Þá söng frú Ellý Birgisdóttir gamanvísur með undirleik Önnu Egilsdóttur, en efni  gamanvísnanna var um skipshöfnina, konur þeirra, vinkonur ofl., og vöktu vísur og söngur  mikla kátínu. Vísurnar voru eftir móður Ellýar.

Að lokum var stiginn dans. Skemmtunin öll tókst  mjög vel, ekkert fyllirí og allt gekk með ró og spekt, þó „altalað" sé að Íslenskir sjómenn geti  ekki „skemmt" sér nema ofurölvi.

 Nei, þarna var enginn sjómaður ofurölvi. Og ég,  landkrabbinn, skemmti mér ljómandi vel í þessum ánægða hóp. -- S. K.

Ath.:Fleiri myndir